Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 45

Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 45
2005 Drabet (Morðið), leikstjóri Per Fly, handritshöfundar Kim Leona, Dorte Høgh, Mogens Rukov og Per Fly, og framleiðandi Ib Tardini fyrir Zentropa, Danmörku. Kvikmyndaverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2005, verðlaunamyndir síðan þá eru: MIESTEN VUORO (STEAM OF LIFE) //SÁLNASÁNA Fafla – efniskjarni atburðarásar Heimildamynd um nakta finnska karlmenn í sánum. Við fylgjumst með þeim hreinsa sig líkamlega og andlega og tala beint frá hjartanu. Í myndinni er farið vítt og breitt um Finnland, heimsóttar fjölmargar sánur og rætt við karlmenn úr öllum stigum þjóðfélagsins. Við heyrum sögur af ást, dauða, fæðingu og vinskap. Í örstuttu máli, um lífið. Um myndina Hugmyndin að myndinni, að kvikmynda finnska karlmenn í sánum, kviknaði þegar Joonas Berghäll vandi komur sínar í eina af elstu sánum Tampere/Tammerfors til að hreinsa hugann á erfiðum tímum. Hann hjó eftir innilegum samtölum manna í sánunni, en berskjaldaðir í þessu umhverfi tókst þeim að finna sérstaka nánd og gátu deilt tilfinningum sínum. Þegar upptökurnar áttu sér stað voru leikstjórinn og tökuliðið einnig án fata svo viðfangsefnin ættu auðveldara með að opna sig. Frá tæknilegu sjónarhorni þurfti að hita tækjabúnað upp að hita sánunnar (75-85 gráður á Celsíus) til að forðast móðumyndun á tökuvélinni. Myndin var frumsýnd í Finnlandi þann 26. mars síðastliðinn og hlaut miklar vinsældir sem og góðar umsagnir gagnrýnenda. Myndin vekur ámóta viðbrögð hjá áhorfendum og dómnefndum hvert sem hún fer. Hún hlaut Risto Jarva verðlaunin og áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Tampere/Tammerfors í Finnlandi, dómnefndarverðlaun á Visions du Reel í Nyon í Swiss ásamt því að skipa efstu sætin á kvikmyndahátíðunum DocAviv í Tel Aviv í Ísrael og Planeta Doc Review í Varsjá í Póllandi. Aðstandendur Leikstjórn og handrit: Joonas Berghäll og Mika Hotakainen Framleiðandi: Joonas Berghäll Framleitt af Oktober Oy Lengd 84 mínútur UPPERDOG //YFIRHÖNDIN Fafla – efniskjarni atburðarásar Ung að árum voru hálfsystkinin Axel og Yanne ættleidd til Noregs. Drengurinn fór á hástéttarheimili í vesturhluta Oslóborgar á meðan stúlkan fór heimili miðstéttarfjölskyldu í austurhluta borgarinnar. Ólíkt bróður sínum man Yanne vel eftir ferð þeirra til Noregs þó hún viti ekki hvar bróðir hennar er niðurkominn. En skjótt skipast veður í lofti og þegar pólsk vinkona Yanne hefur störf sem þerna á heimili foreldra Axels, fara hjólin að snúast. Á heimili þeirra uppgötvar hún ljósmynd af ungum dreng, þeim sama og er á ljósmynd sem Yanne hefur uppi á vegg hjá sér. Um myndina Myndin er marglaga frásögn af hópi ungmenna í Osló okkar daga. Myndin snýst um það að sjá annað fólk, ekki bara sjálfan sig, til að sættast við fortíðina. Kjarni myndarinnar er fólginn í þeirri frelsun sem fyrirfinnst í ást milli tveggja einstaklinga. Myndinni gekk firnavel eftir að hún var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi og trekkti að meiri en 110,000 áhorfendur þar í landi. Síðan í október síðastliðnum hefur myndin farið vítt og breitt um heiminn og hlotið ýmis verðlaun s.s. Dómnefndarverðlaunin á Nordic Film kvikmyndahátíðinni í Rouen í Frakklandi 2010 ásamt því að vera kosin besta norræna kvikmyndin 2009 af samtökum Norænna kvikmyndagagnrýnenda. Aðstandendur Leikstjórn og handrit: Sara Johnsen Framleiðendur: Christian Frederik Martin og Asle Vatn Aðalhlutverk: Mads Sjøbård Pettersen, Agnieszka Grochowska, Hermann Sabado og Bang Chau Framleitt af Friland AS Lengd 95 mínútur METROPIA Fafla – efniskjarni atburðarásar Myndin gerist í ekki alltof fjarlægri framtíð. Olía heimsins er að verða uppurin og risastórt neðanjarðarlestarkerfi tengir saman alla Evrópu. Í hvert skipti þegar Roger, sem er frá Stokkhólmi, fer inn í neðanjarðarlestarkerfið heyrir hann ókunnuga rödd í höfðinu. Hann leitar til Ninu til að fá hjálp við að losa sig úr flóknum vef neðanjarðalestakerfisins, en því lengra sem þau fara, þeim mun dýpra sökkva þau í ansi skuggalegt samsæri. Um myndina Myndin er stafræn samsuða á milli þess að vera teiknimynd og leikin mynd, sú fyrsta sinnar tegundar í Svíþjóð. Leikstjórinn var innblásinn af klassískum bókmenntum þeirra Franz Kafka (The Trial) og George Orwell (1984) þegar hann þróaði hugmyndina um samfélag þar sem hugsunum og gjörðum fólks er stjórnað af „Stóra bróður.“ Tarik Saleh, leikstjóri myndarinnar, segir sjálfur myndina fjalla um „menningarlega byltingu okkar tíma, eftirlit, úrkynjaða forvitni og ofsóknarbrjálæði.“ Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2009 þar sem hún hlaut Future Film Digital verðlaunin. Síðan þá hefur henni verið boðið á tæplega 50 alþjóðlegar kvikmyndahátíðir. Myndin var frumsýnd í Svíþjóð í októbermánuði 2009 og hefur verið keypt til dreifingar í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Danmörku og Noregi. Aðstandendur Leikstjóri:Tarik Saleh Handrit: Stig Larsson, Frederik Edin og Tarik Saleh Framleiðandi: Kristina Åberg Leikraddir: Vincent Gallo, Juliette Lewis, Udo Kier, Stellan Skarsgård, Alexander Skarsgård og Sofia Helin Framleitt af Atmo Metro AB Lengd 86 mínútur NINGAR 2010 FINNLAND NOREGUR SVÍÞJÓÐ 2006 Zozo, handritshöfundur og leikstjóri Josef Fares og framleiðandi Anna Anthony fyrir Memfis Film, Svíþjóð. 2007 Kunsten at græde i kor (Listin að gráta í kór), leikstjóri Peter Schønau Fog, handritshöfundur Bo hr. Hansen og framleiðandi er Thomas Stenderup fyrir Final Cut, Danmörku. 2008 Du levande (Þið sem lifið), handritshöfundur og leikstjóri Roy Andersson og framleiðandi Pernilla Sandström fyrir Studio 24, Svíþjóð. 2009 Antichrist (Andkristur), handritshöfundur og leikstjóri Lars von Trier og framleiðandi Meta Louise Foldager fyrir Zentropa, Danmörku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.