Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 28

Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 28
 29. október 2010 FÖSTUDAGUR6 „Ég held að við verðum um fjörutíu talsins, allt stelpur sem léku sér á Nýlendugötunni fyrir löngu síðan,“ segir Ester Hurlen verslunarkona sem ásamt gömlum vinkonum og vinkonum þeirra ætlar að mæta á Hótel Borg á morgun og gera sér glaðan dag. Það er í fjórða skipti á jafnmörgum árum sem þær hittast til að rifja upp gömul kynni. En þar sem Nýlendugatan er stutt vekur fjöldinn í partíinu athygli. Ester útskýrir hann: „Það er alveg tuttugu ára ald- ursmunur á þeim yngstu og elstu í hópnum þannig að við lékum okkur ekki allar saman í gamla daga. Þegar ein var orðin dama voru aðrar litlar og svo framvegis. En við vissum allar hver af annarri. Þessir samfundir á síðustu árum byrjuðu með því að ég og Unnur Gunnarsdóttir, gömul vinkona mín, hittumst af tilviljun hjá dætr- um okkar suður í Vogum og upp úr því ákváðum við að hóa nokkrum leiksystrum saman. Það spurðist út og bæði yngri og eldri vildu fá að vera með. Auðvitað voru allar vel- komnar og strax fyrsta árið vorum við 23 eða 24. Þegar sá fundur var höfðum við ekki hist í mörg herr- ans ár og þekktum ekki hver aðra í sjón.“ Ester ólst upp í húsi sem heit- ir Sandgerði og er á Nýlendugötu 19 B. Í porti á bak við húsið kveðst hún hafa átt bú sem hún og vinkon- urnar léku sér oft í. „Ég var einka- barn og fékk að hafa portið dálítið fyrir mig og þarna urðu til margar vel skreyttar drullukökur,“ rifjar hún upp og nefnir líka ratleiki og parís þegar hún er spurð hvað þær stöllur hafi haft fleira fyrir stafni. „Svo vorum við í boltaleikjum eins og kíló, brennó, sóló og „yfir“. Leik- vellir? – nei, við lékum okkur niðri í Daníelsslipp, í bakgörðunum og svo á götunum sem voru moldar- götur þar sem auðvelt var að teikna parís.“ Ekki hefur enn orðið úr því að hópurinn fari saman á fornar slóð- ir vestur á Nýlendugötu að sögn Esterar. „En gamlar myndir eru gjarnan dregnar upp úr veskjunum þegar við hittumst,“ segir hún. „Og svo höfum við um margt að spjalla. Æskan var ljúfur tími sem gaman er að minnast.“ gun@frettabladid.is Leiksystur líta til baka Stelpur sem fyrir 60-70 árum bökuðu drullukökur í bakgörðum og hoppuðu í parís á moldargötum í Vesturbænum ætla að hittast í Silfursal Hótel Borgar á morgun og rifja upp liðnar stundir. Áslaug og Oddfríður spásséra úti með dúkkurnar á sjötta áratugnum. Nýlendugötuvinkonurnar hittust fyrir tveimur árum á veitingastaðnum A Hansen. Ester Hurlen, Jónína og Guðlaug Kristófersdætur, Unnur Gunnarsdóttir og Guðríður Thorlacius á fornum slóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rómantískar helgar þurfa ekki að kosta mikið meira en ríkulegt ímyndunarafl og sanna ást. ■ Gerðu heimilið eins kósí og hugsast getur, þar sem ekk- ert minnir á vinnu eða daglegt stress. Slökktu á farsímum og tölvum. Settu hrein sængurföt á rúmið og hrein handklæði á bað- herbergið. ■ Gefðu þér tíma til að hugsa um hvað hittir í mark hjá báðum. Var hann kannski búinn að biðja um eitthvað sérstakt og ástleitið fyrir sig, eða öfugt? Um helgar gefst tími til að láta draumana rætast. ■ Gerið eitthvað náið saman, eins og að horfa á rómantískar kvik- myndir, fara á söfn, elda lostvekj- andi máltíð eða skreppa í stutta ástarferð út fyrir bæinn. ■ Hafðu tiltæka tónlist sem geymir fallegar minningar og tengir ykkur saman. ■ Farið í ratleik heima eða í mið- bænum, þar sem þið ratið loks í faðm hvor annars eftir skemmti- lega útúrdúra. ■ Skrifið hvort öðru ástarbréf þar sem þið tíundið tilfinningar, söknuð og þrár hvort til annars, en einnig drauma sem ekki hafa áður verið sagðir. ■ Gefið hvort öðru persónulega ástargjöf, eins og málaðan blóm- vönd í ramma eða vinaband úr völdum perlum og steinum. ■ Laumist í fáfarna sveitasund- laug til að kela undir vetrar- bláma. ■ Heimsækið sjaldséðan ástvin ykkar saman, eins og ömmu á elli- heimilinu eða einmana frænda. ■ Í fallegu vetrarveðri er rómant- ískt að fara saman á afvikinn stað þar sem kveikja má lítinn eld og steikja sykurpúða yfir, eða fara á veitingahús í sveitum landsins þar sem kertaljós vermir hjörtun. ■ Að fara saman í undirfatabúð og kaupa fallegan nærfatnað á hvort annað er kynæsandi upplifun. ■ Kveiktu á urmul kerta heima og jafnvel lokkandi ilmkerti sem gefur frá sér munúðarfullan ilm. Taktu upp flösku af góðu víni eða öðrum frískandi drykk og útbú- ið máltíð sem krefst ekki mikils umstangs eftir á. Eigðu ljúffeng- ar múffur, ávexti og konfekt til að maula í rúminu að morgni. Rómantísk helgi! Rómantík má alls staðar finna, jafnt heima, í borgarysnum og úti í náttúrunni, eins og sjá má á þessum samrýmdu hestum. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Á sunnudag gefst almenn- ingi kostur á að koma með gamla gripi til greiningar hjá sérfræðingum Þjóðminjasafns Íslands. Á greiningardögum Þjóðminja- safnsins hefur margt skemmti- legt komið fram. Meðal þess sem fólk hefur komið með eru tóbaksdósir sem munu hafa verið í eigu Brynjólfs Péturs- sonar Fjölnismanns, stokkabelti eignað Ragnheiði biskupsdótt- ur, forn öxi sem fannst í jörðu í Þjórsárdal og hlutar úr vinsælu bollastelli frá 19. öld. Hlutir þurfa ekki að vera mjög gamlir til að vera áhuga- verðir. Ef til eru á heimilinu sérkennileg áhöld eða gripir með áletrunum eða stimplum, sem enginn man lengur hvaðan komu eða til hvers voru notuð, er tilvalið að koma með þau á Þjóðminjasafnið og fá grein- ingu hjá sérfræðingum, því þá kemur oft ýmislegt spennandi í ljós. Dagskráin stendur frá klukk- an 14 til 16, en samkvæmt feng- inni reynslu næst að greina um fimmtíu gripi á þeim tíma. Gestum er því bent á að koma tímanlega og taka númer. Dularfullir dýrgripir Á mörgum heimilum leynast stakir og dularfullir gripir sem gaman væri að vita meira um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.