Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 23.10.2010, Blaðsíða 65
kvennafrídagurinn ●LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2010 7 „Við ætlum að ganga út klukkan 14.25 og fjölmenna á Silfurtorg á Ísafirði. Þar ætlum við konur að kyrja áður en við göngum fylktu liði í Alþýðuhúsið,“ segir Matthild- ur Helgadóttir Jónudóttir um dag- skrá Skottanna á norðanverðum Vestfjörðum. Þar verður gleði og baráttudagskrá og meðal þeirra sem koma fram eru Harpa Odd- björnsdóttir frá Sólstöfum, Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármála- stjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, með erindið Sótti enginn karlmað- ur um?, og Alda Hrönn Jóhanns- dóttir, settur saksóknari, sem var stjórnandi rannsóknarinnar í hinu svokallaða mansalsmáli, og mun flytja erindi um mansal á Íslandi. „Við höfum hvatt allar konur til að sýna samstöðu og klæðast rauðum sokkum þennan dag hvort sem þær geta gengið út eða ekki, því auðvitað er það svo að sumar konur komast ekki frá vegna vinnu eða jafnvel veikinda. Konur á svæðinu hafa prjónað rauða sokka sem verða seldir til styrktar Sól- stöfum og ungur „Ekki“-hönnuður, Marta Sif Ólafsdóttir, hannaði sér- staka eyrnalokka í tilefni Kvenna- frídagsins. Karlar á Vestfjörðum og víðar ætla að sýna lit þennan dag og klæðast rauðu til að sýna stuðning við jafnréttisbaráttuna. Ég á von á því að vestfirskar konur fjölmenni á Silfurtorgið.“ - sg Karlar á Vestfjörðum sýna stuðning með rauðum klæðnaði. MYND/BALDUR PÁLL Rauðir sokkar verða seldir til styrktar Sólstöfum. MYND/BALDUR PÁLL HÓLMGEIRSSON Konur jafnt sem karlar verða í rauðum sokkum Á kvennafrídaginn ætla aust- firskar konur að safnast saman á einum stað, Egilsstöðum, en rútur munu ferja þær víðs vegar af Aust- fjörðum. Halla Eiríksdóttir er ein þeirra sem sjá um að skipuleggja dagskrána. „Á kynningarfundi sem Skott- urnar héldu á Egilsstöðum var ákveðið að standa fyrir dagskrá þar. Við sem mættum á fund- inn tókum að okkur verkefni sem tengjast deginum,“ segir Halla. „Leitað var til Alcoa, sem var til- búið að styrkja kvennafrídaginn með ferðum frá flestöllum stærri byggðarlögum á Austurlandi því ekki eiga allar bíla.“ Klukkan fjögur verður gengið frá Íþróttahúsinu í Tjarnargarð- inn, þar sem verður útifundur. Þær Auðbjörg H. Hrafnkelsdótt- ir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Guðrún Frímannsdóttir, Ingibjörg Þórðar- dóttir og Rannveig Þórhallsdótt- ir verða með ávörp. Vigdís Diljá Óskarsdóttir syngur ásamt fleiri konum. „Ég hvet allar konur á Austur- landi til að mæta. Þetta er ein- stakt tækifæri til að koma saman og sýna samstöðu í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi.“ Þær sem vilja nýta sér ferðir með rútu geta haft samband við Hrönn Jakobsdóttur í síma 470 7911.“ Hittast á einum stað Rútur halda frá stærstu byggðalögunum á Austurlandi á kvennafrísdaginn. Samtal þriggja kynslóða um hvernig kvennabaráttan hefur þróast síðustu 35 ár verður stór liður í dagskrá eyfirskra kvenna sem fram fer í menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri. „Við ætlum að ganga út úr vinn- unni klukkan 14.25 eins og allar konur á Íslandi og safnast saman við styttu Þórunnar hyrnu, land- námskonu Eyjafjarðar. Valgerður Bjarndóttir mun bregða sér í líki hennar og verða í broddi fylkingar er við göngum niður í nýja menn- ingarhúsið okkar, Hof.“ Þannig lýsir séra Sólveig Lára Guðmunds- dóttir upphafi dagskrár kvennafrí- dagsins á Akureyri. Þúsund konur komast fyrir í anddyri Hofs, Fljótinu svokall- aða, og séra Sólveig Lára vonast til að fullt verði út úr dyrum. Þar mun Þórunn hyrna ávarpa hópinn og segja frá stöðu kvenna gegn- um aldirnar. Helena Eyjólfsdóttir ætlar að taka lagið og síðan tekur samtal þriggja kynslóða við. „Ég er miðjukynslóðin, rúmlega fimmtug, og mun leiða samtalið,“ segir séra Sólveig Lára. „Sigríður Hafstað á Tjörn í Svarfaðardal, rúmlega átt- ræð, verður fulltrúi eldri kynslóð- arinnar og Gréta Ómarsdóttir, tví- tug, er fulltrúi ungu kynslóðarinn- ar. Þarna birtist okkar sýn á það hvernig kvennabaráttan hefur þró- ast frá því fyrsti kvennafrídagur- inn var haldinn. Sigríður hélt þá ræðu á fundi í Sjallanum, ég var ung menntaskólastúlka í Reykjavík og Gréta náttúrlega ekki fædd.“ Séra Sólveig Lára segir lagið Áfram stelpur að sjálfsögðu verða sungið og eyfirskar konur ætli sér að eiga skemmtilegan dag saman. „Þetta snýst ekki um að hafa ein- hverja stórmerkilega dagskrá held- ur að konur af öllum kynslóðum finni samstöðu á þessum degi,“ segir hún. Þótt kvennafrídagsins fyrir 35 árum verði minnst segir séra Sólveig Lára hann ekki mega verða aðalatriði frídagsins í ár. „Ég vona að konur á öllum aldri finni að þetta er baráttudagur,“ segir hún ákveðin og telur langt í land með að jafnrétti sé náð. „Karlaveldið tröllríður öllu enn í dag þrátt fyrir efnahagshrun,“ segir séra Sólveig Lára. „Konur verða að vakna til vitundar, taka höndum saman og skapa nýtt þjóðfélag.“ Ágóðinn af sölu kynjagler- augnanna fyrir norðan rennur til Aflsins en það eru samsvarandi samtök og Stígamót. Séra Sólveig Lára segir þar starfa kraftmikl- ar konur sem gaman hafi verið að kynnast í gegnum undirbúning þessa dags. - gun Verða að vakna til vitundar „Ég vona að konur á öllum aldri finni að þetta er baráttudagur,“ segir séra Sólveig Lára. MYND/DANÍEL STARRASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.