Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 86
 23. október 2010 LAUGARDAGUR Bókmenntir ★★★ Leyndarmál annarra Þórdís Gísladóttir Útgefandi: Bjartur Íslendingabók Gagnagrunnurinn segir að eitt sinn hafi verið uppi karlmaður á Íslandi sem hét Ruth og að Elís hafi framan af verið karl- mannsnafn. Er það nokkuð órökrétt? Er þetta ljóð? Og ef svo er, hvað gerir þetta að ljóði? Verður prósi ljóð ef honum er skipt upp í mislang- ar línur? Er það gamaldags og úrelt að ætlast til þess að ljóð hafi hrynj- andi, myndmál, seið og galdur? Sennilega. Menn hafa reyndar rifist um það hvað geri ljóð að ljóði síðastliðin níu- tíu ár, eða svo, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Og á þess- um póst-póstmódernísku tímum er þeirri kenningu haldið fram – í fullri alvöru að því er virðist – að ef höf- undur safni saman textum í bók og kalli hana ljóðabók, þá sé innihald- ið ljóð. Gott og vel. En það skýtur svolítið skökku við að verðlaun sem kennd eru við Tómas Guðmundsson, einn mesta lýríker íslenskrar tungu, skuli veitt fyrir texta sem ekki vott- ar fyrir ljóðrænu í. Bók Þórdísar Gísladóttur, Leynd- armál annarra, sem verðlaunin hlaut í ár, er skemmtilega skrifuð, ekki vantar það. Kaldhæðnar og grát- broslegar stemningar úr Reykjavík- urlífi samtímans, sem oftar en ekki fá lesandann til að glotta meinlega, Tómas og dularfulla ljóðrænuhvarfið „Ég hlustaði á þessa plötu í tætl- ur þegar ég var lítil, því þetta var uppáhaldsplatan mín,“ segir Bryn- hildur Björnsdóttir, ein fimm söng- og leikkvenna sem munu flytja hljómplötuna Áfram stelpur í heild sinni í Slippsalnum NemaForum á sunnudag og mánudag. Tilefnið er 35 ára afmæli kvennafrísins. Hljómplatan Áfram stelpur kom út hinn 24. október árið 1975 í til- efni kvennafrídagsins, en á henni sungu íslenskar leik- og söngkon- ur á borð við Steinunni Jóhannes- dóttur og Kristínu Á. Ólafsdóttur baráttusöngva kvenna. Brynhildur segir plötuna og boðskap hennar hafa ratað inn á mörg heimili og söngvana hafa síast inn í nokkr- ar kynslóðir, enda sé margt í þeim sem höfði til barna. „Þegar ég fór að rifja plötuna upp eftir að ég varð fullorðin uppgötvaði ég aftur hvað þessi lög eru skemmtileg, en líka hvað frábærir textarnir eiga sorglega vel við enn þann dag í dag. Unga stelpan sem á sér þann draum æðstan að vera barnsmóð- ir einhvers, lögfræðingurinn sem missir af lestinni þegar hún verður ólétt, það er ansi margt sem hefur lítið sem ekkert breyst.“ Tónleikarnir fara fram á sunnu- dag klukkan 18 og 20.30 og mánu- dag klukkan 17.30 og 19.30 að Mýr- argötu 2. Hægt er að kaupa miða í forsölu á nemaforum.web.is. - kg Flytja Áfram stelpur í heild ÁFRAM STELPUR 2010 Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Esther Jökulsdóttir, Margrét Péturs- dóttir, Brynhildur Björnsdóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. MYND/HARI eða jafnvel skella upp úr. Og Reykja- víkurskáldið Tómas hefði eflaust kunnað að meta húmorinn, næmnina og samlíðanina með náunganum sem bera textann uppi. Sums staðar verður textinn þó full klisjukenndur, eins og í ljóðinu Glamúrskortur, sem lýkur á þessa leið: Stelpur mínar, verið ekki leiðar þótt þið sitjið aleinar heima í nýjum undirfötum með opna hvít- vínsflösku og snakk í skál á meðan maðurinn ykkar er einhvers staðar á djamminu! Takið því af skilningi og þolinmæði, að öðrum kosti endið þið sem ein- stæðar mæður, útgrátnar með aukakíló í pínulítilli íbúð eða heima hjá vinkonu ykkar sem er lúser. Og munið umfram allt að hamingjan er lífrænt ræktuð Og fæst í heilsubúðunum! Hér er náttúrlega deilt á útlits- upphafningu samtímans og þá kröfu sem haldið er að konum að þær eigi hið fullkomna heimili, mann og börn og rækti heilsuna umfram annað, en að mínu mati mistekst sú ádeila. Kafnar í klisjunum. Flestir textarnir gefa þó ferskari sýn á hversdagslíf í Reykjavík og draga fram bæði það grátbroslega og sérstaka í borgarlífinu. Þórdís hefur fullt vald á orð- unum, þar er hvorki of né van, og næmt auga fyrir umhverfinu. Text- inn Sumt gott í lífinu er ókeyp- is, sem lýsir gönguferð í gegnum miðbæinn að morgni dags, morar í skemmtilegum myndum og skondn- um mannlýsingum, sem lesandinn upplifir bæði sem kunnuglegar og framandi. Húmorinn er vopn í bar- áttunni við gráma hversdagsins, en um leið gefur hann þessum alkunnu aðstæðum nýja vídd. Þórdís hefur ekki sent frá sér bók áður, en hún hefur verið afkastamikill bloggari í mörg ár og þar hefur hún meðal annars lagt áherslu á skyndimyndir úr mann- lífinu. Vonandi lætur hún ekki hér staðar numið en heldur áfram að varpa nýju ljósi á borgarlífið með skrifum sínum. Svo við höldum okkur við Tómasarviðmiðunina þá er hér kannski uppsprottið hið nýja Reykjavíkurskáld. Bloggið er jú hið nýja ljóðform, ekki satt? Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Vel skrifaðar, skemmti- legar smámyndir úr borgarlífinu, en ljóðrænan er af skornum skammti. NÝ SENDING FRÁ YFIRHAFNIR BUXUR PEYSUR BOLIR Í ÚRVALI páskaferð í metropolitan-óperuna í new york 21. - 26. APRÍL 2011 Farið verður á eftirfarandi óperusýningar: Il Trovatore eftir Giuseppe Verdi Stjórnandi er James Levine og í aðalhlutverkum eru Sondra Radvanovsky, Dolora Zajick, Marcelo Álvarez, Dmitri Hvorostovsky og Stefan Kocán. Valkyrjan eftir Richard Wagner Stjórnandi er James Levine og í aðalhlutverkum eru Deborah Voigt, Eva Maria Westbroek, Stephanie Blythe, Jonas Kaufmann, Bryn Terfel og Hans-Peter König. Fararstjórar eru Tómas H. Heiðar, formaður Vinafélags Íslensku óperunnar, og Edda Jónasdóttir, starfsmaður Íslensku óperunnar og Vinafélagsins. Boðið verður upp á ýmsa aðra menningartengda viðburði í ferðinni. Skráning hefst mánudaginn 25. október. Edda Jónasdóttir veitir nánari upplýsingar og annast skráningu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á edda@opera.is. Upplýsingar um ferðina er einnig að finna á www.opera.is undir „Vinafélagið“. Vinafélag Íslensku óperunnar stendur fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.