Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 29. október 2010 Sæll og blessaður Guðmund-ur Ingi og þakka þér fyrir að bregðast við grein minni. Í henni benti ég á að leikskólabörn hefðu verið leidd til þátttöku í atferli og undir tákni sem ég tel að hafi í sér fólgið trúarlega tilvísun eða í það minnsta vísi til tiltekinna gilda og menningar og til sögulegrar hreyf- ingar með sína hugmyndafræði. Ég vildi benda á að trú og trúboð er miklu víðar í samfélaginu en á vegum presta Þjóðkirkjunnar. Ég gef mér það að prestar hefðu lík- lega ekki fengið leikskólastjóra til þess að leyfa börnunum að taka þátt í sambærilegri göngu undir merki krossins og í anda kenninga Jesú Krists. Dæmið var sett fram til þess að sýna fram á að trúboð er víða í gangi í þjóðfélaginu – og það er líka allt í besta lagi með það. Trú er ekki eitthvað sem hvergi má tala um nema bak við luktar dyr í musterum eða kirkjum. Trú er snar þáttur í lífi flestra manna og hún verður ekki einangruð við sérstök hús eða staði. Trúin er hluti af menningu okkar. Í skólum eru yfir 90% barna frá kristnum heimilum, þau eru skírð og fermd. Auðvitað á að fræða um hið trúar- lega í skólum, bæði um kristna trú og önnur trúarbrögð en af menn- ingarlegum ástæðum hlýtur krist- in trú að fá þar eitthvað meira rými en til dæmis shinto-trú svo dæmi sé tekið. Svo má líka spyrja: Mega prestar kenna í skólum? Auð- vitað mega þeir það hafi þeir til þess tilskilda menntun. Prestar og guðfræðingar geta kennt ýmis fræði eins og t.d. trúarbragða- fræði. Vandi þeirra er sá sami og allra annarra kennara, að kenna á hlutlægan hátt en ekki hlutdræg- an. Tilvísun mín í menningarbylt- inguna í Kína fól ekki í sér neina tengingu við „blóðþyrsta kúgara“ heldur var ég að vara við miðstýr- ingu á skoðunum og atferli fólks, afnámi fjölbreytileikans sem nú er við lýði í skólahverfum. Bylting- ar hefjast oft með litlum skrefum í átt til þöggunar og afnáms tján- ingarfrelsis. Á t.d. að banna Gíd- eonfélaginu að gefa börnum Nýja testamentið, bók sem er grundvöll- ur íslenskrar menningar, siðar og gilda? Og er eitthvað að því að sum börn fái sérstök verkefni meðan önnur fara til kirkju? Vilji meiri- hluta á að ráða svo fremi að hann fari fram á heilbrigðan hátt og án alls ofríkis. Börnin þín þurfa ekki verða fyrir neinni mismunun í skóla þótt skólasystkini þeirra fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. Og ég geri ekki lítið úr þínum lífsskoð- unum og afstöðu þótt meirihluti barna í skóla barna þinna fari í kirkjuheimsókn en börnin þín ekki. Það er ekki mismunun í mínum augum. Ef það er mismunun í þínum augum þá spyr ég hvort það eigi ekki líka við um það ef kristin börn mega ekki fara í slíkar heim- sóknir vegna þess að örfá börn af annarri trú eru í sama skóla? Ég vil ekki að örfáir einstaklingar geti sett fjöldanum stólinn fyrir dyrnar í þessum efnum. Slíkar heimsókn- ir eru liður í fræðslu um sið og trú meirihluta þjóðarinnar. Á meðan fá börn þeirra foreldra sem vilja ekki að þau taki þátt í heimsókn- inni að vinna að öðrum verkefn- um eða heimsækja eigin trúfélag ef svo ber undir. Þurfa ekki sum börn líka að vera eftir við aðra iðju í skólanum á meðan íþróttamenn úr þeirra hópi fá leyfi til keppnis- ferða? Er það mismunun og brot á mannréttindum barnsins eða for- eldra? Ég tel reyndar að börnin þín verði víðsýnni ef þau fá að kynnast ólíkum siðum og hefðum annarra barna. Sama á við um hin kristnu börn. Mannréttindaráð Reykjavík- urborgar vill ákveða og miðstýra samskiptum skóla annars vegar og kirkju og ýmissa félaga hins vegar. Ég tel að fjölbreytni eigi að fá að ríkja á sem flestum sviðum. Skólahverfi eru ólík og hefðir sem skapast hafa í samskiptum skóla og kirkju eru með einum hætti hér og öðrum þar. Opið þjóðfélag hlýt- ur að stuðla að því að fólk læri sem mest og um sem flest. Við þurfum að vita og þekkja vel og vandlega sögu okkar og menningu, einnig trú þjóðarinnar í þúsund ár, um leið og við fræðumst um önnur trú- arbrögð. Að gera presta eina að trúboðum og segja að þeir megi ekki koma að neinu starfi innan skóla tel ég vera atlögu að starfsheiðri þeirra. Prestar með 5 ára háskólamennt- un að baki og í mörgum tilfellum framhaldsnám að auki hafa margt fram að færa í þjóðfélaginu. Þegar slys verða og dauðsföll og prestar eru kallaðir til að hugga fólk þá gera þeir það af varfærni og yfir- vegun sem sérfræðingar á svið sorgar og áfalla. Prestar starfa til að mynda með Almannavörnum og eru þar teknir gildir sem fag- menn. Tillögur meirihluta Mannrétt- indaráðs Reykjavíkurborgar eru að mínu álit fráleitar. Forðumst þröngsýni en stuðlum þess í stað að opnu og víðsýnu þjóðfélagi. Fordómar eru alltaf vondir enda byggjast þeir á fáfræði og þröng- sýni. Ölum ekki á fordómum gegn neinum hópum í þjóðfélaginu, hvorki prestum né öðrum. Svar við opnu bréfi um trú og skóla Örn Bárður Jónsson sóknarprestur í Neskirkju Í DAG Tillögur meirihluta Mannréttinda- ráðs Reykjavíkurborgar eru að mínu álit fráleitar. Forðumst þröngsýni en stuðlum þess í stað að opnu og víðsýnu þjóðfélagi. FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í margfalt betri upplausn en áður og með góðu aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á nýjum Vísi. Má bjóða ykkur meiri Vísi? STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN m.visir.is Fáðu Vísi í símannog í iPad! Auglýsingasími
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.