Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 32
4 föstudagur 29. október Rakaðar rauðsokkur Um daginn var ég á biðstofu þar sem við mér blasti tímarit fyrir ungl-inga. Ég blaðaði í hálfkæringi í gegnum það þar til orðið „kynfæra- rakstur“ fangaði athygli mína. Ung stúlka hafði sent blaðinu fyrirspurn um hvernig væri best að framkvæma háreyðingu hjá kynfærum. Svarið var að gera það alls ekki enda væri fjarlæging kynfærahára óþörf. Þetta fannst mér athyglisvert þar sem ég er mikil áhugamanneskja um kynfæri, og þá skiptir engu hvort þau séu snyrt eða ósnyrt. Fólk skiptist iðulega í fylkingarnar „með“ og „á móti“ þegar kemur að háreyðingu. „Hinir hár- lausu“ tala oft um aukið hreinlæti og kynferðislega aðlöðun (sex appeal) og gera oft strangar kröfur um að konur jafnt sem karlar snyrti sig. „Hinir snyrtu“ ganga oft út frá allsherjar hárleysi líkamans; handarkrikar, legg- ir, kynfæri, og stundum líka bringa og bak, eftir því hver á í hlut. „Hinir loðnu“ hins vegar leyfa, að flestu leyti, óheftan líkamshárvöxt. Samkvæmt staðalímyndinni þá eru þeirra rök fyrir náttúrulegum hárvexti þau að það sé hið eðlilega ástand líkamans. Eflaust má rekja „normalíseringu“ kynfæraháreyðingar til klámsins og því spyr ég, þarf þetta að vera svona? Mætti vera loðin á leggjunum en með vel snyrtan munaðarhól? Eða loðin í dag og hárlaus á morgun? Oft er ég spurð hvort ég sé „með“ eða „á móti“ háreyðingu. Ef ég játast öðrum hvorum hópnum virðist ég hafa sett mig í þann hóp og fylgi viðhorfum hans. Þessu er ég hreinlega ósammála. Mér finnst að kynfærahárvöxtur og eyðing eigi að vera persónulegt val hvers og eins og þeirra einkamál. Vinkona mín framkvæmdi óformlega rannsókn á kynfærahárvexti kvenna í sundlaugum víðsvegar um höfuðborgina og komst að því að hárvöxtur var oft bundinn ákveðnum hverfum borgarinnar. Þessar niðurstöður segja ekkert til um skoðanir né kynlífshegðun fólks sem bú- sett er í þessum tilteknu hverfum, heldur er ákveðinn stökkpallur fyrir frekari umræðu á fyrirbærinu. Ef háreyðing er skoðuð í sögulegu sam- hengi má rekja hina útbreiddu hugmynd um að allar konur skulu vera „vel snyrtar“ til markaðsátaks snyrtivörufyrirtækja í byrjun tuttugustu aldarinnar. Hins vegar er háreyðing sem slík, á kynfærum og annars stað- ar, töluvert eldra fyrirbæri sem framkvæmt er af báðum kynjum í sumum menningarheimum. Í mínum útópíska heimi er kynfærahárvöxtur einkamál en ekki yfir- lýsing um lífsviðhorf, kynlífshegðun og bólfélagastöðu. Hár er jú bara hár og eins og með flest allt í þessum heimi þá má finna kosti og galla í báðum tilfellum. Mér er alveg sama hvernig þú hagar þínum hárvexti svo lengi sem þú sért sátt en sért ekki að haga þér samkvæmt samfélags- legri pressu. Rauðsokkur geta skartað suðuramerískri klippingu rétt eins og Beðmálsstúlkur geta hvílt rakvélina. Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Brenndir litir hafa verið áber- andi í haustlínum tískuhús- anna þetta árið. Hunangslitað- ir bolir, sinnepsgulir kjólar og aðrar brúnleitar flíkur verða mjög ráðandi í vetur. Litirnir klæða ef til vill ekki alla, en þeir sem komast upp með það ættu svo sannarlega að láta til leiðast, enda eru brenndu litirnir skemmtileg tilbreyting frá svarta litnum sem hefur hingað til verið helsti tískulitur vetrarmánuðinna. - sm Bolur úr Topshop, 5.990 kr. Chloé Þægilegar buxur úr Zöru, 6.995 kr. Viltu verða naglafræðingur? - Fyrirtækið Professionails er einn virtasti naglavöruframleiðandi í Evrópu. - Ásamt því að framleiða naglavörur rekur Professionails naglaskóla víða um heim. - Naglaskóli Professionails hefur verið starfræktur á Íslandi í 13 ár. - Allir leiðbeinendur sækja námskeið og þjálfun til Professionails, a.m.k. einu sinni á ári. - Naglavörurnar sem notaðar eru við kennsluna koma eingöngu frá Professionails. - Allir nemendur fá diploma frá Professionails sem nýtist þeim um allan heim að námi loknu. - Kennt er einu sinni í viku, á miðvikudögum, kl. 18-22 í 6-12 mánuði. - Skólagjöldin eru frá 336.000 kr. Hægt er að dreifa greiðslum á allt að 36 mánuði. - Innifalið í skólagjöldum er veglegur vörupakki frá Professionails. Naglaskóli Professionails SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli S N Y R T I - Fjölbreytt nám - Glæsileg aðstaða Nánari upplýsingar á snak.is Snyrtiakademían | Hjallabrekku 1 | 200 Kópavogur | S.553-7900 | www.snak.is 1. Kjóll úr Spúútnik, 15.900 kr. 2. Loðskór úr Zöru, 17.995 kr. 3. Hlébarðahúfa úr Accessorize, 3.999 kr. 4. Afrískt hálsmen úr Spúútnik, 11.900 kr. 5. Brúnt háls- men úr Topshop, 3.990 kr. 6. Síður tref- ill úr Zöru, 3.495 kr. 7. Brúnt leðurbelti úr Zöru, 7.995 kr. 8. Taska með kögri úr Friis og Company, 9.990 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bolur úr Vero Moda, 9.900 kr. Tískustraumarnir í vetur: BRENNDIR LITIR Hermes
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.