Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 16
16 29. október 2010 FÖSTUDAGUR
Þing Norðurlandaráðs verður
haldið í Reykjavík í næstu viku en
viðburðir sem því tengjast eru þeg-
ar hafnir eða að hefjast. Á sjöunda
hundrað norrænna gesta koma til
borgarinnar vegna þingsins. Mörg
stór mál verða til umfjöllunar en
Helgi Hjörvar, forseti Norðurlanda-
ráðs, segir að grænn hagvöxtur
verði helsta pólitíska málið.
„Við munum ræða um grænan hagvöxt og
velta upp spurningunni hvort grænn hag-
vöxtur sé leiðin út úr kreppunni. Við köllum
eftir því að ríkin í sameiningu leggi áherslu
á og geri átak í að byggja upp græna geirann
því hvert um sig hafa þau takmarkaða burði
en saman geta þau orðið töluvert afl.
Þetta er gríðarlega stór geiri, umsvifin
eru metin um sex þúsund milljarðar sænskra
króna sem eru hundrað þúsund milljarð-
ar íslenskar, og það sem meira er um vert;
hann vex mjög hratt þrátt fyrir kreppuna.
Hér eru sóknarfærin því mjög mikil. Sam-
keppnishæfni Norðurlandanna liggur fyrst
og fremst á sviði endurnýjanlegrar orku,
þróunar og nýsköpunar í umhverfistækni.
Hluti af þessu er líka sá að heimurinn getur
ekki bara spurt hvernig við getum haldið
áfram að eyða meira og neyta meira, þetta
gengur líka út á að við þurfum að draga úr
og nýta betur.“
Grænn hagvöxtur snýst þá ekki bara um
efnahagsmál?
„Nei. Fyrir utan efnahagslega þáttinn er
þessi stóri umhverfis- og hnattræni hluti,
þar með talin loftlagsmálin. Við getum ekki
endalaust haldið áfram að knýja hagvöxt
sem gengur á auðlindirnar. Að leita leiða
til að byggja upp í græna geiranum er við-
leitni til að slíta á tengsl hagvaxtar og nei-
kvæðra umhverfisáhrifa. Það má segja að
verkefni 20. aldarinnar hafi verið að stýra
vexti en verkefni nýrrar aldar er sumpart að
ráðstafa takmörkuðum auðlindum þannig að
hægt sé að nýta þær fyrir alla.“
Samstarf í sendiráðum
Hvaða önnur mál verða ofarlega á baugi?
„Vaxandi áhugi á samstarfi í utanríkis- og
varnarmálum hefur hleypt auknum krafti í
norræna samstarfið og þau mál verða rædd.
Eitt er loftrýmiseftirlitið sem varðar okkur
Íslendinga miklu, annað er björgunarsam-
starf í höfunum umhverfis okkur.
Þegar við könnum meðal íbúa hvaða
málum við eigum að vinna að saman eru
öryggismál í víðasta skilningi oft nefnd. Þá
ekki síst baráttan gegn skipulögðum glæp-
um og mansali.
Við munum einnig ræða deilur sem við
eigum í við ríkisstjórn Danmerkur um
brottvísun norrænna manna frá Danmörku,
meðal annars Íslendinga en nokkrir tugir
slíkra brottvísana munu hafa verið á und-
anförnum árum. Það stríðir beint gegn nor-
ræna félagsmálasáttmálanum um gagn-
kvæm réttindi. Viðkomandi ráðherra hefur
neitað að koma fyrir nefnd Norðurlanda-
ráðs og ég mótmælti því nýverið með bréfi
til danska forsætisráðherrans. Við munum
taka það mál upp því það er mikilvægt að
fólk geti gengið að þessum gagnkvæmu rétt-
indum og verið öruggt um þau.
Við munum líka ræða samstarf um sendi-
ráð og annað starf á erlendri grundu sem
er mjög viðeigandi á tímum niðurskurðar í
opinberum útgjöldum. Það er augljóst að við
gætum sparað og hagrætt með því að leggja
saman sendiskrifstofur okkar í ýmsum lönd-
um.“
Böndin hafa styrkst
Hvernig hefur kreppan leikið norrænt sam-
starf?
„Hún hefur sannarlega styrkt það. Það
er þannig í lífi þjóða, eins og í lífi fólks,
að þegar kreppir að þá finna menn hverjir
standa þeim nærri og hverjir voru viðhlæj-
endur. Böndin eflast og styrkjast við þá sem
standa manni næst og það er nákvæmlega
það sem hefur gerst á Norðurlöndunum. Þau
hafa staðið þétt saman í gegnum þetta, hvert
með öðru.“
Við vorum ekki ánægð með Norðurlanda-
þjóðirnar á tímabili, þau neituðu að aðstoða
okkur í þrengingunum nema við borguðum
Icesave.
