Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 48

Morgunn - 01.12.1942, Side 48
174 MORGUNN en að ungfrú Rose væri sofandi, þegar á henni urðu skyndilega auðsæ öll sjúkdómseinkenni systur minnar og jafnframt fór hún að biðja frú Fair með mestu ákefð, að fara niður til mín, því að ég vær} ein með henni, nfl. systur minni, niðri. Munnur hennar virtist verða þurr og skrælnaður, tungan hékk máttvana út úr munninum, andardrátturinn varð örðugur og í stuttu máli sagt, á andliti hennar komu greinilega fram öll sjúkdómsein- kennin, sem voru mótuð á andliti systur minnar, sem lá sofandi í herbergi sínu niðri. Frú Fair skildi þetta svo, að systir mín héldi að ég væri orðin þreytt, og hefði þess vegna komið í gegn hjá ungfrú Rose til að láta sig vita um það. Ásigkomulag ungfrú Rose, er hún vaknaði, virtist staðfesta að svo hafi verið. Hún var yfirkomin af óskaplegri þreytu og máttleysi og kvaðst mundu vera að deyja, samt var henni þá ókunnugt um, að systir mín var einmitt í þessu ástandi. Systir mín mundi ekkert af þessu þegar hún var orðin svo frísk, að við gátum spurt hana. 1 þessu sambandi langar mig að geta þess, að ég hefi einu sinni séð sálræna ljósmynd, þar sem á plötuna hafði komið mynd af manni, sem enn var lifandi á jörð- unni, og var vitanlega ekki viðstaddur er myndin var tekin, heldur á fjarlægum stað. Það er örðugt að vita hvaða nafni á að nefna þennan dularfulla líkama lif- andi manns. Ef til vil er orðið ,,hugsanagerfi“ heppi- legast, þótt það bendi til líflausrar myndar en ekki vits- munaveru, en mörg þessi svo nefndu ,,hugsanagerfi“ tala og koma með skynsamlegar orðsendingar. Stund- um virðast þau birtast að vilja mannsins, en stundum án þess að um nokkra sjálfsvitandi tilætlun hans hafi verið að ræða. Mér hefir verið sagt, að sjálf hafi ég birzt vini mín- um í margra mílna fjarlægð og átt við hann langar rök- ræður, á sömu stundu og ég var í heimsókn hjá öðrum vini mínum og ræddi við hann af miklu kappi. Ég veit

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.