Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 66
192
MO RG UNN
mannanna og félagslífi. Um friðhelgi einkalífsins væri
ekki lengur að ræða. Viðkvæmustu einkamál þeirra og
leyndustu hugsanir yrðu að gómtömu munngæti á stræt-
um og gatnamótum, helgustu tilfinningar þeirra að leik-
hnöttum þvaðurs og rógmælgi. Lítill fengur myndi
mönnum og reynast það, þótt „sjötta skilningarvitið"
færði þeim hæfileika til að sjá út í heima ókominna
tima. Slik víkkun á skynhæfileikum þeirra væri líkleg-
ust til þess eins að valda kyri-stöðu og lömun í öllu at-
hafnalifi þeirra, kvíða og ógnun við ægivald komandi
örlaga, sem þeim væri um megn að breyta eða skjóta sér
ondan. Vér þekkjum mörg dæmi þess úr daglegu lífi,
þegar óttinn við hið ókomna sezt að í sál einstaklings-
ins. Þekkið þér ekki öll einhver dæmi þess, hvernig kvíð-
inn við hið ókomna gerir viljalíf mannanna stundum
aflvana, lamar athafnaþrekið og brýtur mótstöðuaflið
niður. Stundum veldur hugarástand þetta fullkominni
uppgjöf. Einstaklingurinn leggur árar í bát, starir sljóf-
um augum út í gráð'ð og bíður þess, er koma muni. Þessi
mynd úr lífi einstaklingsins yrði að eins hópmynd úr lífi
mannanna almennt séð, ef þeim væri unnt að reikna út
örlög ókominna tíma með stærðfræðilegri nákvæmni.
Þekking sú, sem menn hafa aflað sér við rannsóknir
á skráðri sögu mannkynsins, líffræðilegri þróun tegund-
anna, mannfræði og fornlífsfræði og íhugun á grund-
vallarstaðreyndum í félagslegri og andlegri sambúð
mannanna, hnígur að því, að gera tilgátuna um það, að
þessir óvenjulegu skynhæfileikar nái um síðir festu og
þróun í lífi framtíðarmannanna í búningi nýrra skiln-
ingarvita æði ósennilega. Þetta er að eins sagt með til-
liti til sannleikans, að eins vegna hans sjálfs. Eins og
áður hefir verið tekið fram, þá virðist réttmætt að stað-
hæfa, að slíkt væri ekki að eins ósennilegt, heldur og
óhugsandi. „Það, sem um þetta hefir verið sagt, er enn
ein viðbótarsönnun fyrir áðursögðum skoðunum mín-
um“, segir próf Bozzano.