Morgunn - 01.06.1926, Síða 83
M 0 R G U N N
77
liætta iamfara, og þó að málstaðurinn væri bersýnilega
rangur.
Vitsmunir Vitsmunina tignuðu þeir. En þeir tignuðu
og eígin- þá sérstaklega í sambandi við eiginhags-
hagsmunir. muni. Ilugmyndin um heill almennings hefir'
verið þeim mjög óljós. En hugsunin um auð og ríki og frægð
sjálfra þeirra er mjög skýr hjá þeim. I siðferðilegum efnum
eru liugmyndir þeirra lágfleygar. Margir kannast við þetta
erindi úr Hávamálum:
Ef þú átt annan,
þanns þú illa trúir,
vilt af hánum þó gótt geta,
fagrt skalt mæla,
en flátt hyggja
ok gjalda lausung við lygi.
Eigingirni-hyggindin, í fremur viðbjóðslegri mynd, eru
þarna sett í liásæti í því kvæðinu, sem flytur megnið af lífs-
speki Ásatrúarmanna.
Æðsta Ásatrúarmenn trúa á líf eftir þetta líf.
sælan. Æöstu sælunnar ujóta þeir, er fallið hafa
í orustum. Og æðsta sælan er fólgin í því að fá nóg svína-
kjöt að eta og nógan bjór að drekka og aö berjast hver við
annan daglega og fella hver annan. Þeir berjast ekki um
neitt málefni; þeir berjast eingöngu til þess að fá vegið h.ver
annan. Völuspá gerir auðvitað ráð fyrir nýjum himni og
nýrri jörö, að afloknu Ragnarökri. En þar eru áhrif kristn-
innar komin.
Baráttnn 1>v* er haldið að oss í ritgjöi-ðinni, sexn minst
drengileg er á hér að framan, aö það sé óvenjulega
hugmynd? djörf og drengileg hngmynd, að Æsir og
Einherjar búist og eflist sífelt til baráttu, þó aö þeim sé
enginn sigur vís. Þaö fer óneitanlega eftir atvikum, hvernig
líta ber á það mál. Þegar vopnaviðskiftin sjálf eru æðsta
sælan, þá er ekki mikil sjálfsfórn í því að búast og eflast
til baráttu. Og um hvað er barist? Menn verða nokkuð lítilla
andlegra verðmæta varir. Þór er æði svipaður jötnunum,