Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 64
 23. OKTÓBER 2010 LAUGARDAGUR6 ● kvennadagurinn Ríkisstjórn Íslands Gyða Margrét Pétursdóttir ... 24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna? Hér á landi er hann einn af þremur baráttudögum kvenna. Hinir tveir eru 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna, og 19. júní, sem kallaður er kvenréttindadagurinn. Á þessu ári átti baráttudagurinn 8. mars 100 ára afmæli og í sumar voru 95 ár liðin síðan Danakonung- ur undirritaði lög sem veittu konum fjöru- tíu ára og eldri kosningarétt til Alþingis en það gerðist einmitt 19. júní 1915. ... Hinn 24. október 1975 lögðu tugþúsundir íslenskra kvenna niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna? Samfélagið lam- aðist. Konur í Reykjavík söfnuðust saman á Lækjartorgi til að syngja, hlusta á ræður og hvetja hver aðra til dáða. Þetta reyndist fjölmennasti útifundur sem haldinn hafði verið á Íslandi til þess tíma. Á sama tíma funduðu konur um allt land. Ort var sér- stakt baráttukvæði fyrir fyrsta kvenna- frídaginn. Valborg Bentsdóttir orti kvæði sem hófst á þessum orðum: Hvers vegna kvennafrí? Konurnar fagna því. ... Á sínum tíma var deilt um hvort kalla ætti aðgerð kvenna árið 1975 kvennafrí eða kvennaverkfall? Sumar konur óttuðust lögsókn vegna ólöglegs verkfalls og aðrar treystu sér ekki í verkfall upp á eigin spýt- ur. Niðurstaðan varð að nota orðið kvennafrí. Í hugum margra var þetta ekkert annað en verkfall. ... Kvennafrídagurinn var endurtekinn árið 1985 við lok kvennaáratugar Samein- uðu þjóðanna og svo aftur árið 2005? Þá var mikið afmæl- isár eins og nú. ... Árið 1975 voru sextíu prósent kvenna á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði? Árið 2009 voru 85 prósent kvenna á þessum aldri á vinnumarkaði. ... Árið 1975 voru konur fimm prósent alþingismanna, karlar 95 prósent? Nú eru konur 43 prósent, karl- ar 57 prósent. Árið 1975 voru konur fjögur prósent sveitarstjórnarmanna, karlar 96 prósent. Árið 2010 eru konur fjörutíu prósent sveitarstjórnarmanna, karlar sextíu prósent. ... Árið 1975 var engin kona ráðuneytisstjóri? Nú eru konur fimmtíu prósent ráðuneytisstjóra. Árið 1975 var engin kona dómari í Hæstarétti, nú er þar aðeins ein kona og átta karlar. ... Árið 2009 voru einungis karlar í stjórnum 71 prósents allra fyrirtækja á Íslandi? Á sama tíma voru einungis konur í stjórnum fjórtán prósenta fyrirtækja. Í fimmt- án prósentum fyrirtækja voru blandaðar stjórnir. Niðurstöður rann- sókna benda til þess að fyrirtæki þar sem kynin vinna saman gangi betur en önnur fyrirtæki. ... Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði stóra rannsókn árið 2008 á kynbundnum launamun? Hún leiddi í ljós að munurinn var 16,9 prósent á öllu landinu. Þegar landsbyggðin var skoðuð sérstaklega kom í ljós að kynbundinn launamunur þar var 38 prósent. Könnun Samtaka atvinnu- lífsins og Alþýðusambands Íslands sýndi um sjö prósenta kynbundinn launamun. Í henni var stuðst við fleiri breytur, hún var að mestu bund- in við höfuðborgarsvæðið og náði til mjög fjölmenns hóps launafólks. ... Loksins er verið að inn- leiða kynjaða hagstjórn á Íslandi? Það er aðferð sem margar þjóðir hafa beitt um árabil til að koma í veg fyrir kynjamisrétti. Hún felur í sér að spurt sé í hvað pen- ingar ríkisins fari, hverjir fái hvað, hvenær og hvern- ig. Aðgerðir sem gripið er til, til dæmis niðurskurður, getur bitnað mjög misjafnlega á kynjunum. Kynjuð hagstjórn felur í sér aðgerðir til að leiðrétta þann mun. ... Konur eru tæp sextíu prósent ellilífeyrisþega á Íslandi, karlar rúm fjörutíu prósent? Konur eru tæp 72 prósent þeirra sem fá heimilisupp- bót en hún er ætluð þeim sem hafa mjög lágar tekjur. Konur súpa seyðið af lágum launum í ellinni. Konur eru rúmlega 61 pró- sent öryrkja, karlar 39 pró- sent. Konur eru tæp 62 pró- sent þeirra öryrkja sem fá heimilisuppbót. Konur eru 72 prósent þeirra sem fá barnalífeyri vegna örorku foreldris og konur eru 87 prósent þeirra sem fá umönn- unarbætur vegna langveikra barna. Veistu að... Eftirtaldir aðilar styrktu