Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 36
162
MORGUNN
Hann kennir, að milli guðs og manna séu andar, sem
ávallt séu oss nálægir, enda þótt þeir séu oss venjulega
ósýnilegir, og að þeir þekki allar hugsanir vorar. Þeir
séu miðlar milli guða og manna. Einnig segir hann:
„Daimonarnir stýra fetum manna, oft öllum þeirra at-
höfnum, þeim til blessunar, eins og daimon Sókratesar
stýrði lífi hans“.
Bókasönnun
sem gerir fjarhrifatilgátuna ósennilega.
Algengasta mótbáran gegn þeirri staðhæfing spirit-
istanna, að miðlafyrirbrigðin séu búin að sanna að látn-
ir menn lifa, er sú, að þessi fyrirbrigði megi skýra sem
fjarhrif eða hugsanaflutning og því sanni þau engan
veginn það, sem spiritistarnir telji að þau hafi sannað.
Því verður ekki neitað, að langsamlega flestar af
þeim endurminningasönnunum, sem menn fá í miðils-
sambandi og fullyrt er að framliðnir menn standi að,
má skýra sem fjarhrif, eða sem svo, að vitneskjuna
kunni miðillinn e. t. v. að hafa lesið úr huga mannsins,
sem er að leita sambandsins. Framliðnir menn velja
oftast eðlilegustu leiðina til að sanna sig: þeir koma með
endurminningar frá jarðlífi sínu til að sanna, að það
séu raunverulega þeir, sem séu að verki. En lang flest-
ir af þessum endurminningum þekkja hinir jarðnesku
fundarmenn og því eru þær opnar fyrir þeirri tilgátu,
að miðillinn hafi lesið þær úr huga þeirra.
Hinar svo nefndu bókasannanir eru í því fólgnar. að
vitsmunaveran, sem af munni miðilsins mælir, tiltekur