Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 30

Fréttablaðið - 23.10.2010, Side 30
30 23. október 2010 LAUGARDAGUR Rokkhundar og námshestar Skemmtanabransinn er hverfull og næsta víst að það sem heitt er í dag verði kalt á morgun. Kjartan Guðmundsson valdi af handahófi nokkra tónlistarmenn og leikara sem höfðu haft vaðið fyrir neðan sig og lokið námi í einhverju allt öðru. Ekki er á allra vitorði að hinn ástsæli tónlistarmaður, skemmtikraftur og fjölmiðlamaður Þorgeir Ástvaldsson er útlærður landfræðingur. Sú staðreynd ætti þó ekki að koma svo mjög á óvart þegar haft er í huga að lengri og skemmri ferðalög hafa verið Togga í Tempó, eins og hann er gjarnan kallaður, hugleikin í verkum sínum í gegnum tíðina, til dæmis í smellum á borð við Ég fer í fríið og Á puttanum. Leikkonunni Brynhildi Guð- jónsdóttur er fleira til lista lagt en leiklistin, enda lauk hún frönskunámi í Háskóla Íslands. Námið hefur vísast komið henni til góða þegar hún fór með hlutverk frönsku stór- söngkonunnar Edith Piaf í uppfærslu Þjóðleikhússins fyrir nokkrum árum. Þá er hinn eitilharði rokkari Elís Pétursson, bassaleikari sveitarinnar Jeff Who?, menntaður sálfræðingur frá Háskóla Íslands. Fleiri: Valgeir Guðjónsson Stuðmað- ur, félagsráðgjafi frá Noregi. Einar Örn Benediktsson, fjöl- miðlafræðingur frá Englandi. Anna Svava Knútsdóttir leik- kona, bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands. Þorsteinn Gunnarsson leikari, arkitekt frá Kaupmannahöfn. Bergur Ebbi Bene- diktsson, fyrrver- andi gítarleikari í Sprengihöllinni, lög- fræðingur frá Háskóla Íslands. ■ Á PUTTANUM UM HEIMINN Í HUGANUM Ó líklegt er að nokkur grínistaflokkur, hvorki fyrr né síðar, hafi verið skip- aður jafn sprenglærðum einstaklingum og hinn breski Monty Python. Stofnmeð- limurinn Graham Chapman, sem lést árið 1989, var útskrifaður læknir frá London School of Medicine and Dentistry og nam einnig við Cambridge-háskóla, en frá þeim háskóla útskrifuðust einnig félagar hans í gríninu, þeir John Cleese (sem lögfræðing- ur) og Eric Idle (sem bókmenntafræðing- ur). Sagnfræðingurinn Michael Palin og bókmenntafræðingurinn Terry Jones sóttu hins vegar báðir nám sitt til erkifjend- anna í Oxford-háskóla. Ekki þarf að horfa lengi á gamanþætti og kvikmyndir Monty Python til að sjá alls kyns vísanir í mennt- un þeirra félaga. Það er ekki að ástæðulausu sem tónlist hinnar gríðarvin- sælu hljómsveitar Coldplay er stundum nefnd gáfu- mannapopp, en meðlimir hennar kynntust þegar þeir hófu allir nám í University College í London árið 1996. Þrátt fyrir að mest- ur tími þeirra næstu þrjú árin færi í að æfa og semja með sveitinni náðu þrír þeirra að útskrifast, söngvarinn Chris Mart- in, sem útskrifaðist með láði úr fornfræði og latínu, gítarleikarinn Jonny Buckland úr stjörnufræði og stærðfræði og trommarinn Will Champion úr mannfræði. Fjórði með- limurinn, bassafanturinn Guy Berryman, valdi rokkið fram yfir menntunina. Þá er ótalin gáfumannasveitin Hinir ást- sælu Spaðar, sem hefur í gegnum tíðina verið skipuð fjölmörgum langskólagengn- um mönnum, til að mynda stjórnmála-, bókmennta- og