Morgunn - 01.06.1926, Síða 96
'90
M 0 B .G U N N
Guðrúnu. En því get eg þessa, að því hefir veriö að mér
dróttað meðal margs annars, að eg hafi í grcin minni í
Morgni verið að „skýra“ þessi fvrirbrigði. Eg liefi eigi liirt
um að svara slíku, þar eð liver sá er les þá grein mína rétt,
sér að þar er engum „skýringum“ lialdið fram af mér.
Og það er bezt að taka það fram strax, að vottorðin
eru færri en þau gætu verið, líka fyrir þær sakir að sumar
persónur liafa lýst því yfir við mig, að þrátt fyrir fenginn
bata — að þeim skildist af völdum Friðriks — vildu þær
hliðra sér hjá batayfirlýsingu, til þess að eiga ekki á liættu
árásir og ókvæðisorð þess mannsins hér, sem mest hefir bar
ist um gegn þessum lækningum. Og auðvitað læt eg alla
sjálfráða um það.
En mér er það algerlega undrunarefni, ef nokkur er svo
gerður að vonzkast móti ]n’í, að menn fái bót meina sinna;
og eg get eigi virt, þær trúar-kreddur, sem bannfæra alt slílct
af þeim ástæðum, að batinn er sagður stafa frá áhrifum úr
öðrum heimi. En þegar því er haldið fram, að lækningarnar
komi frá framliðnum mönnum, þá eru mörg okkar svo gerð,
að okkur þyrstir í örugga vitneskju um það, hvort slíkt geti
verið satt. Fyrir því er rannsókn æskileg, verði lienni við-
komiö.
En eg verð að lýsa yfir því fyrir mig og marga aðra
hér, að við vantreystum fullkomlega til þeirra rannsólma
þeim mönnum, sem í eftirgrenslan sinni um þessa atburði
ganga fram hjá öllum þeim bata-tilfellum sem svo virSasi1
augljós, afl hlutaðeigendur geta gefiff um opinber vottorð.
Það hefir oft verið fullýrt af hinum ákveðnasta and-
stæðingi þessarar lækningahreyfingar, Páli Kolka, lækni, að
af lienni hafi stafað stór hætta. Iíann liefir gefið það ótví-
rætt í skyn, að hún hafi dregið einhverja til dauða og kent
Guðrúnu um, beint eða óbeint.
Slíkt má nú auðvitað segja, en veröur jafnan ógætilega
mælt, meðan engar sterkar líkur fylgja, livað þá sannanir.
Eg þykist geta látið það ummælt um sjálfan mig, að eg
■sé ekkert sérlega deilugjarn maður. Því ófýsilegra finst mér