kvennafrídaginn: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi standa þessa dagana fyrir þriggja daga alþjóð- legri ráðstefnu í Gerðubergi. „Þarna eru samankomin samtök frá Portúgal en einnig fyrrverandi Júgóslavíu sem eru sér- fræðingar í starfi með fórnarlömbum stríðsins, fulltrúar Rómasamtaka en mál þeirra eru mikið í brennidepli núna og ekki síst samtök frá Norður- löndum,“ segir Sabine Leskopf, formaður Sam- taka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Um- ræðan snýst um mál sem brennur nú á allri Evr- ópu um framtíð fjölmenningarsamfélagsins, um samhengi milli umburðarlyndis gagnvart öðrum menningarheimum, kven- og mannréttindi,“ segir Sabine. Ráðstefnan hófst á fimmtudag og var fram- haldið í gær og í dag. Alþjóðleg ráðstefna í Gerðubergi Samtök kvenna af erlendum uppruna standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Gerðubergi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skotturnar eru samstarfsvett- vangur kvenna í jafnréttis- baráttu en sameinaðir kraftar skila meiri árangri. „Það er alveg sama við hvaða konu þú talar, þú færð hana aldrei til að samþykkja annað en að hún vilji fullt jafnrétti. Svo er bara spurn- ing hvernig við skilgreinum jafn- rétti og leiðirnar að því,“ segir Helga Guðrún Jónasdóttir, vara- formaður Kvenréttindafélags Ís- lands og ein stofnenda samtakanna Skotturnar. Tilganginn með stofn- un Skottanna segir Helga jafn- framt vera að sameina konur úr ólíkum áttum til að vinna að jafn- rétti kynjanna. Sameinaðir kraftar skili meiri árangri. „Konur eru að vinna á mjög ólíkum forsendum saman í pólitík, frjálsum félagasamtökum o.s.frv. Þessar ólíku forsendur hafa hins vegar búið til vissa hólfaskipt- ingu á vettvangi kvennabarátt- unnar, sem getur ýtt undir tog- streitu milli hópa og það teljum við vera eina af ástæðum þess hve hægt gengur í baráttunni og jafn- vel meginskýringuna. Grundvall- arhugmyndafræði Skottanna er að barist sé fyrir jafnrétti kynjanna, þvert á hópa og stjórnmálaflokka,“ segir Helga Guðrún, sem vann að stofnun samtakanna ásamt Guð- rúnu Jónsdóttur, talskonu Stíga- móta, og fjölda annarra kvenna. Kvennafrídagurinn í ár er til- einkaður baráttunni gegn kyn- bundnu ofbeldi. Helga segir Skott- urnar byggja á þeirri sameiginlegu sýn að kynbundið ofbeldi og launa- misrétti sé í raun sín birtingar- myndin hvor af því kynjamisrétti sem því miður viðgangist. „Í okkar huga felur það ekkert síður í sér ofbeldi að borga mann- eskju kerfisbundið lægri laun, eingöngu vegna kynferðis henn- ar. Kvennafrídagurinn er dagur launamisréttis, en með því að tileinka hann að þessu sinni bar- áttunni gegn kynbundnu ofbeldi viljum við undirstrika hvað þessir málaflokkar standa í raun óhugn- anlega nálægt hvor öðrum. Þeir spretta af sömu rót.“ Helga Guðrún bendir á að erf- itt sé að fá hljómgrunn fyrir þessa málaflokka í þeim svipting- um sem íslenskt þjóðfélag gangi nú í gegnum. Því sé nauðsynlegt nú sem aldrei fyrr að konur sam- einist í baráttunni. Eins þurfi að standa vörð um það sem þegar hafi áunnist. „Þrátt fyrir að barist hafi verið fyrir jafnrétti á Íslandi áratugum saman miðar okkur allt of hægt áfram og lítið virðist þurfa til þess sá árangur glatist sem þó hefur náðst. Nú er til að mynda verið að rífa niður það sem tók áratugi að byggja upp varðandi neyðarmót- töku nauðgana, sem sýnir okkur glöggt hvernig forgangsröðunin er þegar á reynir og hvar gildis- matið liggur þegar kemur að kyn- bundnu ofbeldi. Við þurfum því augljóslega að endurskoða hvern- ig við höfum verið að nálgast jafn- réttisbaráttuna. Árangur og að- ferðir haldast náið í hendur. Það er svo margt sem getur sameinað konur í sókn þeirra til raunveru- legs jafnréttis. Í stað þess að mæta sundraðar til leiks þurfum við að taka höndum saman og ná varan- legum árangri í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum rétti karla og kvenna.“ Skotturnar sameina krafta Helga Guðrún Jónasdóttir, varaformaður Kvenréttindasamtaka Íslands, segir Skott- urnar sameina konur þvert á pólitískar skoðanir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.