Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 96
60 23. október 2010 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Valsmenn þekkja ekki margar langar taphrinur í hand- boltanum enda eru þeir eitt allra sigursælasta félag í sögu íslenska handboltans. Það kemur því kannski ekki á óvart að Valsliðið hafi aldrei byrjað Íslandsmót jafn illa og nú, en liðið situr á botni N1- deildar karla og er eina stigalausa liðið eftir fjórar umferðir. Valsmenn töpuðu með 17 marka mun fyrir nágrönnum sínum út Safamýri í fyrrakvöld. Það er ekki nóg með að þetta hafi verið stærsta tap liðsins á Íslandsmóti heldur var þetta fjórða tap Vals í fjórum fyrstu leikjunum og það hefur aldrei gerst síðan handbolta- menn fóru að leika í löglegum sal árið 1966. Valsmenn töpuðu þremur fyrstu leikjum sínum síðast fyrir þrem- ur árum en tókst þá að gera jafn- tefli á móti HK í Digranesi í fjórðu umferðinni. Valsmenn unnu síðan næstu þrjá leiki og enduðu að lokum í 3. sæti í deildinni. Valsliðið hafði tvisvar byrjað jafn illa fyrir þessa slæmu byrj- un fyrir þremur árum en liðið tap- aði einnig þremur fyrstu leikjum sínum 1968-69 og 1974-75. Valsliðið endaði taphrinu sína 1968 með 17- 12 sigri á KR í fjórða leik sínum, tapaði síðan aðeins 2 af síðustu 7 leikjum sínum og endaði í 4. sæti. Sex árum síðar töpuðust einn- ig þrír fyrstu leikirnir þrátt fyrir að Valsliðinu hafi verið spáð mjög góðu gengi fyrir tímabilið. Vals- menn enduðu taphrinu sína með 17-15 sigri á Gróttu, unnu alls níu leiki í röð og enduðu að lokum í 2. sæti á eftir Vík- ingum, sem unnu þá sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Á þessari upptalningu má sjá að Valsliðinu hefur tekist að hrista af sér þessar þrjár verstu mar- traðarbyrj- anir fram að þessari sem liðið glím- ir við í dag. Það er samt mikill munur á einu, Valsmenn töpuðu þessum níu leikjum 1968, 1974 og 2007 með samtals 25 mörkum en hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í ár með samtals 28 marka mun. Júlíus Jónasson tók við Valslið- inu fyrir tímabilið en það bjóst enginn við því að þessi goðsögn af Hlíðarenda stæði í þessum sporum eftir fjóra leiki. Það er ekki beint í karakter eins besta varnamanns íslensks hand- bolta en varnarleikur Valsmanna í byrjun þessa tímabils hefur verið hörmulegur. Liðið er búið að fá á sig yfir 30 mörk í hverjum leik, fékk á sig 20 mörk í báðum hálf- leikjum á móti Fram og hefur feng- ið á sig yfir tíu fleiri mörk að með- altali í leik en á síðasta tímabili. Það er ekki eins og Valsmenn séu búnir að klára erfiðustu leik- ina því fram undan eru leik- ir á móti topp- liðum Akur- eyrar og FH sem hafa hvor- ugt tapað leik. ooj@frettabladid.is Versta byrjun Valsmanna Valsmenn eru í fyrsta sinn stigalausir eftir fyrstu fjóra leiki sína á Íslandsmóti og í sárum eftir stærsta tap sitt frá upphafi á móti Fram í fyrrakvöld. Flestir tapleikir Vals í röð í upphafi tímabils 4 töp 2010-11 Valur-Haukar 26-30 tap Selfoss-Valur 32-30 tap Valur-HK 28-33 tap Fram-Valur 40-23 tap (Næsti leikur við Akureyri) 3 töp 1968-69 Valur-ÍR 23-28 tap Haukar-Valur 19-17 tap FH-Valur 18-16 tap (Valur-KR 17-12 sigur) 3 töp 1974-75 Valur-Víkingur 17-19 tap Haukar-Valur 20-18 tap Fram-Valur 14-11 tap (Valur-Grótta 17-15 sigur) 3 töp 2007-08 Valur-Haukar 20-23 tap Stjarnan-Valur 27-22 tap Valur-Afturelding 21-22 tap (HK-Valur 24-24 jafntefli) ÍSLAND–LETTLAND Undankeppni EM 2012 Laugardalshöll Miðv. 27.október Klukkan 19.40 Miðasala á A-landslið karla hefur leik í undankeppni EM 2012 og fyrstu andstæðingarnir eru Lettar. Strákarnir okkar hafa staðið sig frábærlega á síðustu stórmótum og þurfa á þínum stuðningi að halda til að tryggja sér sæti á EM í Serbíu. Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana okkar! Áfram Ísland! M ed ia G ro u p eh f | A u g lý si n g ar | H S Í 2 0 1 0 Akureyri – Haukar 25-19 (12-10) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (11), Oddur Grétarsson 6/1 (11/2), Heimir Örn Árnason 5 (8), Geir Guðmundsson 4 (10), Halldór Logi Árnason 2 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/1 (41/4, 54%), Stefán U. Guðnason 0 (1/1, 0%). Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 5/3 (11/4), Freyr Brynjarsson 3 (6), Björgvin Hólmgeirsson 3 (9), Heimir Óli Heimisson 2 (2), Gísli Jón Þórisson 2 (8), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (9), Einar Örn Jónsson 1 (1), Tjörvi Þorgeirsson 1 (5). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundss. 10 (23/1, 43%), Aron R. Eðvarðss. 10 (22/1, 46%). HANDBOLTI Frábær vörn og mögnuð markvarsla Sveinbjarnar Péturs- sonar lagði grunninn að öruggum sex marka sigri Akureyrar á Hauk- um, 25-19, í N1-deild karla í gær. Þetta er fyrsti sigur Akureyrar á Haukum á heimavelli síðan félagið var stofnað árið 2006. Halldór Ingólfsson sagði að það ætti að vera veisla þegar Björg- vin Hólmgeirsson væri tekinn úr umferð, búið væri að æfa það vel. Björgvin var í strangri gæslu Odds allan leikinn og aðrir leik- menn Hauka virðast hafa gleymt öllu af æfingasvæðinu en sóknar- leikur liðsins var afleitur. Liðið tapaði mörgum boltum og skot þess voru afleit. Mörg fóru langt fram hjá eða yfir markið en Sveinbjörn var frábær þess utan. Hann varði yfir helm- ing skotanna, 54%. „Það á enginn að vinna okkur þegar við spilum þessa vörn og með Bubba í stuði í markinu,“ sagði kampakátur Atli Hilmarsson sem var stoltur af sínum mönnum. „Við höfum spilað þrjá leiki á einni viku og unnið þá alla svo ég er stoltur. Björgvin er þeirra lang- besti maður sóknarlega og við veðj- uðum á réttan hest þar. Vörnin var frábær og Bubbi sá um rest. Hefð- um við nýtt færin okkar betur hefð- um við unnið með meiri mun,“sagði Atli. „Helvítis morgunæfingarnar í allt sumar klukkan 6 hjá Dino (Dean Martin, innsk.) eru að skila sér,“ sagði Heimir Örn brosandi en hann stýrði sókn Akureyrar vel. „Ég fann það eftir fimm mínútur að við myndum vinna. Haukar voru aldrei líklegir til að komast í gegn. Sóknin okkar var léleg í seinni en vörnin þeirra var góð. Karakterinn og andinn sem við erum að sýna er glæsilegur,“ sagði Heim- ir en Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson var ekki jafn sáttur. „Þeir spiluðu mjög góða vörn og komu okkur á óvart með að spila 3-2- 1. Við eigum að vera klárir í það þegar Bjöggi er tekinn úr umferð en við lent- um í stökustu vand- ræðum og það er ekki hægt að bjóða upp á 19 mörk skor- uð. Við völdum vit- laust í sókninni en við eigum helling inni. Við erum ekki enn komnir í gang,“ sagði Freyr. - hþh Akureyri vann fyrsta heimasigurinn á Haukum í sögunni: Haukar aldrei líklegir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.