„Það voru ýmsir sem hefðu viljað fá pen-
inga frá Norðurlöndunum hraðar og meir og
án allra skilyrða en ég held að þegar menn
líta um öxl þá sjái þeir að það hafi ekki verið
raunsætt. Við sendum menn land úr landi á
fund fjölmargra þjóða og báðum um peninga
en þær sögðu nei hver á fætur annarri. Jafn-
vel nánar bandalagsþjóðir okkar til áratuga
eins og Bretar og Bandaríkjamenn sögðu
nei og við vitum hvernig fór um Rússalán-
ið. Þegar til stykkisins kom voru það bara
Norðurlöndin og Pólland sem voru tilbúin
til að styðja okkur.
Það hét að Ísland stæði við alþjóðleg-
ar skuldbindingar sínar og auðvitað var
það á reiki og ágreiningur um það, innan
og utan Norðurlanda, hverjar þær skuld-
bindingar væru. Á Norðurlöndunum lögðu
menn áherslu á, í þessari alþjóðlegu fjár-
málakreppu, að fótunum væri ekki kippt
undan alþjóðlega innstæðutryggingakerf-
inu en þegar allt kemur til alls þá gerðu
þeir gjaldmiðlaskiptasamninga við okkur
og síðan lánasamninga og hafa stutt okkur í
áætluninni með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Í veruleikanum er það þannig að það eru
þessar þjóðir sem eru tilbúnar til að styðja
við okkur. Þær eru í raun líflína okkar í
kreppunni.“
Breyting gagnvart Evrópusamstarfinu
Hefur Evrópusambandsaðildarumsókn
Íslands haft áhrif á Norðurlandasamstarf-
ið?
„Ekki bein áhrif en menn hafa verið
áhugasamir um stöðu málsins því stund-
um hafa komið misvísandi skilaboð héðan.
Það hafa líka verið vangaveltur um hvort og
hvaða áhrif þetta kynni að hafa á stöðu Nor-
egs en ég held að umsókn okkar hafi engu
breytt um Evrópumálin í norræna samstarf-
inu.
Hins vegar hefur orðið mikil breyting í
Norðurlandaráði gagnvart Evrópusamstarf-
inu því það var lengi tabú. Sum landanna
eru inni en önnur ekki og sumir flokkar eru
á móti aðild sinna ríkja en aðrir ekki. Lengi
vel forðuðust menn að ræða þetta en nú hafa
þeir nálgast málið praktískara. Staðreyndin
er sú að hvort sem við erum innan eða utan
ESB og hvort sem við erum hlynnt aðild eða
ekki þá hefur Brussel veruleg áhrif á líf
fólks á Norðurlöndum. Þess vegna er mik-
ilvægt fyrir Norðurlandaráð, svo það verði
áfram lifandi og hafi mikilvægu hlutverki
að gegna, að hafa áhrif á það sem gert er í
Brussel.“
Á þinginu verður fjallað um hugmynd-
ir Gunnars Wetterberg um Sambandsríkið
Norðurlönd. Hvað finnst þér um þær pæl-
ingar?
„Þær eru mjög skemmtilegar. Auðvit-
að eru þær ögrandi og margir af kollegum
mínum segja að þær séu fullkomlega óraun-
sæjar, hafi átt við fyrir einhverjum áratug-
um en að lestin sé farin hjá. Ég deili ekki því
sjónarmiði. Í grunninn er hugmynd Gunnars
um norrænt sambandsríki bara hugmyndin
um að auka og þétta samstarfið og það er
hugmynd sem er góð og á sér mikinn sam-
hljóm.
Til dæmis er orðinn ríkari vilji til sam-
starfs í öryggis- og varnarmálum en var
á tímum stórveldanna og uppi eru pæling-
ar um að samþætta enn frekar norrænan
vinnumarkað.“
Velferðarstjórn er réttnefni
Íslenska ríkisstjórnin kallar sig norræna
velferðarstjórn. Margir efast um að það sé
réttnefni. Telur þú, margvís um velferðar-
áherslur norrænu ríkjanna, að ríkisstjórn-
in geti skreytt sig með þessari nafnbót?
„Ég held að þetta heiti lýsi fyrst og fremst
göfugri markmiðssetningu. Til að standa
undir velferð þarf ákveðnar efnahagslegar
forsendur og efnahagslegar forsendur okkar
í dag eru allt aðrar heldur en á hinum Norð-
urlöndunum.
Velferðarsamfélög Norðurlandanna voru
byggð upp í kjölfar kreppunnar miklu sem
menn lærðu af og auðnaðist að byggja upp
þessa sterku innviði og þessi samfélög jöfn-
uðar. Um þetta eru flestir sammála hvort
sem þeir eru til hægri eða vinstri á hinu pól-
itíska litrófi. Stjórnmálamenn á Norðurlönd-
unum eru almennt stjórnmálamenn mikils
jöfnuðar.
