Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 6
6 29. október 2010 FÖSTUDAGUR Hárs tofan Hæðarsmár i 6 S ími : 544 4455 Íris Hlín, Íris Telma og Kolla hafa hafið störf á hárgreiðslustofunni Space í Kópavogi og vilja bjóða gamla sem og nýja viðskiptavini velkomna. Bjóðum 15% afslátt til 20. nóvember! Sími 544 4455 9.990 (fullt verð 11.990) Bíldshöfða - Sími 585 7220 - OPIÐ ALLA DAGA 36 g #3, #4, #5, 25 stk. 42 g #1, #3, #4, #5. Verð: 2.290 25 stk. STJÓRNMÁL Tillögur um niðurskurð hjá heilbrigðisstofnunum á lands- byggðinni verða endurskoðaðar. Að sögn Odd- nýjar G. Harðar- dóttur, formanns fjárlaganefnd- ar Alþingis, er hlustað á hávær- ar raddir um óraunhæfar til- lögur um niður- skurð í fjárlaga- frumvarpinu og reynt að finna leiðir til að milda áhrif efnahags- ástandsins á starfsemi heilbrigðis- kerfisins úti um land. „Það er þverpólitísk sátt um að endurskoða þetta og það verður gert,“ segir Oddný. Hins vegar sé ekki hægt að lofa því að enginn nið- urskurður verði. „Það er óábyrgt. Við höfum ákveðnar tekjur og verð- um að aðlaga gjöldin að þeim. Ef við gerum það ekki erum við í tjóni til framtíðar.“ Oddný vill ekki segja til um hve háar fjárhæðir um er að tefla né hvaðan peningarnir sem draga eiga úr niðurskurðinum eiga að koma. Hún vill heldur ekki upplýsa um hve margar stofnanir sé að ræða. „Ég vil ekki vekja upp vænting- ar og þurfa að svíkja þær. Slíkt er óábyrgt,“ segir Oddný. Að meðaltali nemur niðurskurð- ur á þrettán heilbrigðisstofnunum tæpum tuttugu prósentum sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Heil- brigðisstofnun Þingeyinga er gert að skera niður um fjörutíu prósent, St. Jósefsspítala-Sólvangi um 37 prósent, Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki um þrjátíu prósent og Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnuninni í Vestmanna- eyjum og Heilbrigðisstofnun Suður- nesja á milli 20 og 30 prósent. Samtals nemur niðurskurður á heilbrigðisstofnunum tæpum þrem- ur milljörðum króna. Fjárlagafrumvarpið hefur verið til meðferðar fjárlaganefndar í þrjár vikur. Hafa nefndarmenn hlýtt á sjónarmið sveitarstjórnarfólks og ráðuneyta til frumvarpsins og fram undan eru viðtöl við fulltrúa stofnana. Þá hefur nefndin falið fag- nefndum þingsins að veita umsögn og Ríkisendurskoðun að yfirfara ýmsar tölur frumvarpsins. bjorn@frettabladid.is Niðurskurðartillögur verða endurskoðaðar Formaður fjárlaganefndar segir þverpólitíska sátt um að endurskoða niðurskurð- artillögur hjá heilbrigðisstofnunum. Finna þurfi leiðir til að milda áhrif efna- hagsástandsins á starfsemi þeirra. Sparnaður sé engu að síður óumflýjanlegur. ODDNÝ HARÐARDÓTTIR UNDIR HNÍFNUM Heilbrigðisstofnunin á Suðurnesjum er ein þeirra stofnana sem er ætlað að skera niður í rekstri sínum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. INDÓNESÍA, AP Tala látinna á Ment- awai-eyjum í vesturhluta Indónes- íu var í gær komin í 343 eftir leit björgunarsveita. Stjórnvöld telja að hundruð manna sem enn er saknað kunni að hafa borist á haf út með flóðbylgjunni sem þar reið yfir 25. október. Eldgos í fjallinu Merapi á eyjunni Jövu hófst stuttu eftir jarðskjálftann sem hratt flóð- bylgjunni af stað. Gosið sem kostaði 33 lífið hjaðn- aði um stund, en hefur nú hafist aftur, þótt engar fregnir séu um