Morgunn - 01.06.1926, Síða 49
MORGUNN
43:'
HaustiiS 1917, síðasta árið, sem eg var hjá foreldrum
mínum aö Ilvammi í Dýrafiröi, fór eg kvöld eitt út að Þing-
eyri að vitja læknis. Sú vegalengd mun vera nálægt þrem
kílómetrum.
Læknirinn fór þegar. En eg beið lians á Þingeyri. Þegar
hann kom aftur, tók eg við meðölum, og liélt heimleiöis..
Mun þá hafa verið liðið á 12. stund. Mjög var diml þetta
kvöld, jörð auð, loft skýjaö, en blíöviöri og kyrö.
Þegar eg var skamt kominn inn fyrir Þingeyri, heyri eg
glögt að gengiö er samhliöa mér á hægri ]iönd, <*n nolckuö
frá veginum. Eftir litla stund ávarpaði eg þennan ósýnilega
förunaut. Eg taldi það víst, að hann væri einhver af ná-
griinnum mninm. En enginn svaiaði. Eg vissi þá, aö hér var
ekki maöur á ferð. Svip eöa dularveru gat eg enga séö. Þaö
liaföi mér aldrei brugöist áður, að eg gæti séð það, sem eg
heyröi til. Mér varð því þegar allónotalega viö þetta.
Eg tók þá aö mana þessa veru til aö sýna sig. Það varö
árangurslaust. Og nú greip mig svo mikill ótti og ónot, aö eg
tók að hlaupa heimleiöis sem mest eg mátti.
Eftir litla stund heyrði eg og fann, aö vera þessi var
komin mjög nairri mér. Eg heyröi fótatak hennar bak viö
mig og fann kalda strauma leggja um bak mér og herðar.
Einhvem andardrátt heyröi eg. Eg leit þá viö og sá mann
nokkurn, mjög stóran og aö ýmsu svo ægilegan, að slíka sýn
Jiefir aldrei fyrir mig borið. Andlitið var dökt, eins og á
kynblendingi, augun sem sindrandi glóö.
Eg herti nú hlaupin, en fann stöðugt áhrif og nálægö
verunnar og heyrði til liennar. Mér datt í hug, að húu mundi
vilja hrekja mig í sjóinn, og tók heldur aö leita á brekkuna.
En nú fór eg mjög að þreytast, enda íundust mér áhrifin
frá verunni draga frá mér kraft og eins og þrýsta mér niöur.
Poka iiafði eg um öxl, og var lítilsháttar af búðarvarn-
ingi í honum, en bundiö af í einu borni hans. Eg tók nú
pokann og kastaði iionum aftur fyrir mig. En svo virtist
mér, sem hann væri gripinn á lofti, og honum var jafnsnarl
varpað fram fyrir fætur mér. Eg tók liann þá upp aftur..