Morgunn - 01.06.1926, Page 72
66
MORGUNN
boga og spyr: „Hver ert >ú?“ „Tapakittiko\va“ var svarið.
Maöurinn livarf síðan fljótlega. En jafnframt birtist mér
önnur sýn — ví'öáttumikið og fagurt landslag og maöur
álengdar, I sérkennilegu umliverfi. Er þaö alt enn ljóslifandi
fyrir minni mínu og væri mér yndi að lýsa því hér, ef rúni
leyföi. Jafnskjótt og scinna fyrirbærið hvarf, varð albjart í
herberginu. Sagði læknir mér, er eg skýrði honum frá
þessu, að eg kæmi þar með lýsingu á tveim hinum „ósýni-
legu“ meölæknum sínum, svo ekki væri um að villast. Þaö
tel eg vafalaust, að stúlkurnar íslenzku, sem héldu til ásamt
mér í liúsi læknisins, hafi verið búnar að nefna „Tapakitti-
kowa“ í mín eyru, áður en fyrirbæri þetta gerðist.
Skal svo aftur vikið að aðalfrásögninni. Eg legg af stað
frá heimili mínu að Wynyard, Sask., seinni hluta sunnu-
dags, 21. sept.; fer eins og leið liggur með járnbrautarlest til
Chicago og er komin þangað að kvöldi þ. 23. s. m. Daginn
eftir, kl. 10 f. h., fæ eg fyrstu læknismeShöndlun, sem þá eins
og venjulega stóð yfir í 20 mínútur.
Rétt áður en læknir lauk við, segir hann (vitanlega á
ensku): „Hver er Jóna? Það stendur lijá þér kona, sem er
nýlega farin úr þessum heimi.“ — Þögn. — „Það varð bif-
reiðarslys í Wynyard, kvöldið sem þú fórst, rétt í ljósaskift-
unum. Ilún er að sýna þér, hvar höggið kom á“ — og lækn-
irinn sýnir staðinn á sínu eigin liöfði. Hann lætur fallast
niður í stól sinn, bendir mér að hvíla mig í sófanum,
og heldur svo áfram (í léttu miöilsástandi) : „Iieiman frá
þér eru 7 mílur til Wynyard. Þú fer 2 mílur norður og
5 mílur vestur. Eg sé tvær brýr á leiðinni. Sú vestari, ná-
lægt bænum, virðist iill af göflum gengin. Eg sé bifreið koma
að austan. Hún snýr við, áður en luin kemur aö brúnni;
hún fer norður slétta.flöt, meðfram litlu, hvítu húsi, og þar
yfir gilið; hún er nærri komin yfir; liún stöðvast; liún fer
aftur á bak; tveim bögglum er kastað út; í bifreiðinni er
karlmaður og kvenmaður; maðurinn ræður ekki við bif-
reiðina; hún rennur niður, fer á hliðina og steypist yfir;
konan verður undir og lendir á steini eða trjábotni. — Qet-