Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 41

Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 41
MORGUNN 167 höndina, þreifaði á hattinum og sagði: „Hvað er þetta! ég hafði enga hugmynd um að ég væri með höfuðfat". Við spurðum hana hvort henni þætti ekki hendur sín-i ar grófar, og hún sagði: „Nei, nei, þetta eru mínar hendur og mitt andlit. Allt er mitt nema þessi gróf- gerði búningur". Ef við hefðum boðið henni að líta á sjálfa sig í spegli, hefði hún tæplega orðið ánægð með það, sem hún sá! Ein konan í hópnum okkar bað hana að þreifa á silki- kjól, serrt hún var í og áleit vera úr mjög mjúku og fín- gerðu efni. En gesturinn okkar sagði að einnig hann væri mjög grófur. Hún spurði nú aftur: ,,Ó, getur Cora ekki fengið að koma hingað á meðan ég er hér? Hafið þið engar aðrar dyr handa henni?“ Við urðum að út- skýra fyrir henni, að þar sem ungfrú Rose væri eini trans-miðillinn í hópnum yrði hún að fara burt áður en vinstúlka hennar gæti komizt að. Hún sagði: „Þá ætla ég að bíða hennar fyrir utan — og bætti svo við: — en get ég raunar ekki beðið hér?“ Við sögðum henni að hún gæti staðið hjá okkur í andanum, en fyrst yrði hún að fara út um dyrnar. Áður en hún fór var rödd hennar orðin styrk. Þessu næst kom Cora, vinstúlka hennar. Hún hafði bersýnilega heyrt hvað við höfðum talað um, að hún yrði að nota verkfæri og hún sagði: „Ekki finn ég það“. Hún sagði að móðir Ellu hefði alið sig upp í andaheim- inum. Hennar eigin móðir væri á öðru lífssviði og að sér hefði enn ekki verið leyft að fara til hennar, en sér þætti hjartanlega vænt um sína nýju móður og að með Ellu starfaði hún á meðal barnanna. Þær yrðu að rannsaka skapgerð hvers einstaks barns gaumgæfi- lega, svo að engin hætta væri á, að þær gerðust sekar um skilningsleysi gagnvart sál nokkurs þeirra. Stúlkurnar virtust báðar undrast mjög, er við sögðum þeim, að við fengjum oft gesti frá þeirra heimi, og þær kváðust hlakka til að segja móður sinni það og um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.