Morgunn - 01.06.1926, Page 105
M 0 R G U N N
99
3-
Frásaga frú Jórunnar Oísladóttur, Armóti i Vestm.eyjum.
Dularfullir fyrirburffir og heilsubót.
Eg undirrituð liefi verið mjög heilsutæp sí'ðustu 12 árin.
Byrjaöi með taugabilun í öðrum handlegg. Mun eg liafa leitað
um 7 sinnum lækninga til Reyltjavíkur, til hr. Jóns Kristjáns-
sonar, taugalælmis. Fékk eg bót í svip, en stóð sjaldnast leng-
ur en meöan þar var dvalið. Læknar töldu þetta taugabólgu
og taugagigt. Verkaöi hún þannig á líkama minn, aS liann
varð altekinn af veikinni.
Ilaustið 1924 versnaði veikin. Fékk eg þá líka sár þrauta-
köst fyrir hjartaö; fylgdi því liiti og máttleysi og mátti eg
leggjast í rúmið.
Beiðist eg þá hjálpar „Friðriks“, meö bréfi til Margrét-
ar Jónsdóttur í Oxnafelli.
Ekkert svar fékk eg við því, en eftir nokkurn tíma
dreymir mig draum þann, sem um er getiö í frásögn Ilelgu
móöur minnar. Svo líöur þó, að eg verð einskis vör úr þeirri
átt. Þá er það snemma á vetrinum 1924, er eg ligg um nótt
máttlaus og veik í rúmi mínu, aS mér finst eg vakna (samt
hygg eg þaö eigi venjulega vöku). Finst mér þá maöur og
kona koma inn í herbergið til oltkar hjónanna. SagSi mér
iiugboð, aö þau væru að vitja mín og væru andlegar verur, en
eigi menn í þessum heimi, enda gat það eigi veriS. Sé eg karl-
veruna taka upp hjá sér glas, telja dropa í skeiS, segja síðan
förunaut sínum aS reisa mig upp í rúminu. (Þaö liaföi eg
eigi getaö gert nema með mannhjálp undanfarið). Finst mér
konan ganga aS höfðalagi mínu, taka annari hendi um herö-
arnar og reisa mig upp. Þá er mér gefiS inn. Segi eg þá og svo
hátt, að eg heyri glögt: „MikiS er þetta vont.“ Veran svarar
þessu einu: „Drekka bara vatn á eftir.‘ ‘ Er þá tekið vatnsglas,
sem við rúmið stóS, og eg- látin súpa á. Því næst er eg lögS út af
aftur. Þá finst mér, aö yfir mig sé aö koma eitt hinna sárU
þrautakasta í sambandi viö hjartað. En sem þaö er að byrja,
leiðist um líkama minn líkt og volgur straumur samfara sælu-
tilkend. Hverfur viS þaS þrautin, og cg glaðvakna.
Talar þá maðuriun minn til mín og spyr í undrandi róm:
„Situr þú uppi, góöa míní“ Segir hann mér þá, aö sér hafi
fundist — getur naumast lýst, hvort heldur var i svefni eða
vöku — að fólk vera inni í herberginu og vera eitthvaS að
atliuga mig. Þóttist liann hafa séS mann standa mín megin
við rúmið, um þaö bil mitt á milli þess og dyranna. Var þaö
7*