náttúrufræðingum svo fátt eitt sé nefnt. Aðrar sveitir sem haft hafa gnótt af menntamönnum innanborðs: Dikta Queen Genesis Vampire Weekend Mosi frændi ■ HEFND BUSANNA Sænski harðhausinn Dolph Lundgren, sem gert hefur garðinn frægan í myndum á borð við Rocky IV, Bond- myndinni A View to a Kill, Universal Soldier og nú síð- ast The Expendables, þótti snemma efnilegur námsmað- ur. Hann fetaði í fótspor föður síns og útskrifaðist með mastersgráðu í efnaverkfræði frá háskólanum í Sidney í Ástralíu árið 1982. Ári síðar var Dolph veittur skólastyrkur til að nema við hinn virta MIT- háskóla í Boston, en þar greip leiklist- arbakterían hann heljartökum og því fór sem fór. Friends-leikkonan Lisa Kudrow leit- aði einnig innblásturs til líffræðings- ins föður síns þegar hún ákvað að skrá sig til náms í Vassar-háskólanum í New York-fylki, þar sem hún sérhæfði sig í rann- sóknum á höfuðverkjum og lauk BS-námi. Hún starfaði einnig á rannsóknarstofu föður síns í átta ár meðan hún reyndi að brjóta sér leið inn í skemmtanaiðnaðinn. Leikkonan Ashley Judd lærði frönsku í háskólanum í Kentucky og í Frakklandi, en tók sér þó sautj- án ára hlé frá námi frá árinu 1990 og þar til hún útskrif- aðist vorið 2007. Hún stundar nú mastersnám í opinberri stjórnsýslu við Harvard Kennedy-háskólann. Fleiri lærðir leikarar: Tommy Lee Jones, BA í ensku frá Harvard. Mira Sorvino, BA í kínversku frá Harvard. Will Ferrell, íþróttafræðingur frá háskólan- um í Suður-Kaliforníu. Natalie Portman, BA í sálfræði frá Har- vard. ■ EFNAVERKFRÆÐINGURINN IVAN DRAGO Tony Morello, gítarleikari rokksveit-arinnar Rage Against the Machine, varð fyrsti maðurinn frá Liberty Ville, úthverfi Chicago þar sem hann ólst upp, sem komst inn í Harvard-háskólann mikilsvirta, og þaðan útskrifað- ist hann með BA- gráðu í stjórnmála- fræði árið 1986. Eftir námið flutti hann til Hollywood og vann meðal annars fyrir sér sem fatafella áður en Rage Against the Machine sló í gegn með sínu róttæka og pólitíska rokki nokkrum árum síðar. Hin kúbanska Gloria Estefan, söng- kona hljómsveitar- innar Miami Sound Machine sem gerði allt vitlaust á níunda ára- tugnum með lögum eins og Dr. Beat og Rhythm Is Gonna Get You, útskrifaðist með BA-gráðu í sálfræði og frönsku sem aukagrein frá Miami-háskóla árið 1979. Þar sem hún tal- aði allt í senn ensku, spænsku og frönsku reiprennandi sóttist leyniþjónustan CIA eftir starfskröftum hennar, en poppið varð ofan á. Einkar viðeig- andi er að Art Garfunkel, annar hluti dúettsins Simon & Garfunkel, hafi útskrifast með BA-gráðu í Art history, lista- sögu, frá Columbia-háskóla og síðar lauk Art mastersnámi í stærðfræði frá sama skóla. Art hóf einn- ig doktorsnám í sama fagi en tónlistin og Paul Simon kölluðu. Fleiri lærðir tónlistarmenn: Lionel Richie, hag- fræðingur frá Tuskegee. Garth Brooks, blaða- maður frá Oklahoma State University. Sting, kennari frá Northern Counties College of Education. Rivers Cuomo úr Weezer, BA í ensku frá Harvard. Dr. Alban, tannlækn- ir frá Karoline-lækna- skólanum í Stokkhólmi. ■ ART LEGGUR FYRIR SIG ART
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.