Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 66
23. OKTÓBER 2010 LAUGARDAGUR8 ● kvennafrídagurinn
● 2005 Hinn 24. október
2005 lögðu íslenskar konur
niður vinnu klukkan 14.08 en
það var áætlaður sá tími er þær
væru búnar að vinna fyrir laun-
um sínum miðað við launamun
kvenna og karla. Frá Skólavörðu-
holti var lagt af stað í kröfu-
göngu á Ingólfstorg klukkan 15
undir slagorðinu Konur höfum
hátt. Svo mikil var mannþröngin
orðin á holtinu og Skólavörðu-
stíg, í Bankastræti og Austur-
stræti að gangan varð að brjóta
sér leið niður á Ingólfstorg. Þar
hófst fundur klukkan 16. Talið
er að allt að 50.000 manns hafi
verið í miðbænum meðan á
fundinum stóð, að mestu konur.
Það er þriðjungur allra kvenna
á landinu. Þetta er stærsti fund-
ur Íslandssögunnar. Fundir voru
líka haldnir víða um land og
heppnuðust þeir vel.
Fjölmiðlar sýndu kvennafrídeg-
inum mikla athygli. Dagblöð
voru full af fréttum, sjónvarpið
var með b eina útsendingu nær
allan fundartímann og erlendir
fjölmiðlar fjölluðu um málið.
Til fundarins var boðað til að
minnast þrjátíu ára afmæl-
is Kvennafrídagsins 24. októb-
er 1975 en
eins til að
leggja áherslu
á óánægju
íslenskra
kvenna með
stöðu sína, eink-
um vegna lægri launa en
karlar fengu.
● FRÁBÆRT AÐ FÁ
HRÓS HJÁ VIGDÍSI Nú
stendur yfir átakið Öðlingur-
inn 2010 til styrktar Skottunum
Stofnandi Öðlingsins er Þórdís
Elva Þorvaldsdóttir, höfundur
bókarinnar Á mannamáli. Ýmsir
þjóðþekktir karlmenn lögðu
átakinu lið þegar það hófst í árs-
byrjun, svo sem Karl Sigurðsson
og Sveppi. Síðan í febrúar hefur
ágóði bókarinnar undir for-
merkjum átaksins runnið óskipt-
ur í sjóð Skottanna, sem bæta
munu úrræði gegn kynferðis-
ofbeldi. Vigdís Finnbogadóttir,
verndari Skottanna, lét hafa eftir
sér að Á mannamáli væri „afar
merk bók sem allt þenkjandi
fólk ætti að lesa“. Um þetta segir
Þórdís Elva: „Það er frábært að
fá meðmæli frá Vigdísi Finn-
bogadóttur. “ Bókin fæst á www.
odlingurinn.is, á Ísafirði, í versl-
uninni
Hrími í
Hofi á
Akur-
eyri og í
miðbæ
Reykja-
víkur á
kvennafrí-
daginn.
Við hvetjum konur um allt land
til þátttöku í kvennafrídeginum
25. október – Áfram stelpur!
Konur ganga út af sínum vinnustað
klukkan 14.25 og taka stefnuna í
Miðgarð á mánudaginn 25. októb-
er þegar kvennafrídagurinn verð-
ur haldinn hátíðlegur.
Frá klukkan 15 munu kvenfélögin
selja kaffi og kleinur í Miðgarði.
Klukkan 16-17 verður 35 ára af-
mælis Kvennafrídagsins minnst í
tali og tónum: Ingunn Sigurðardótt-
ir formaður Landssambands soropt-
imista býður gesti velkomna, Krist-
ín Halla og strengjasveit leika,
Dalla Þórðardóttir ávarpar sam-
komuna, nýstofnaður kvennakór
tekur lagið, Sigríður Þorgrímsdótt-
ir flytur ávarp, Ásdís Guðmunds-
dóttir og Rögnvaldur Valbergsson
flytja brot úr Multi-Musica dag-
skránni og Sigríður Garðarsdóttir,
formaður Sambands skagfirskra
kvenna, slítur samkomunni.
SJÁUMST Í MIÐGARÐI!
Skotturnar
Skemmtileg dagskrá í Skagafirði
Vel verður tekið á móti konum sem mæta í Miðgarð á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM