Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 12
12 29. október 2010 FÖSTUDAGUR
BRUSSEL, AP Fulltrúar Þýskalands
og Frakklands reyna að fá full-
trúa annarra ríkja Evrópusam-
bandsins (ESB) til að styðja nýjar
reglur um ríkisútgjöld sem nauð-
synlegar séu til
að forða annarri
skuldakreppu í
Evrópu.
Angela Merk-
el , k a nsl a r i
Þýskalands og
Nicolas Sarkozy
Frakklandsfor-
seti mættu til
tveggja daga
ráðstefnu Evr-
ópuríkja í Brussel í gær. Á ráð-
stefnunni fara þau fram á að búin
verði til neyðarlausn sem skylda
myndi lánafyrirtæki í einkaeigu
til að taka á sig hluta kostnaðar
við að bjarga mjög skuldugum
löndum.
Um leið kalla þau eftir stuðningi
við tillögu um að lönd sem ítrek-
að fari fram úr fjárlögum verði
svipt atkvæðisrétti í ESB. Sú til-
laga þykir afar róttæk og draga
sumir embættismenn í efa að hún
muni ná fram að ganga.
Herskár tónn er sagður í Ang-
elu Merkel sem vill að þjóðir,
sem ekki takist á við heilbrigðar
aðgerðir í ríkisfjármálum, þurfi
þá að horfa upp á að missa atkvæð-
isrétt sinn. „Ógni þjóð heilbrigði
evrunnar skekur hún grunnstoðir
ESB,“ sagði hún.
Leiðirnar sem Þjóðverjar og
Frakkar leggja til eru líklega
báðar sagðar kalla á breytingar á
grunnsáttmála ESB. Breytingar
á honum eru þó ekki auðsóttar og
ferlið allt líklegt til að taka nokk-
ur ár. Þannig tók tíu ár að fá sam-
þykki Evrópuríkja fyrir gildandi
Lissabon-sáttmála. Fyrri útgáfum
sáttmálans var árið 2005 hafnað
í þjóðaratkvæðagreiðslum í Hol-
landi og Frakklandi, auk þess sem
Írar felldu sáttmálann nokkrum
sinnum.
José Manuel Barroso, forseti
framkvæmdastjórnar ESB, sagði
afnám atkvæðisréttar aðildarríkja
„óásættanlegt“ og taldi tillögu
um slíkt aldrei verða samþykkta
í öllum 27 aðildarríkjunum.
Nokkrir þjóðarleiðtogar og
embættismenn ESB tóku í gær
undir orð hans. „Við horfum mjög
gagnrýnum augum á allar breyt-
ingar á sáttmála ESB,“ sagði Josef
Proell, fjármálaráðherra Austur-
ríkis.
Angela Merkel er hins vegar
sögð hafa gert stuðning við breyt-
ingar á sáttmálanum að skilyrði
stuðnings Þjóðverja við strang-
ari reglur um ríki sem fara fram
úr fjárlögum, sem einnig eru til
umfjöllunar á ríkjaráðstefnunni.
Fjármálaráðherrar ESB lögðu
í síðustu viku til viðvaranir og
mögulegar sektir á ríki sem brjóta
reglur sambandsins um skuldir og
fjárlagahalla. olikr@frettabladid.is
Ólíklegt að brotleg lönd
verði svipt atkvæðisrétti
Þjóðverjar og Frakkar kalla eftir ströngum viðurlögum brjóti ríki ESB ítrekað reglur um skuldir og fjár-
lagahalla. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir sviptingu atkvæðisréttar aldrei verða samþykkta.
Í BRUSSEL Í GÆR Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ANGELA MERKEL
VÍSINDI Bandarískir vísindamenn
segjast hafa smíðað búnað sem
þeir vonast til að nýtist við að
ráða í drauma. Þetta kemur fram í
grein sem vísindamennirnir skrif-
uðu í tímaritið Nature.
„Við viljum geta lesið í drauma
fólks,“ segir doktor Moran Cerf,
sem leiðir rannsóknina. Markmið-
ið er að auka skilning á því hvern-
ig og hvers vegna fólk dreymir.
Draumar hafa verið fólki hug-
leiknir um aldir en á síðustu árum
hefur sálfræði verið notuð til að
skilja hvað gerist í undirmeðvit-
undinni þegar fólk dreymir. Hing-
að til hefur einungis verið hægt að
spyrja fólk út í drauma þess eftir
að það vaknar. Markmið rann-
sóknar Cerfs og félaga er að þróa
kerfi sem á að hjálpa fólki að muna
drauma sína.
„Það eru engin skýr svör til við
því hvers vegna fólk dreymir,“
segir doktor Cerf.
