Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 47
M 0 R G U N N
178
sjúkling' í Norður-Englandi, sem þjáðst hafði mjög mik-
ið og áður er getið í bókinni. Dr. Beale, lækninum frá
hinum heiminum, hafði tekizt að lina þjáningar hans
nokkuð. Við vorum saman á tilraunafundi, tveir andar
höfðu vitjað okkar og krafturinn í herberginu hjá okk-
ur virtist óvenjulega mikill. Skyndilega tók einhver önn-
ur vera stjórnina, hún nefndi nafn áðurnefnds sjúklings,
sneri sér með mikilli ákefð að frú Fair og grátbændi
hana um að lofa því, að dr. Beale skyldi lækna sig að
fullu. Þegar ungfrú Rose kom til sjálfrar sín, var hún
altekin samskonar kvölum og þeim, sem þessi sjúklingur
hafði þjáðst af. Þessum kvölum var þó fljótlega létt af
henni. Við vorum öll mjög undrandi yfir því, sem gerzt
hafði, en okkur var sagt að þetta hefði raunverulega
verið þessi sjúklingur, og að það væri að nokkru leyti
að þakka kraftinum, sem andaverurnar á undan höfðu
komið með, að henni hefði tekizt að koma í gegn. Við
spurðum hana sjálfa ekkert um þetta atvik, því að við
vissum að hún mundi ekki hafa verið sér meðvitandi um
það. Hún hafði mjög litla þekking á sálrænum efnum og
e. t. v. hefði hún aðeins haft illt af, að við færum að
segja frá þessu atviki.
Annað skiptið var þegar systir mín lá veik og virtist
að dauða komin. Hún hafði verið ákaflega hætt komin
og læknirinn okkar frá hinum heiminum, Dr. Beale, sem
hafði stjórnað ungfrú Rose samfleytt í þrjú dægur í senn
og bað mig að annast systur mína um stund. Hún var
enn þá ákaflega veik, en hann kvaðst vona, að nú
mundi hún sofna. Hún fór og létum við miðilinn, ungfrú
Rose, þegar fara að hátta uppi í herbergi frú Fair,
sem lá þar og hvíldi sig í öðru rúmi. Systir mín var ákaf-
lega máttfarin, ég sat hjá rúmi hennar, og innan
skamms féll á hana þungur svefnhöfgi.
Frú Fair sagði mér síðar frá því, sem gerðist uppi á
lofti, í herberginu hennar, þessi augnablikin á meðan
systir mín svaf niðri. Hún kvaðst ekki hafa annað vitað