Morgunn - 01.06.1926, Síða 62
r
56 MORGUKN
því að guðstrú þeirra krefjist þess, eða af því að réttlætis-
tilfinning þeirra krefjist þess? Nei, það vill svo til að það
er ekki. Ilugo 'bygði sannfæringu sína á alt öðru. Ilann var
einn fyrsti brautryöjandi þeirrar stefnu, er segir, aiS eini
vegurinn til þess að fá eitthvað aö vita um framlialdslífið,
sé sá, að ná einhverju sambandi viö það líf. Hann taldi sér
hafa tekist það. Þess vegna vissi hann, hvað lians sjálfs beið.
Og þarna erum viö vitaskuld komnir að því, sem er
þungamiðjan í þessu máli. Öll heimspeki, allar röksemda-
leiðslur eru einskisvirði í samanburði við þetta: að vita.
Og um leið erum við komnir að þeirri spurningu, sem
verulega skiftir skoðunum mínuni og liáttvirts andstæðings-
míns. Er spiritisminn svo traustur grundvöllur, að treysta.
megi með algerri vissu á þessa heildarniðurstöðu lians? Ilef-
ir spíritisminn fært oss úrslita rök fyrir því að mennirnir
lifðu eftir andlátið, og hefðu þar tækifæri til þess að berjast
áfram til æðri og háleitari andlegs þroska? Eg held því fram,
að þessum spurningum megi svara játandi, svo framarlega.
sem annars sé hægt að treysta mannlegum vitnisburði og
mannlegri dómgreind. Spíritisminn í sínu nútíðarformi —
því að vitaskuld liafa drög að honum ávalt verið til — er nú
um sjötíu ára gamall. Og það eru þau sjötíu árin á ferlí
mannkynsins, sem menn liafa komist lengst í því að athuga og
rannsaka þá atburði, sem fyrir þá koma. Á þessum árum
hafa ekki eingöngu hundruð þúsunda af mönnum, eins og
þeir gerast, upp og ofan, athugað jmssi efni, heldur hafa til
þess valist skörpustu andans menn sumir, sem veröldin Iiefir
átt kost á. Meðal þeirra eru þeir, sem fengið hafá Nóbels-
verðlaun fyrir frábæra skarpsltygni og djúpliygni við að at-
huga fyrirbrigði náttúrunnar, og aðrir þeir, sem hlotið hafa
æðstan vísindaheiður, sem mentuðum þjóðum er unt að veita
nokkuruin mönnum Allir liafa þessir menn átt mikið í iiúfi
með að lilaupa ekki á sig. Þeir vissu, að almenningur var ekki
eingöngu á móti mélinu, heldur var vísindaheimurinn fyrst
og fremst á móti því. Þeir voru sjálfir aldir upp við þann
hugsunarhátt, að alt þetta, sem kallað hefði verið yfirnáttúr-