Morgunn - 01.06.1926, Qupperneq 86
80
M O R G U N N
bersýnilega er með slíku tali stefnt burt frá hinum „mjúka
mætti“, seni Kamban er að tala um.
Svo að vér snúum oss þá aftur aö lundar-
Þorffeir o&
fari Islendinga, þeim „eðlisgrunni“, sem um
er deilt, þá væri sennilega ekki úr vegi að
atliuga, liverjir menn fornaldar vorrar það eru, sem mestum
tökum hafa náS á íslendingum. Það vill svo til, aö í einni
fornsögunni er gerð sérstök tilraun af söguhöfundinum til
þess að vek.ja lotningu fyrir hugprýði og vasklelk, sem kem-
ur fram í sambandi viö mikið óstýrilæti, ólöghlýðni og
hrottaskap. Eg á við ummæli höfundarins viö fall Þorgeirs
Hávarssonar og víðar í siigunni um sama mann. Þessi til-
raun hefir í raun og veru orðið alveg árangurslaus. Islend-
ingum hefir alt af staðiS nokkurn veginn á sama um Þor-
geir, eða stendur það að minsta kosti nú. Þrátt fyrir hina
miklu snild á Egilssögu hafa þeir enga verulega samúð með
Agli Skallagrímssyni — nema þegar hann tregar son sinn
og yrkir ljóðin eftir hann. Stundum hryllir þá við honum,
eins og þegar hann þiggur féð af Arinbirni vini sínum fyr-
ir jarðirnar, er Ljótur hinn bleiki hafði átt. Og að öllum
jafnaði finst þeim lýsingin á Agli svo óskyld því, er með
þeim sjálfum býr, að í raun og veru koini hún þeim ekk-
ert við.
Ilvers konar fornmenn eru það þá, sem
Hverjir hafa heillað Iiugi íslendinga? Þaö eru meðal
íslendinga? annars mennirnir, sem bua yiir hmum æðsta
drengskap, eins og Inginmndur gámli og
Askell goði og Ilallur af Síðu. Það eru biskuparnir og menn-
ingarfrömuðirnir Gissur Isleifsson og Jón Ogmundsson. Það
er kappinn, sem „þykir meira fyrir en öðrum mönnum að
vega menn.“ Það er trúmaðurinn og alþýðuvinurinn Guö-
mundur Arason, sem hrakinn er og hrjáður af höfðingjum,
en hverfur aldrei frá lmgsjónum sínum. Það er rithöfund-
urinn Snorri Sturluson, sem viröist skilja alla menn, hve
ólíkir sem þeir eru, og hve ólíkan málstað sem þeir liafa.
Það eru, ef til vill öllum öðrum fremur, mennirnir, sem eru