Cerf og félagar byggja rann-
sóknir sínar á því að hver heila-
fruma sé tengd ákveðnum atburði
eða hlut. Hann komst meðal ann-
ars að því að þegar fólk hugsaði
um Marilyn Monroe kviknaði á
ákveðnu taugaboði. Með því að
sýna hópi fólks myndaseríu gátu
doktor Cerf og samstarfsmenn
hans einangrað nokkur tauga-
boð og búið til gagnagrunn fyrir
hvern sjúkling. Þannig kviknaði
á sömu taugaboðum ef þeir hlutir
eða atburðir komu fyrir í draum-
um fólks.
Doktor Cerf viðurkennir að
ekki sé hægt að nota búnaðinn til
að fanga drauma. Hann vonast þó
til að niðurstöðurnar séu fyrsta
skrefið í átt til þess. - kh
Rannsaka tengsl drauma og taugaboða:
Vonast til að geta
lesið í drauma fólks
DRAUMUR Doktor Cerf og félagar vonast
til að rannsóknir þeirra verði til þess að
hægt verði að lesa í drauma.
NORDICPHOTOS/AFP
PALESTÍNA, AP Umleitanir bandarískra
stjórnvalda til að koma friðarviðræðum
milli Ísraels og Palestínu af stað á ný hafa
enn sem komið er ekki skilað árangri.
Þetta hefur fréttastofa AP eftir Ahmed
Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egypta-
lands, í gær.
Innan við hálfur mánuður er til stefnu
þar til Palestínustjórn tekur ákvörðun um
hvort slíta beri friðarviðræðunum. Þær
hófust í Washington í Bandaríkjunum í síð-
asta mánuði, en hafa legið niðri vegna þess
að Ísraelar neita að stöðva byggingu land-
tökubyggða á Vesturbakkanum. Benjamín
Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, neit-
aði að framlengja bann á byggingu land-
tökubyggða sem gilt hafði í tíu mánuði, en
endaði 26. september.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórn-
ar, segir ekki hægt að hefja viðræður að
nýju nema tekið verði fyrir byggingafram-
kvæmdirnar. Síðan bannið rann úr gildi
hefur verið hafin bygging 600 nýrra íbúða
landtökumanna á Vesturbakkanum.
Utanríkisráðherra Egypta sagði fjöl-
miðlum eftir fund með Abbas í gær, að
ríkisstjórn hans héldi áfram viðræðum
við Bandaríkin og Ísrael, en fram til þessa
hafi ekki komið til nauðsynlegra kaflaskila
í viðræðunum. - óká
MÆTTIR Á FUND Ahmed Aboul Gheit utanríkisráðherra og Omar
Suleiman, yfirmaður leyniþjónustu Egypta, mæta á fund með
Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Egyptar segja friðarumleitan Bandaríkjamanna fyrir botni Miðjarðarhafs engu hafa skilað:
Friðarviðræður strand meðan byggt er
HUNDASUND Þessi ljónsungi þarf
að fá kennslu í hundasundi áður en
hann fær að spóka sig í ljónabúrinu í
dýragarði í Washington-borg, en virðist
ekki sérlega hrifinn af volkinu.
NORDICPHOTOS/AFP
KONGÓ, AP Fyrsti hópur flótta-
fólks frá Kongó sem býr í Búr-
úndí snýr aftur heim í þessari
viku, að því er fram kemur í til-
kynningu Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna.
Celine Schmitt, talskona Flótta-
mannastofnunarinnar, sagði í
gær að flytja ætti yfir þúsund
manns aftur heim, en í fyrsta
hópnum væru yfir 170 manns.
Fólkið er í hópi fólks sem tók
að flýja yfir til Búrúndí á síð-
ari hluta tíunda áratugar síðustu
aldar.
Um 28.000 manns sem upp-
runa eiga að rekja til Kongó búa
í Búrúndi, þar af eru um 20.000 í
flóttamannabúðum. - óká
Flóttafólk snýr aftur til Kongó:
Yfir 170 verða í
fyrsta hópnum
Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Milljónir hafa
látist og fjöldi manns hefur lagt á flótta
vegna vopnaðra átaka í Lýðveldinu
Kongó síðastu áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFNAHAGSMÁL Sala á Vista, við-
bótalífeyrissparnaði Arion banka
og KB ráðgjafar, er enn í biðstöðu
síðan í byrjun mánaðarins.
Arion banki ákvað að hætta
að selja nýja samninga í kjölfar
umfjöllunar um sex greiðslur
mánaðarlegra iðgjalda sem renna
í þóknun til KB ráðgjafar en ekki
í lífeyrissparnað viðskiptavina,
en slíkt er óheimilt samkvæmt
fjármálaráðuneytinu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Arion banka liggur ekki fyrir
hvenær sala á samningum muni
hefjast að nýju, en iðgjöldin eru
eitt af þeim atriðum sem hafa
verið í endurskoðun nú í tæpan
mánuð. Gamlir samningar hald-
ist óbreyttir. - sv
Sala á Vista liggur enn niðri:
Iðgjöld áfram í
endurskoðun
ARION BANKI Ekki liggur fyrir hvenær
sala á nýjum Vista samningum muni
hefjast að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR