Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 44
BRAGÐMIKIL BLANDA AF NORRÆNUM KVIKMYNDUM SEM NOTIÐ HAFA ALÞJÓÐ- LEGRAR HYLLI Markmiðið með Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs er að kynna úrval og fjölbreytni kvikmynda sem gerðar eru á Norðurlöndum, að efla norrænt menningarsamfélag og kynna Norðurlöndin sem heimamarkað fyrir menningu og styrkja þar með stöðu norrænna kvikmynda á alþjóðamarkaði. Norrænu kvikmyndaverðlaunin eru veitt árlega og er afhending verðlaunanna í Reykjavík 3. nóvember við hátíðlega athöfn í íslensku Óperunni. Verðlaunin eru veitt fyrir listræna norræna kvikmynd í fullri lengd, sem ætluð er til sýningar í kvikmyndahúsum. Kvikmyndin verður að hafa verið frumsýnd í þjóðlandinu á tímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010. Verðlaunin nema jafnvirði 350.000 danskra króna og skiptast jafnt á milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda til að leggja áherslu á að kvikmynd er listform þar sem náið samstarf þessara þriggja aðila er forsenda árangurs. Fimm alþjóðlegar dómnefndir hafa valið þær kvikmyndir sem tilnefndar eru frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Viðmið við tilnefningu Kvikmyndir sem tilnefndar eru þurfa að hafa sterka tengingu við norræna menningu, vera listframleiðsla í hæsta gæðaflokki, vera einstakar og listrænar og sameina og betrumbæta alla þætti kvikmyndalistarinnar þannig að útkoman sé sannfærandi og samþætt listaverk. Dómnefndin Dómnefnd er skipuð fulltrúa og varafulltrúa frá hverju landi fyrir sig, sem samþykktir eru af Norrænu ráðherranefndinni um menningarsamstarf. Fulltrúar í dómnefnd eru valdir meðal mikilsmetinna einstaklinga í kvikmyndaheiminum sem hafa faglega innsýn og reynslu af kvikmyndagerð. Fulltrúar: Anne Jerslev (Danmörk), Johanna Grönqvist (Finnland), Sif Gunnarsdottir (Ísland), Le LD Ngyen (Noregur) og Eva af Geijerstam (Svíþjóð). Varafulltrúar: Bo Green Jensen (Danmörk), Kati Sinisalo (Finnland), Kristín Jóhannesdóttir (Ísland), Øyvor Dalan Vik (Noregur) og Tony Forsberg (Svíþjóð). SUBMARINO Fafla – efniskjarni atburðarásar Myndin segir frá tveimur bræðrum sem voru aðskildir í æsku eftir áfall sem sundraði allri fjölskyldunni. Í dag er eldri bróðirinn ofbeldisfullur ofdrykkjumaður, meðan sá yngri, sem er einstæður faðir og fíkill, reynir að búa syni sínum betra líf. Leiðir bræðranna skarast sem gerir uppgjör við fortíðina óumflýjanlegt. Um myndina Leikstjórinn Thomas Vinterberg laðaðist að því hlutbundna raunsæi sem er að finna í skáldsögu Jonas T. Bengtsson þar sem umfjöllunarefnið er sektarkennd foreldra. Við undirbúning kvikmyndarinnar sökkti Vinterberg sér í hugarheim tveggja aðalpersónanna, hinum félagslega snauða Nick (Jakop Cedergren) og eiturlyfjafíklinum yngri bróður hans (Peter Plaugborg), sem er faðir litla drengsins Martin. Til að ná sem bestri mynd af beiskum hugarheimi persónanna dvaldi Vinterberg langdvölum í vafasömum hluta Kaupmannahafnar, þar sem hann hitti fyrir gamlan bekkjarfélaga sinn sem þá hafði verið heróínfíkill í 20 ár. Bekkjarfélagann gamla spurði hann spjörunum úr til að skilja betur líf föður Martins í bókinni. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2010 í Berlín í Þýskalandi. Hún hefur verið keypt til dreifingar í Frakklandi, Benelux löndunum, Spáni, Ítalíu og Japan. Hún var frumsýnd í Danmörku í mars síðastliðinn og hlaut lofsamlega dóma. Aðstandendur Leikstjóri: Thomas Vinterberg Handrit: Thomar Vinterberg og Tobias Lindholm Framleiðandi: Morten Kufman Byggt á bók eftir: Jonas T. Bengtsson Aðalhlutverk: Jakob Cedergren, Peter Plaugborg, Patricia Schuman og Morten Rose Framleitt af Nimbus film Lengd 110 mínútur THE GOOD HEART Fafla – efniskjarni atburðarásar Myndin fjallar um umrenninginn Lucas, sem lendir á sjúkrahúsi eftir misheppnaða sjálfsmorðstilraun. Þar hittir hann bareigandann Jacques, sem á við eigin heilsuvandamál að stríða. Eftir að Lucas hefur verið hjúkrað til heilsu tekur Jacques hann að sér í þeim tilgangi að hann taki við barnum þegar Jacques fer yfir móðuna miklu. Allt gengur eins og áætlað var þar til drukkna gengilbeinan April mætir á staðinn og setur heldur betur strik í reikninginn. Um myndina Dagur Kári sameinar í þessari kvikmynd tvo ólíka póla kvikmyndagerðarlistarinnar: Arthouse og sitcom eða ljóðrænt listform og gamanþáttaform. „Ég hef mikið dálæti á gamanþáttastílnum, að vera fastur í endalausri endurtekningu með uppáhalds persónunum mínum í skýrum og afmörkuðum frásagnarheimi. Ég hef líka dálæti á ljóðrænum kvikmyndum og dramatískri uppbyggingu sem brýtur hefðbundnar reglur frásagnarlistarinnar. Gamanþættirnir hafa tilhneigingu til að hafa helst til ófrýnilega umgjörð og útlit á meðan ljóðrænar kvikmyndir eiga það til að taka sig of alvarlega. Markmiðið var að gera blöndu af því sem ég hef dálæti á úr báðum stílum, gera ljóðrænan húmor og dramatíska kómík,“ segir Dagur Kári. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Tórontó í Kanada 2009. Hún hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum hér á Íslandi, í Frakklandi, í Póllandi, í Bandaríkjum Norður-Ameríku, á Spáni og hefur þar að auki unnið til ýmissa verðlauna s.s. Kodak Nordic Vision verðlaunin fyrir kvikmyndatöku (Rasmus Videbæk) á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð 2010. Aðstandendur Leikstjórn og handrit: Dagur Kári Framleiðendur: Þór Sigurjónsson og Skúli Fr. Malmquist Aðalhlutverk: Brian Cox, Paul Dano og Isild Le Besco Framleitt af Zik Zak Filmworks Lengd 95 mínútur TILNEFN DANMÖRK ÍSLAND Verðlaunahafar fyrri ára. Norrænu kvikmyndaverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á árinu 2002. Þá hlaut finnski kvikmynda- leikstjórinn Aki Kaurismäki þau fyrir kvikmyndina Mies vailla menneisyyttä (Maður án fortíðar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.