frekari mannskaða eða eignatjón. Í gær var haldin fjöldaútför meðan drunurnar í Merapi-fjalli lægði. Náttúruhamfarirnar, sem áttu sér stað á ólíkum stöðum Indónesíu á innan við sólarhring, hafa reynt verulega á viðbúnað almannavarna. Eyjabúar á Mentawai, þar sem þriggja metra há alda reið yfir og sópaði burt húsakosti, hafa hafst við undir tjalddúkum. Fjöldi fólks hefur líka flúið til fjalla og neitar að snúa aftur heim af ótta við að önnur flóðbylgja ríði yfir. Stjórnvöld segja að rándýrt við- vörunarkerfi sem sett var upp eftir flóðbylgjuna sem reið yfir á annan í jólum 2004 hafi bilað fyrir mánuði síðan þar sem því hafi ekki verið almennilega við haldið. Þýsk- ur starfsmaður verkefnisins segir aftur á móti að kerfið hafi virkað, en vegna þess hve uppruni skjálft- ans hafi verið nærri Mentawai- eyjunum hafi reynst ómögulegt að vara íbúa þar við áður en flóð- bylgjan reið yfir. - óká EFTIR FLÓÐ Kona sem missti bæði hús og mann í flóðbylgju á Pagai-eyju og dætur hennar tvær gráta missi fjölskyld- unnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hundraða manna saknað eftir flóðbylgju: Tæplega 350 manns hafa látist í Indónesíu ÞJÓNUSTA Blindrafélagið hefur tekið þá ákvörðun að sækja rétt lögblindra Kópavogsbúa til ferða- þjónustu. Lögmaður hefur verið settur í málið og ætlast félag- ið til þess að Kópavogsbær fylgi ákvæðum og lögum í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra einstaklinga. Blindrafélagið hefur leitað eftir viðræðum við bæjaryfir- völd í Kópavogi um málið en því hefur ekki verið sinnt til þessa. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þjónustustig Ferðaþjón- ustu fatlaðra sé ekki ásættanlegt í mörgum tilvikum. - sv Blindrafélagið sækir rétt sinn: Kópavogur skal bæta þjónustu MENNTAMÁL Foreldrar hafa full- an rétt á því að fara fram á, án skýringa, að börn þeirra taki ekki þátt í kennslu eða athöfnum sem viðkomandi telur ekki sam- ræmast eigin skoðunum eða trú- arbrögðum. Kemur þetta fram í lögfræðiáliti um samstarf kirkju og skóla sem unnið var að beiðni mennta- og menningarmálaráðu- neytisins. „Með álitinu er verið að skerpa skilin,“ segir Katrín Jakobsdótt- ir, mennta- og menningarmála- ráðherra. „Það er til að mynda í lagi að fara í kirkju einu sinni á vetri en ekki í hverjum mán- uði. Þetta var meðal annars gert til þess að upplýsa for- eldra.“ Varðandi heimsóknir presta á skóla- tíma, segir í álitinu að nauð- synlegt sé að foreldrar séu látnir vita af þeim fyrirfram og gætt sé að því að ekkert ósamræmi sé í heimsókn- um þeirra annars vegar og frá öðrum trúfélögum hins vegar. Heimsóknir skuli falla að skipu- lagi náms og vera í samræmi við það. Lögmætt er að kenna kristin- fræði sem hluta af opinberu námsefni en skólar skuli þó bjóða börnunum önnur námsúrræði óski foreldrar eftir því. Á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að álitið sé ekki sett fram sem skoðun ráðuneytisins, heldur einungis sem fræðileg og hlutlæg úttekt á þeim álitamálum sem um ræðir. - sv Ráðuneytið lét gera lögfræðiálit á samstarfi skóla og Þjóðkirkjunnar: Þurfa ekki að læra um kristni KATRÍN JAKOBSDÓTTIR MENNTAMÁL Rúmlega fimmtíu skólastjórar og prestar funduðu um samstarf skóla og kirkjunn- ar í Neskirkju í gær. Tilefnið var tillaga mannréttindaráðs Reykja- víkurborgar