Morgunn - 01.06.1926, Blaðsíða 90
84
MORGUNN
þessari reynslu verfia, liugsi til liennar meö þakklæti og nokk-
urri lotningu. Nú er vitanlega sú trú aö festa mjög rætur um
alt land, að samband liafi náiSst viö annan lieim. og þaö er
eðlilegt, að menn hugsi sér, að þessar lækningar hafi fengist
fyrir einhvers konar samband af því tæi. Ef verur úr öðrum
heimi geta sýnt sig líkamaðar, látið taka af sér ljósmyndir,
sannað sig með endurminningum, lyft upp hlutum og þar
fram eftir götunum, eins og sumir mestu vitmenn veraldar-
innar séu að fullyrða, þá finst þessum mönnum ekkert frá-
leitt við það að Iiugsa sér, að þær geti líka læknað einhverja
sjúkdóma. Sá hugsanaferill er alls ekld óskynsamlegur, og
það verður ávalt örðugt að sanna, að þær hugsanir séu
rangar.
, Ef svo líynni nú að vera háttaö, sem svo
hlutinn margir menn hyggja í öllum löndum heims,
að lækningahjálp sé stundum að koma frá
einhverjum öðrum heimi — sumpart í því skyni að líkna
mönnum, sumpart, ef til vill oftar, í því slcyni að ininna
menn á annan heim og færa mönnum sönnur á að hann sé
til — þá er ekki óhugsandi, að það sé nokkur ábyrgðarlduti
að þeyta upp megnri mótspyrnu og æsingum gegn slíkum
tilraunum. Sennilega getur tekist að kveða þær tilraunir
niður með því atfcrli, ef þær eru frá öðrum lieimi. Mjög
miklar líkur eru til þess, að það sé andúð og æsingar, sem mest
hamla afskiftum annars heims af oss. En vér fáum ekki séð,
að það sé neitt gott verk að hefta þau. Skilmálalaust virðist
það gott, að mönnum batni. Með rólegri og vingjarnlegri at-
lmgun á þessum fyrirbrigðum, er sennilegt að takast megi
að komast að sannleikanum um u]ipruna þeirra. Sem stendur
mælir óneitanlega mikið mcð því, aö þau stafi þaðan, sem
þau segjast vera. Þó að úrslitaskýringin kunni að verða önn-
ur, ættu menn að geta beðið hennar með stillingu.
Þegar verið er að lá íslendingum það, að
'T'fyrirbrigðT Þe'r ^aki mark á dulrænum lækningum, og
að þeir séu jafnvel svo trúgjarnir að Iialda,
að verur úr öðruin lieimi séu við þær riðnar, þá ættu menn