Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 18

Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 18
18 29. október 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heim- ilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóð- félagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasam- tök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neyt- enda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort – og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagn- aði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísi- tölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungs- verði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á hús- næðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stór- lækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað – meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag líf- eyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyris- sjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjár- málaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu stað- ið við skuldbindingar gagnvart innstæðu- eigendum. Enginn greinarmunur var gerð- ur á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skatt- lagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla – ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé. Réttlæti fyrir alla Efnahagsmál Tryggvi Gíslason Fv. skólameistari Sérstakt Hreyfingin fer oft óhefðbundnar leiðir í pólitíkinni. Á fundi hennar í fyrrakvöld var samþykkt ályktun um að hefja undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsetann að „skipa starfshæfa ríkisstjórn í landinu svo fljótt sem verða má“. Fróðlegt verður að sjá hve margir munu skrifa undir og hver viðbrögð forsetans verða en hann getur náttúrulega ekki annað en hent ályktuninni og undirskrift- unum á arineldinn. Það er nefnilega þannig að það er sama hvað fólki kann að finnast ríkisstjórnin léleg og hve illa hún hefur haldið á málum og hve fáránlegt sé að hún sitji. Engu að síður er hún starfhæf samkvæmt þeim mælikvörð- um sem forsetinn getur lagt á málið. Herskár Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, var herskár á Rás 2 í gærmorgun. Þar andmælti hann Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi sem deginum áður hafði bendlað Guðna við þann hóp stjórnmálamanna sem á sínum tíma vildu koma lífeyrissjóðun- um í hendur bankanna. Guðni tók þessum ávirðingum óstinnt upp og kvaðst þvert á móti hafa haldið uppi vörnum fyrir lífeyrissjóðina þegar að þeim var sótt. Þurfti ekki Guðna til En Guðni beindi spjótum sínum ekki aðeins að Guðmundi heldur líka lífeyrissjóðunum sem hann sagði hafa farið óvarlega í fjárfestingum. „Það verður að fara fram rannsókn á starfsemi þeirra,“ sagði Guðni og bætti við að ef hann væri stjórnmálamaður í dag myndi hann gera kröfu um slíka rannsókn. Guðna til upplýsingar hefur Alþingi ákveðið að slík rannsókn verði gerð auk þess sem þegar er hafin sjálfstæð og óvilhöll úttekt að frumkvæði lífeyrissjóðanna sjálfra á fjárfestingum þeirra og starfsemi almennt. bjorn@frettabladid.is 29. október er alheimsdagur psoriasis sjúklinga. Að þessu sinni er árið tileinkað börnum með húðsjúkdóminn psoriasis. Sjá nánar á heimasíðu spoex.is J ákvæðni og lífsgleði, grín og glens voru allsráðandi þegar borgarstjórnarmeirihlutinn núverandi tók við völdum. Full- trúar Bezta flokksins og Samfylkingarinnar knúsuðust á blokkarþaki í Breiðholtinu. Stefnuyfirlýsing flokkanna var full af frábærum og skemmtilegum hugmyndum, sem allir gátu verið sammála um. Það sem helzt vantaði þó í þá yfirlýsingu var hvernig ætti að taka á fjármálum borgarinnar. Þar var ekkert sagt um skattahækkanir. Ekkert um niðurskurð. Ekkert um skerð- ingu þjónustu. Þvert á móti voru þar ótal loforð um framkvæmdir og aðgerðir sem kosta peninga. Norðurhjaragarðurinn í Laugar- dal (ísbjörninn var látinn liggja á milli hluta), morgunmatur fyrir skólabörn, efld þjónusta þjónustumiðstöðvanna í hverfunum, tvöföldun á viðhaldi á fast- eignum borgarinnar, fegrun torga og grænna svæða, fleiri ferðir og betra leiðakerfi strætós, aukin fjárhagsaðstoð við lágtekju- fólk, hjólreiðastígarnir og allar hinar sniðugu hugmyndirnar. Allt kostar þetta víst eitthvað. Nú hefur Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, loksins bætt við því sem vantaði í stefnuyfirlýsinguna. Hann hefur lýst því yfir að til að ná endum saman í rekstri borgarinnar verði að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark. Jafnframt verði ýmis gjöld fyrir þjónustu borgarinnar hækkuð og útgjöldin skorin niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varan- legar aðgerðir fremur en tímabundnar. Það er út af fyrir sig ágætt að borgarstjórnarmeirihlutinn skuli vera farinn að horfast í augu við staðreyndir og búa sig undir að taka á fjármálum borgarinnar. En er þetta í samræmi við alla kátínuna og fjörið, sem var lofað í upphafi? Má ekki segja að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi villt á sér heimildir með því að gefa eitthvað allt annað í skyn við borgarbúa en það sem var raunverulega í vændum? Það er dálítið lýsandi að það skuli vera Dagur B. Eggertsson sem er látinn flytja borgarbúum þessi ótíðindi. Borgarstjórinn Jón Gnarr sýnist engan veginn fær um að valda hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri borgarinnar. Hluta verkefna sinna hefur hann afsalað í hendur embættismanns og lætur nú Dag, sem sumir kalla hinn raunverulega borgarstjóra, sjá um leiðindin á meðan hann sjálfur gegnir sínu „ótilgreinda tilfinningalega hlutverki“ gagnvart borgarbúum, svo notuð séu hans eigin orð. Leiðinleg mál vill borgarstjórinn ekki ræða. Þetta verður samt örugglega frábærlega skemmtilegt og jákvætt. Bezti flokkurinn og Samfylkingin munu finna leið til að hækka á okkur skattana og gjöldin með bros á vör. Burt með leiðindin í borginni! Var það ekki það sem margir kusu? Villti meirihlutinn í borgarstjórn á sér heimildir eða getur hann gert skattahækkanir skemmtilegar? Gamanið búið í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.