Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 50
MAMMA
„Þetta
virðist nú
ekki vera
falleg
mynd og
alls ekki
mynd til
að fara á
með mömmu sinni. Hún er mjög
ofbeldisfull, stúlkurnar geta ekki
haldið sér í fötunum og aðalleikar-
inn virðist hafa búið í ræsinu alla
sína ævi. Ég er ekkert sérstaklega
hrifin af því að þú sért að horfa á
svona myndir, sonur sæll. Hvað
með Facebook-myndina?“
BÍÓNÖRDINN
„Robert
Rodriguez
kann list-
ina að gera
flottar
B-myndir.
Machete
hefur
verið vel tekið og sumir segja að
testósterónmagnið sé meira en
í Expendables. Steven Seagal,
Don Johnson og sjálfur Robert
DeNiro leika í myndinni sem ætti
að gleðja kvikmyndanördana, en
yfirgengilegt ofbeldið á eftir að
trufla einhverja.“
VINURINN
„Við erum
að fara
á þessa
mynd, það
er engin
spurning.
Sumir líkja
henni við
Expendables, nema það ku vera
söguþráður í þessari. Og brjóst.
Fullt af brjóstum. Ofbeldið á líka
að fara yfir öll mörk sem ætti að
gleðja menn eins og okkur sem fá
útrás í gegnum bíómyndir en ekki
slagsmál niðri í bæ um helgar.“
STELPAN
„Æi, er
þetta ekki
voðalega
mikil
punga-
mynd? Er
ekki alveg
viss um
að það sé sniðugt að bjóða mér á
mynd sem snýst nánast eingöngu
um ferðalag einhvers konar
ómennis í gegnum heim fullan
af allsberum stelpum og blóði.
Hringdu í mig þegar þú ert að fara
á mynd sem ég get hugsanlega
haft gaman af.“
12 •
Machete er leiddur í
gildru af mönnum sem
öbbuðust upp á rangan
Mexíkómann. Hann ætlar
að hefna sín og fær prest
með sér í lið. Gæti þetta
hljómað betur? Hvað með
ef við bætum Jessicu
Ölbu í jöfnuna? Já? – full-
komið. Machete ku sparka
í rassinn á Expendables,
sem var testósterón-
veisla frá upphafi til enda.
Þar var bara ein gella, það
eru miklu fleiri í Machete.
Leikstjóri myndarinnar er
Robert Rodriguez, sem
er besti vinur
Tarantino.
Hann er ekki
alveg eins
hæfileika-
ríkur, en
kann þó
að gera B-
myndir.
SÁSTU EXPENDABLES? JÁ? SJÁÐU MACHETE
BLÓÐ, BRJÓST OG ALLT
OF MIKIÐ OFBELDI
HRIKALEGUR Ég bað samt bara um hníf til að skera gúrku.
karlmanna fannst Iron Man 2 besta mynd síðasta sumars. Aðeins 10% völdu Expend-
ables.45%
POPPDÓMNEFNDIN
BÍÓ
Tom Cruise hefur verið boðið auka-
hlutverk sem barþjónn í söngva-
myndinni Rock of Ages. Hún er byggð á
samnefndum söngleik sem hefur gengið
fyrir fullu húsi á Broadway.
Myndin fjallar um stúlku frá litlum bæ
í Kansas sem lætur drauminn rætast og
ákveður að flytja til Los Angeles. Þar fellur
hún fyrir náunga sem dreymir um að
verða rokkstjarna. Framleiðandinn
New Line tryggði sér kvik-
myndaréttinn á söngleiknum
fyrir tveimur árum og átti
Tobey Maguire að koma að
framleiðslunni. Adam Shank-
man, sem hefur leikstýrt
sjónvarpsþáttunum Modern Family og Glee,
ásamt söngvamyndinni Hairspray, leikstýrir
myndinni og eiga tökur að hefjast á næsta ári.
Hellingur af frægum rokklögum frá níunda
áratugnum eru í Rock of Ages, með bönd-
um á borð við Bon Jovi, Poison, Journey og
Twisted Sister. Ef Cruise samþykkir að leika í
myndinni fær hann væntanlega að spreyta sig
á einhverjum þessara laga og verður væg-
ast sagt fróðlegt að fylgjast með útkomunni.
Einnig fær hann að endurtaka takta sína sem
barþjónn en margir muna eftir honum gera
góða hluti í Cocktail frá árinu 1988.
Cruise sást síðast á hvíta tjaldinu í gaman-
hasarnum Knight and Day þar sem hann lék á
móti Cameron Diaz.
BARÞJÓNN Í NÝRRI SÖNGVAMYND
TOM CRUISE Hefur verið boðið
að leika barþjón í söngva-
myndinni Rock of Ages.
Dan Trejo, aðalleikari
Machete, var háður
heróíni á yngri árum
og var oft stungið í
steininn fyrir ýmis
afbrot. Það kemur á
óvart.