Fréttablaðið - 29.10.2010, Page 42
8 •
LÍFIÐ
SNÝST
UM
TÓNLIST
ÞORBJÖRG ROACH GUNNARSDÓTTIR ER
STELPAN Í RETRO STEFSON
Orð: Atli Fannar Bjarkason
Myndir: Anton Brink
R
etro Stefson er ein heitasta
hljómsveit landsins. Ef
þú trúir því ekki, spurðu
þau sem sáu hljómsveit-
ina koma fram á Iceland
Airwaves-hátíðinni á
dögunum. Gríðarleg
orka leysist úr læðingi á
tónleikum hljómsveitarinnar, sem gaf út aðra
plötu sína á dögunum. Hún heitir Kimbabwe
og hefur fengið frábæra dóma; fjórar stjörnur í
Fréttablaðinu og Morgunblaðinu og fullt hús í
Fréttatímanum. Árangur sem fáar hljómsveitir
toppa.
Retro Stefson varð til í Austurbæjarskóla
fyrir nokkrum árum. Hún varð þó hvorki til í
mötuneyti kennara né skrifstofu húsvarðarins,
þar sem meðlimir hljómsveitarinnar voru á
barnaskólaaldri þegar ævintýrið hófst. Hljóm-
sveitina leiðir hinn skeleggi Unnsteinn Manúel
Stefánsson og er hann einn af sex strákum
í Retro Stefson. En það er líka ein stelpa í
hljómsveitinni. Hún heitir Þorbjörg Roach
Gunnarsdóttir og er einn fjórði Ameríkani. Hún
leikur á hljómborð, segist vera feimin og þurfti
að hugsa sig um í klukkutíma áður en hún sló
til og tók boði Popps um að mæta í viðtal.
Ég hitti Þorbjörgu í höfuðstöðvum Popps í
Skaftahlíð. Þegar hún kom fékk ég strax nag-
andi samviskubit þar sem ég hafði komið þeim
skilaboðum áleiðis að hún tæki hljómborðið
með sér og hún burðaðist með það í strætó
úr miðbænum. Væri ég eins mikill herramað-
ur og ég segist vera hefði ég að sjálfsögðu
sótt hana. Allavega sent eftir henni bíl, en ég
þarf augljóslega að fara betur yfir það sem
mamma mín kenndi mér. Við setjumst niður í
viðtalsherbergi Popps og hún biður um að fá
að opna glugga. Það er ekki til að slá á sam-
viskubitið, en hún þurfti augljóslega að leggja
mikið á sig til að mæta í viðtalið. Ég ætti að
skammast mín.
Nýja platan ykkar í Retro Stefson er búin að
fá frábærar viðtökur og magnaða dóma í fjöl-
miðlum. Bjuggust þið við því?
„Nei, ég er ógeðslega ánægð. Ég var ekki
mikið að pæla í þessu, það var mikið að gera.
Svo sá ég dóm á Facebook og var mjög
ánægð. Ég var stressuð, þetta er náttúrulega
plata númer tvö og hún er öðruvísi en sú
fyrsta. Ég hafði áhyggjur af því að fólk þyrfti
meiri tíma til að melta hana, en viðtökurn-
ar komu á óvart og við erum öll ógeðslega
ánægð.“
Já, þetta er náttúrulega plata númer tvö, sem
hefur reynst mörgum erfið. Voruð þið ekki viss
um að hún myndi slá í gegn þegar hún var
tilbúin?
„Nei, ég veit það ekki. Við erum rosalega
ánægð með hana og vorum ekki mikið að spá
í hvað öðrum fyndist. Ég varð fyrst stressuð
þegar við héldum hlustunarpartí.“
Framhald á næstu síðu