Morgunn - 01.06.1926, Síða 23
MOBGUNN
17
nú lengnr viö liann en fyr. Maður spönsku konunnar kom
'Og talaði viö liana á spönsku. Skilcli þau enginn viöstaddur,
■en konan var sannfærð um að hún liefði talað við mann sinn
og engan annan. Samtals töluöu 12 raddir á ]?essum tveim
íundum, allar með sérstökum persónublæ og hver annari ólíkar.
Yfirleitt má segja, að flest lijálpaöi til að gera þessa
fundi sem mest sannfærandi. Mr. Bradley fer mjög niörandi
orðum um þá menn, sem þættust geta skýrt þessa hluti alla
á venjulegan hátt, kveðst aldrei geta skilið að það gætu verið
mcnn með fullu viti. Sæmilega greindir menn hljóti strax að
sjá aö liér sé um aðra heimstilveru að ræða. Svo lifandi segir
Mr. B., að þessi nýi heimur hafi orðið sér, að sér liafi ekki
dottið í hug að vera aö krefjast svo fánýtra sannindamerkja
sem hin vísindalega smámunasemi sé altaf að flækja hugann í
við slíkar rannsóknir, — og neiti svo öllum saman þegar þær
eru fengnar. Ilin eina verulega og stóra sönnun sé sú, að
komast í andlegt samband við andalieiminn, sem auösjáan-
lega hafi einn að gcvma lífið alt — jarðlífið sé ekki annað
en hverfull skuggi af þessum mikla veruleika. — Iléðan af
■er orðtak hans: „Eg trúi ekki, heldur veit eg!“
Nú verður að fara fljótt vfir sögu.
Mr. Bradley fer aftur til Englands. Starfsemi lians er
komin yfir í nýjan farveg. Hann gerði sér góðar vonir um
að rannsaka ensku miðlana og ná tali af sömu öndunum
austan hafsins, sem liann hafði átt tal við í Ameríku. — En
í fyrstu varð hann fyrir miklum vonbrigðum. — Það reynd-
ist ekki auðvelt, að ná í góða miðla á Englandi. Að minsta
kosti ekki sem þyldu samjöfnuð við Mr. Yaliantine.
Þeir miðlar, sem Mr. Bradley leitatSi til, voru Mr. Evan
Powell, Mrs. Brittain, Vout Peters, sem hér var í Reykjavík
fyrir fáum árum, og Mrs. Leonard. — Þeir atburðir, sem
gerðust með liinum þremur fyrstnefndu miðlum, þótti hon-
um lieldur lítilfjörlegir í samanburði við það, sem hann hafði
áður kynst. Það gerðust hreyfingar og samband fékk hann
við einhverskonar persónur, sem liann vissi engin deili á, og
■enginn af öndunum frá Ameríkufundunum lét neitt frá sér
2