Morgunn - 01.06.1926, Síða 118
112
M01Í6UNN
Tilraunafundi lýst í prédikun.
Eitt Edinborgar-ljlaðið skýrir nýlega frá prédikun, sem
•eiirn prestur biskupakirkjunnar flutti í kirkju þar í borginni.
Presturinn lieitir V. Gf. Duncan. Aðalatriði prédikunarinnar
virðist liafa verið frásögn um tilraunafund, sem presturinn
hafði þá verið á. Fjórtán manns höfðu verið viðstaddir, þar
á meðal 1 læknir, ýmsir reyndir sálarrannsóknamenn og einn
blaðamaður. Miðillinn hafði aldrei áður til Edinborgar komið.
Ilann var vandlega rannsakaður og bundinn, og því næst sett-
ur inn í byrgi, sem sérstaklega hafði verið búið til í því skyni.
Nálægt miðlinum voru látnir ýmsir hlutir, þar á meðal tvær
hörpur, munnharpa, lúðrar með lýsandi böndum, bjöllubumba
og tvær hoppsnúrur (skippíng-ropes) og fleiri munir.
Þegar fundarmenn voru farnir að syngja, í byrjun fund-
arins, var leikið undir á aðra hörpuna af ósýnilegum krafti, og
einn af lúðrunum var fluttur yfir hringinn, sem fundarnienn
mynduðu. Við ýmsa fundarmenn var komið með hlutunum,
sein fram höfðu verið lagðir, og kreft hönd eins fundarmanns
var opnuð, í hana lögð smábumba og fingurnir svo lagðir að
bumbunni.
Beðið var um, af stjórnanda miðilsins, að sunginn væri
barnasálmur. Meðan það var gert, lieyrðust hoppsnúrurnar
]>jóta í loftinu og fundarmönnum heyrðist sem börn væru að
nota þær. Snúrurnar slógust við gólfið eftir liljóðfalli sálmsins.
Þá var leikið undir söng fundarmanna á munnliörpu,
liörpu og bjöllubumbu. Ýmsir fundarmenn sáu útfrymis-ský í
herberginu, nokkuð langt frá miðlinum. í fundarlok sást lýs-
andi hálfmáni og stjarna líða í loftinu hátt uppi yfir fundar-
mönnum.
Að fundinum enduðum sást, að hlutunum, sem fram liöfðu
verið lagðir, var dreift um alt lierbergið. Og mennirnir, sem
bundið höfðu miðilinn, gengu úr skugga um, að við böndunum
hafði ekki verið hreyft.
Auðvitað liafa, víðs vegar um heiminn, verið haldnir mý-
margir fundir, þar sem slíkir atburðir hafa gerst. Hitt er frem-
ur nýlunda, að frá þeim sé sliýrt í prédikunum prestanna. En
í þeim efnum eru breytingarnar nokkuð liraðar á Bretlandi á
þessum tímum.