um breytingar á starfinu. Fram kom meðal annars á fundinum að nokkrir skólastjór- ar telja að þegar samstarf kirkju og skóla sé á forsendum skólans og að höfðu samráði við foreldra styðji það við skólastarfið. Hvorki formaður mannréttindaráðs né menntaráðs þáði boð á fundinn. - sv Kirkja og skólar funda: Um 50 prestar og skólastjórar MOSKVA, AP Eldgos á Kamtsjatka- skaga í austurhluta Rússlands hefur truflað flug og hulið bæi ösku. Rossiya 24 sjónvarpsstöðin hefur eftir Sergei Seníúkov eld- fjallafræðingi að öskuský hafi náð allt að tíu kílómetra hæð og færist í austur yfir Kyrrahaf. Almannavarnir Rússlands sögðu í gær að öskuský frá eld- fjöllunum Sjívulets og og Klútsjet- skæja röskuðu flugi á svæðinu. Þá er skyggni í rússneska bænum Ust-Kamtjatsk sagt komið niður í örfáa metra og þykkt öskulag á jörðinni. Fimm þúsund íbúar bæj- arins eru ekki sagðir í hættu, en hvattir til að halda sig innan dyra með lokaðar dyr og glugga. - óká Gos truflar flug á Kamtsjatka: Öskuský færist yfir Kyrrahaf FÉLAGSMÁL Endurvekja ætti verkamannabústaðakerfið og raunhæft kaupleigukerfi fyrir almennt launafólk að mati ASÍ. Í ályktun ársfundar sam- bandsins er þess krafist að grip- ið verði tafarlaust til aðgerða til að taka á „yfirþyrmandi skulda- og greiðsluvanda heimilanna“. Koma verði til móts við lántak- endur vegna mikilla hækkana á höfuðstóli lána frá bankahrun- inu haustið 2008. Ársfundur- inn krafðist þess að stöðugur og sanngjarn leigumarkaður verði efldur, og vörður staðinn um vaxta- og húsaleigubætur. - bj Ályktun um húsnæðismál: Vilja fá verka- mannabústaði Hefur þú neytt fæðubótarefna? Já 41,2% Nei 58,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú siglt með Herjólfi? Segðu þína skoðun á Vísir.is KJÖRKASSINN DÓMSMÁL Fyrrverandi gjaldkeri Leikfélags Dalvíkur hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir fjár- drátt. Konan var ákærð fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna af reikningi leikfélags- ins sem hún notaði síðan til eigin neyslu. Féð dró hún sér á rúm- lega einu ári, frá nóvember 2008 til desember 2009. Konan viðurkenndi skýlaust sök sína fyrir dómi. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess en einnig þess að með hinni refsi- verðu háttsemi aflaði hún sér verulegra fjármuna. - jss Dæmdur fyrir fjárdrátt: Gjaldkeri leikfé- lags dró sér fé ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi forsæt- isráðherra Ítalíu segir „fjölmiðla- þvætting“ að vændiskona undir lögaldri hafi verið á heimili hans fyrir tilstilli tveggja starfsmanna sjónvarpsstöðvar í hans eigu. Í frétt dagblaðsins Corriere della Sera í gær segir að frétta- stjóri og framleiðandi hjá Medi- aset sæti rannsókn lögreglu fyrir milligöngu um vændiskaup hjá Ruby, 17 ára gamalli marókkóskri stúlku. Ruby er í yfirheyrslum sögð hafa sagt að hún hafi verið í mat í lystihúsi Berslusconis skammt frá Mílanó, en neitar því að forsætisráðherrann hafi haft við hana mök. Lögfræðing- ur Berlusconis segir um staðlausa stafi að ræða. - óká BERLUSCONI Ítalski forsætisráðherrann hefur í annað sinn á tveimur árum verið orðaður við vændishneyksli. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Starfsmenn sæta rannsókn: Vændiskona í mat í lystihúsi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.