Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 6

Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 6
6 23. október 2010 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL „Ég lýsi mig saklausan,“ sagði Baldur Guðlaugsson, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, þegar ákæra á hendur honum fyrir innherjasvik var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur í gærmorgun. Málið hefur nokkrum sinnum verið tekið fyrir en þetta var í fyrsta sinn sem Baldur mætir. Með honum í för var Karl Axelsson, verjandi hans. Björn Þorvaldsson frá embætti sérstaks saksóknara sækir málið. Þetta er annað málið sem fer fyrir dóm eftir rannsókn sérstaks saksóknara. Baldur er ákærður fyrir að hafa búið yfir innherjaupplýsing- um þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir rétt fyrir bankahrun. Baldri er gefið að sök að hafa öðl- ast þessar innherjaupplýsingar á sex fundum samráðshóps Seðla- bankans um fjármálastöðugleika frá miðju ári 2008. Degi áður en hann seldi bréfin sat hann fund þar sem skýrt kom fram að það væri ekki ætlun stjórnvalda að bjarga hluthöfum banka og ann- arra fyrirtækja, að því er segir í ákæruskjali. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari innti Baldur eftir afstöðu hans til ákærunnar og eftir að Baldur lýsti yfir sakleysi sínu spurði Guðjón hvort hann vildi svara frekar, lið fyrir lið, þeim ásökunum sem birtast í ákærunni. „Ég ætla ekki að fara að tjá mig að öðru leyti,“ svaraði Baldur. Verjandinn Karl Axelsson ósk- aði eftir átta vikna fresti til að skila greinargerð um málið. Dóm- ari taldi það allt of langan tíma og sæst var á sex vikna frest. Málið verður því næst tekið fyrir 10. desember. Þá verður greinargerð verjanda lögð fram og vitnalistar samþykktir. Guðjón sagðist eiga eftir að taka afstöðu til þess hvort dómurinn yrði fjölskipaður eða hvort sér- fræðingar yrðu fengnir til að setj- ast í dóminn. Aðeins einu sinni áður hefur verið dæmt í máli vegna innherjasvika. Þá var ákærði sýkn- aður. stigur@frettabladid.is Ég lýsi mig saklausan Ákæra á hendur Baldri Guðlaugssyni fyrir innherjasvik var þingfest í gær. Hann mætti í fyrsta sinn fyrir dóminn og kvaðst saklaus en vildi ekki tjá sig frekar. Þrátt fyrir að Baldur hafi ekki mætt fyrir dóminn í eigin máli fyrr en í gær er hann síður en svo óvanur því að sitja í réttarsal. Baldur er lögfræðingur að mennt og starfaði sjálfstætt sem slíkur í 22 ár. Á þeim tíma rak hann fjölda mála fyrir dómi. Áður starfaði hann fyrir Vinnuveitenda- sambandið. Hann var ráðinn ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu árið 2000. Vanur réttarsölum SEGIR EKKI MEIR Baldur vildi ekki tjá sig meira um sakarefnin en svo að lýsa sig saklausan. Hann er sakaður um hafa nýtt sér innherjaupplýsingar til að forða rúmum 192 milljónum, bundnum í hlutabréfum, frá því að brenna upp í hruninu. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA Sanngirnisbætur Innköllun (Síðari birting) Í samræmi við ákvæði laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 og tóku gildi hinn 28. maí 2010, hefur sýslumann-inum á Siglufirði verið falið að gefa út innköllun, fara yfir kröfur og gera þeim sem eiga rétt á bótum skrifleg sáttaboð. Skal sýslumaður eftir því sem kostur er fjalla samtímis um allar kröfur er lúta að sama heimilinu. Á grundvelli þessa er nú kallað eftir kröfum frá þeim sem dvöldu á: Vistheimilinu Breiðavík Hér með er skorað á alla þá sem dvöldu á vistheimilinu Breiðavík einhvern tíma á árabilinu 1952-1979 og urðu þar fyrir illri meðferð eða ofbeldi sem olli varanlegum skaða, að lýsa kröfu um skaðabætur fyrir undirritaðri fyrir 27. janúar 2011. Kröfu má lýsa á eyðublaði sem er að finna á vefnum www.sanngirnisbætur.is og hjá tengiliði vegna vistheimila. Allar kröfur skulu sendar sýslumanninum á Siglufirði, Gránugötu 4-6, 580 Siglufirði. Verði kröfu ekki lýst fyrir 27. janúar 2011 fellur hún niður. Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna vist- heimila við framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er að kostnaðarlausu. Skrifstofa tengiliðar er að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Sími tengiliðar er 545 9045. Siglufirði 22. október 2010 Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður VIÐSKIPTI Athafnamaðurinn Róbert Wessman hefur höfðað mál gegn Novator, fyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, og krefst 4,6 millj- arða króna. Róbert var forstjóri Actavis, áður Delta, frá árinu 1999 til árs- ins 2008. Róbert og Björgólfur Thor hafa deilt um ástæður þess að Róbert hætti en Björgólfur Thor hefur sagt að áætlanir hafi ekki staðist og því hafi Róbert verið vikið úr starfi. Róbert hefur haldið því fram að hann hafi sjálfur vilj- að hætta. Róbert hefur nú höfðað mál gegn Novator Pharma Holding og Novat- or Pharma í Lúxemborg, dótturfé- lögum Novator, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors, vegna vangreiddr- ar árangurstengdrar þóknunar, samkvæmt stefnu sem fréttastofa Stöðvar 2 hefur undir höndum. Ragnhildur Sverrisdóttir, tals- maður Björgólfs Thors, segir að engar forsendur hafi verið til að greiða árangurstengdar greiðslur til Róberts þar sem þær byggðust á árangri sem ekki náðist. Hún segir hins vegar að Róbert sé skuldugur bæði Actavis og Björgólfi Thor. - ÞÞ Róbert Wessman höfðar mál gegn Novator og krefst 4,6 milljarða króna: Wessman í mál við Björgólf NÁNIR SAMSTARFSMENN Deilur Róberts og Björgólfs Thors hafa staðið lengi en eru með stefnu Róberts komnar á nýtt og alvarlegra stig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Karlmennirnir fjór- ir, sem handteknir voru í fyrra- dag vegna rannsóknar lögreglu á framleiðslu fíkniefna, eru grun- aðir um að hafa bæði framleitt amfetamín og marijúana. Einn mannanna hefur áður komið við sögu hjá lögreglu hér vegna fíkniefnamáls. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 4. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu. Þeir eru allir litháísk- ir ríkisborgarar á þrítugs- og fer- tugsaldri. Þeir voru handteknir í Reykjavík og Grímsnesi í fyrra- dag. Rannsókn lögreglu snýr að ætlaðri framleiðslu fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu. Við hús- leitir var lagt hald á amfetamín og kókaín og mun magn hvorr- ar tegundar hafa verið undir kílói. Þá fundust um tvö kíló af marijúana, sem grunur leikur á að mennirnir hafi framleitt. Loks fann lögregla um sex millj- ónir króna í reiðufé sem er álit- ið að sé afrakstur fíkniefnasölu. Lögregla tók einnig í sína vörslu ýmis önnur verðmæti sem grunur leikur á að séu, minnsta kosti að hluta, þýfi, svo og tæki sem talin eru tengjast framleiðslu á amfet- amíni og marijúana. - jss Einn fjögurra í gæsluvarðhaldi hefur komið við sögu vegna fíkniefnamáls. Grunaðir um framleiðslu á marijúana og amfetamíni MARIJÚANA Mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt maríjúana. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU VIÐSKIPTI Sala á stórum hlut í tryggingafélaginu Sjóvá er á lokastigi. Samið var um verð og framkvæmd á afhendingu hluta- bréfa í sumar og er aðeins eftir að undirrita kaupsamning. Kaupend- ur funduðu með eigendum Sjóvár í Seðlabankanum í gær. Fundað verður aftur í næstu viku. „Viðræður hafa gengið vel,“ segir Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir sem fer fyrir hópi fjár- festa í kaupunum. Á meðal þeirra eru Ársæll Valfells, lífeyrissjóðir, og Arion banki. Heiðar vildi ekki tjá sig um verðið sem samið hafi verið um né ástæðu þess að málið hafi dregist. - jab Salan á Sjóvá á lokastigi: Búið að semja um verðið JAPAN, AP Japanski bílaframleið- andinn Toyota hefur ákveðið að innkalla 1,53 milljónir bifreiða vegna galla. 740 þúsund þessara bifreiða eru í Japan, 599 þúsund í Bandaríkjunum, en hinar í Evr- ópuríkjum og víðar um heim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Toyota hefur þurft að innkalla seldar bifreiðar vegna galla, en undanfarið ár hefur fyrirtækið kallað inn meira en tíu milljónir bifreiða. Gallarnir núna tengjast bremsu- vökva og eldsneytisdælu. - gb Toyota viðurkennir fleiri galla: Innkallar meira en milljón bíla KJÖRKASSINN Ertu hlynnt(ur) einkarekinni heilbrigðisþjónustu? JÁ 35,4% NEI 64,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Viltu að tekin verði upp kennsla í heimspeki í grunnskóla? Segðu skoðun þína á visir.is HAÍTÍ Mikill fjöldi fólks hefur lát- ist vegna kóleru á Haítí undan- farna daga. Yfir 1500 manns hafa sýkst. Heilbrigðisstarfsmenn og forseti landsins hafa stað- fest kólerufaraldur norðan við höfuð borgina Port-au-Prince. Forsetinn René Préval segir að ríkisstjórn hans vinni að því að útbreiðsla sjúkdómsins verði heft. Óttast hefur verið að farald- ur af þessu tagi brytist út allt frá því jarðskjálfti reið þar yfir í jan- úar. Þetta er í fyrsta sinn í heila öld sem kólerufaraldur brýst út í landi í eða við karabíska hafið. - þeb Fjöldi fólks hefur látist: Kólerufaraldur brýst út á Haítí
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.