Stundum hefur okkur Íslendingum fund-
ist menn ganga langt í þessu efni og fund-
ist skattlagningin mikil, kerfin þunglamaleg
og að ákvarðanatökur taki langan tíma. En
ég held að við hljótum að horfast í augu við
að þessi ameríkansering sem hér varð og
þetta fráhvarf frá norræna módelinu yfir
í mjög óbeislað og óagað hagkerfi þar sem
pólitíkin gekk út á undirboð í sköttum, hún
er ekki sjálfbær.
Það er ástæða fyrir því að þjóðir sem hafa
lengri lífsreynslu en okkar unga lýðveldi
leyfa sér ekki svoleiðis pólitík. Við höfum
feikilega margt af Norðurlöndunum að læra
í því að vera ófeimin við að beita ríkisvald-
inu til þess að tryggja velferð. Velferð er
ekki fátækrahjálp eins og velferðarumræð-
an á Íslandi svo oft verður. Velferð er spurn-
ing um að skapa almenn skilyrði fyrir allan
þorra fólks til þess að lifa sínu lífi og við
sjáum til dæmis að hin Norðurlöndin hafa
gengið miklu lengra en við í að beita skatta-
og bótakerfinu til að tryggja jafnstöðu barna
og jöfn tækifæri. Til að gera það þurfa menn
að þora að leggja á gjöld til að hafa tekjur
til að byggja upp slíka velferð. Ríkisstjórn-
in hefur sett stefnuna á það en betur má ef
duga skal því við eigum langt þangað, bæði
efnahagslega og pólitískt. Við þurfum rót-
tækar samfélagsbreytingar til að endurreisa
ekki bara sama kerfi og hrundi.“
Skilur úlfúð
Það bar til tíðinda á dögunum að ráðning
Halldórs Ásgrímssonar í starf framkvæmda-
stjóra Norrænu ráðherranefndarinnar var
framlengd. Það vakti úlfúð á Íslandi. Hvað
finnst þér um það mál?
„Ég skil ósköp vel að það hafi vakið
umræðu en við hefur bæst sá misskilningur,
vegna þess að menn þekkja ekki til, að þetta
sé á vegum Norðurlandaráðs. Svo er ekki.
Norðurlandaráð hefur sína eigin skrifstofu
og eigið starfsfólk. Norræna ráðherranefnd-
in er samstarf ríkisstjórnanna og það var á
þeim vettvangi sem þetta var ákveðið.“
FRÉTTAVIÐTAL: Helgi Hjörvar
Björn Þór
Sigbjörnsson
bjorn@frettabladid.is
Norðurlöndin líflína út úr kreppunni
GÓÐUR SKÓLI Helgi Hjörvar hefur öðlast mikla og góða reynslu af samstarfinu við norræna stjórnmála-
menn. Hann segir þá nálgast verkefni sín með öðrum og faglegri hætti en hér tíðkast. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Helgi er með arfengan augnsjúkdóm og lessjón hans hvarf alfarið þegar hann var 25 ára. Á og í
tengslum við Norðurlandaráðsþingið þarf hann að flytja margar ræður og þær þarf hann að læra
utanbókar.
„Það er í mörg horn að líta á svona stóru þingi. Fundirnir eru margir, það eru margar dagskrár
að halda utan um og margir staðir sem þarf að koma á og gera eitthvað og ég hef ekki fundið
jafn tilfinnanlega til þess áður að ég er ólæs.
Þar sem ég lærði ekki blindraletur get ég ekki stuðst við punkta og þarf fyrirfram að leggja á
minnið dagskrárefnin og innlegg mín fyrir alla dagana. Það vill til að geymslurýmið eykst eftir
því sem sjóninni hrakar. Venjulega sakna ég bara sjónarinnar fegurðarinnar vegna en sú hugsun
hefur læðst að mér síðustu daga að þetta verkefni væri léttara með henni en án.“
Helgi lætur af embætti forseta Norðurlandaráðs um áramót og hefur þá gegnt því í ár. Hann
segir tímabilið hafa verið lærdómsríkt og gefandi.
„Þetta er íslenskum stjórnmálamanni góður skóli. Ekki er síst dýrmætt að fá að vinna náið
með norrænum stjórnmálamönnum því að maður lærir af því hvernig þeir nálgast verkefnin.
Umræðuhefðin er allt öðruvísi en hér, hún einkennist af meiri virðingu gagnvart öðrum, viðleitni
til að ná samstöðu um mál og vinna heildstætt að málasviðum. Þetta er annað en hér þar sem
hlaupið er eftir því sem var á forsíðu Fréttablaðsins þann morguninn.“
Þarf að læra tíu ræður utanbókar