Morgunn - 01.06.1926, Page 47
M 0 R G U N N
41
Eg finn og heyri, að hann segir við mig: „Ivomdu við í
Hraunsási, bróðir.“
Þá réö eg af aö gera þetta. í sama bili sýndist mér
hann verða mjög glaðlegur. Hann kveöur mig og fer.
Eg sá þegar, að hesturinn hættir aö horfo á götuna.
Hann gekk til hliðar, liristi sig, frísaöi ánægjulega, að mér
fanst, og fór að bíta. Nú gekk eg aö því vísu, að eg mundi
frétta lát bróöur míns á Hraunsási.
Þaö varö lílca. Eg frétti þar ekki eingöngu lát bróður
míns, heldur líka móður minnar.
Eg býst við, að einliverjum þyki það undarlegt, aö eg
skyldi ekki þegar í staö ganga að andláti bróöur míns vísu,
er eg sá liann og heyrði til hans. Nú dylst mér þaö ekki, að
það hafi verið liann, sem til mín talaði. En þá var iivort-
tveggja, aö eg trúði ekki á þessa skygni mína, og svo hefi
eg svo oft séð lifandi menn á þeim stööum, sem þeir hafa
•eklti getaö verið á — hvernig sem á því stendur.
Ilér um bil undarítekningarlaust sé eg veru eða svip með
hverjum manni í einliverri mynd. Þessar verur eru mismun-
andi skýrar og mismunandi fallegar. Ahrifin frá þeim fara
eftir útlitinu. Eg hefi tekið eftir því, að lægri verur fylgja
þeim miinnum, sem eru milcið gefnir fyrír líkamlegar nautn-
ir. T. d. er þaö svo um drylckjumenn, aö þeim fylgja lágar
verur, sem i’efja sig utan um þá, njóta áfengisins með þeim
og lialda þeim á valdi sínu. Meö því er stjakaö frá góðum
verum og' hjálp þeirra fer forgörðum. Þær eru altaf ööru
hvoru að reyna aö hjálpa og líkna þeim, sem bágt éiga; en
einknm þegar þær eru beðnar um lijálpina.
Eg skal vera lireinskilinn viö ykkur. Eg hefi orðiö
fyrir skeytum og áhrifum frá lágum verum, og eg liefi stund-
um fariö eftir þeim. Afleiðingarnar hafa eklci orðiö góðar.
Eg liefi þá alt af unnið eittlivert 'óliapp, eða þjónað ein-
liverri nautnafýsn svo rækilega, að eg hefi orðiö veikur á
eftir. Þegar eg hefi orðið fyrir slíkum skeytum, hefir mér
reynst óbrigöult aö bíða og biðja af hug og hjarta um stvrk