Morgunn - 01.06.1926, Side 67
M 0 R G U N N
61
fleipra neinti á þ;mn hátt, sem hér var g’ert. Eg fletti þess
'vegna upp í Encyclopedia Brittanica. Þar er talað um fyrir-
brigöin 1848 hjá Fox-systrunum, en ekki meö einu oröi gefið
í skyn, að þau hafi verið svik. Eg íield því, aö andstæö-
ingur minn hafi verið eitthvaö annars hugar, meðan hann
'var að lesa þetta. Hins er getiö í þessari grein, að sumir hafi
reynt aö skýra slík einkennileg högg, sem fram komu hjá Fox-
systrunum, meö því, aö ýmsir geti framleitt smelli meö tán-
um, og það hafi sannast þrem árurn síöar — 1851 —, að
systurnar ]tafi getað látið smella í tánum á sér. Yitneskjan
er satt að segja ekki sérlega mérkileg, því að þetta getur
víst rúmlega annar hver maöur. En eí andstæðingur minn
hefir lesiö alt um þetta mál með jafn-mikilli athygli og dóm-
greind, þá fer eg aö skilja, hvernig stóð á röksemdum ltans,
er við deildum síöast. Hann talaði þá meöal annars um
trúöleikarann Houdini, sem staðið heföi hrknisfrú eina í
Boston, sem miðill væri, að svikum. Þessi kona er nú að
veröa lieimsfræg manneskja. Andstæöingur tninn gat þess
náttúrlega ekki, aö Houdini kom að eins á 5 fundi, þar sem
meönefndarmenn lians komu á marga tugi funda. Hann gat
þess lieldur eklci, að Iloudini væri eini nefndarmaðurinn, sem
komist hefði að þessari niöurstööu, og aö lokum gat hann
þess ekki, að Iíoudini liaföi sjálfur verið staöinn aö svikum,
sem hann hafði stofnað til í því skvni að koma þeim á miöil-
inn. En fyrst eg hefi minst á þessa manneskju, þá langar mig
til þess aö geta þess, að eg liefi sjálfur setið á fundi með
henni í Boston síðastliöið vor. Maöur hennar var 16 ár —
að mig minnir — kennari í skurðlækningum viö Ilarvard-
háskólann. Hann var trúmaður enginn, en ágætur vísindamað-
ur. Fyrir 2—3 árum fór að bera á miðilsgáfu hjá frúnni.
Hún byrjaði meö því aö skrifa ósjálfrátt. Það geröi hún á !)
tungumálum. Eg sá sum handritin og gat þýtt fyrir þau
ýmislegt, sem þau höföu ekki hugmynd um ltvaö þýddi —
svo sem dönsku, sem þau höföu haldiö að væri hollenzka.
En eg og faðir minn ltöfðum meðmælingarlbréf til þessara
hjóna. Þau tóku olckur vel og viö vorum hjá þeim eina