Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 50
MAMMA „Þetta virðist nú ekki vera falleg mynd og alls ekki mynd til að fara á með mömmu sinni. Hún er mjög ofbeldisfull, stúlkurnar geta ekki haldið sér í fötunum og aðalleikar- inn virðist hafa búið í ræsinu alla sína ævi. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af því að þú sért að horfa á svona myndir, sonur sæll. Hvað með Facebook-myndina?“ BÍÓNÖRDINN „Robert Rodriguez kann list- ina að gera flottar B-myndir. Machete hefur verið vel tekið og sumir segja að testósterónmagnið sé meira en í Expendables. Steven Seagal, Don Johnson og sjálfur Robert DeNiro leika í myndinni sem ætti að gleðja kvikmyndanördana, en yfirgengilegt ofbeldið á eftir að trufla einhverja.“ VINURINN „Við erum að fara á þessa mynd, það er engin spurning. Sumir líkja henni við Expendables, nema það ku vera söguþráður í þessari. Og brjóst. Fullt af brjóstum. Ofbeldið á líka að fara yfir öll mörk sem ætti að gleðja menn eins og okkur sem fá útrás í gegnum bíómyndir en ekki slagsmál niðri í bæ um helgar.“ STELPAN „Æi, er þetta ekki voðalega mikil punga- mynd? Er ekki alveg viss um að það sé sniðugt að bjóða mér á mynd sem snýst nánast eingöngu um ferðalag einhvers konar ómennis í gegnum heim fullan af allsberum stelpum og blóði. Hringdu í mig þegar þú ert að fara á mynd sem ég get hugsanlega haft gaman af.“ 12 • Machete er leiddur í gildru af mönnum sem öbbuðust upp á rangan Mexíkómann. Hann ætlar að hefna sín og fær prest með sér í lið. Gæti þetta hljómað betur? Hvað með ef við bætum Jessicu Ölbu í jöfnuna? Já? – full- komið. Machete ku sparka í rassinn á Expendables, sem var testósterón- veisla frá upphafi til enda. Þar var bara ein gella, það eru miklu fleiri í Machete. Leikstjóri myndarinnar er Robert Rodriguez, sem er besti vinur Tarantino. Hann er ekki alveg eins hæfileika- ríkur, en kann þó að gera B- myndir. SÁSTU EXPENDABLES? JÁ? SJÁÐU MACHETE BLÓÐ, BRJÓST OG ALLT OF MIKIÐ OFBELDI HRIKALEGUR Ég bað samt bara um hníf til að skera gúrku. karlmanna fannst Iron Man 2 besta mynd síðasta sumars. Aðeins 10% völdu Expend- ables.45% POPPDÓMNEFNDIN BÍÓ Tom Cruise hefur verið boðið auka- hlutverk sem barþjónn í söngva- myndinni Rock of Ages. Hún er byggð á samnefndum söngleik sem hefur gengið fyrir fullu húsi á Broadway. Myndin fjallar um stúlku frá litlum bæ í Kansas sem lætur drauminn rætast og ákveður að flytja til Los Angeles. Þar fellur hún fyrir náunga sem dreymir um að verða rokkstjarna. Framleiðandinn New Line tryggði sér kvik- myndaréttinn á söngleiknum fyrir tveimur árum og átti Tobey Maguire að koma að framleiðslunni. Adam Shank- man, sem hefur leikstýrt sjónvarpsþáttunum Modern Family og Glee, ásamt söngvamyndinni Hairspray, leikstýrir myndinni og eiga tökur að hefjast á næsta ári. Hellingur af frægum rokklögum frá níunda áratugnum eru í Rock of Ages, með bönd- um á borð við Bon Jovi, Poison, Journey og Twisted Sister. Ef Cruise samþykkir að leika í myndinni fær hann væntanlega að spreyta sig á einhverjum þessara laga og verður væg- ast sagt fróðlegt að fylgjast með útkomunni. Einnig fær hann að endurtaka takta sína sem barþjónn en margir muna eftir honum gera góða hluti í Cocktail frá árinu 1988. Cruise sást síðast á hvíta tjaldinu í gaman- hasarnum Knight and Day þar sem hann lék á móti Cameron Diaz. BARÞJÓNN Í NÝRRI SÖNGVAMYND TOM CRUISE Hefur verið boðið að leika barþjón í söngva- myndinni Rock of Ages. Dan Trejo, aðalleikari Machete, var háður heróíni á yngri árum og var oft stungið í steininn fyrir ýmis afbrot. Það kemur á óvart.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.