Morgunn - 01.12.1942, Blaðsíða 18
144
MO RG UNN
ur með sjó, og var ferðinni heitið í ýmsar veiðistöðvar
á norðanverðu Reykjanesi.
Við fórum svo sem leið liggur og segir ekkert af
ferðum okkar, fyrr en við komum suður á Stapa..
Suður Hraunin höfðum við rætt um reimleikann á
Stapanum, en af mikilli góðvild og án þess að hall-
mæla þeim, sem þar kynnu að ferðast um ósýnilegir.
Ég sat í framsæti hjá bílstjóra, en sex sátu í aftur
sætum. Er við komum upp á hástapann, sé ég að mað-
ur gengur, eða öllu heldur líður áfram, móts við fram-
hjól bílsins. Rétt um sama leyti verður mér litið á bíl-
stjórann, og sé að honum líður ekki vel. Stýrishjólið
riðar í höndum hans, og hann er eitthvað óstyrkur.
Ég ávarpa hann þá nokkuð snöggt, og spyr hvað sé
að. Hann segist ekki vita það, en segir að hann geti
ekki stýrt bílnum. Ég bið hann blessaðan að hægja
ferðina, — því hann ók nokkuð hratt. Hann gerir það
samstundis, en um leið og hann hefir gert það, heyrast
smellir og bíllinn fellur niður að framan og bílstjór-
inn stöðvar hann á sama augabragði.
Við hlaupum út sinn hvoru megin og sjáum, að sprung-
ið er á báðum framhjólunum og vindlaust með öllu.
Hér er ekkert að gera, nema bíða og bæta skemmd-
irnar. — Fimm farþeganna ákveða strax að ganga
áfram meðan aðgerðin færi fram, en ég varð eftir ásamt
öðrum farþega. Bílstjórinn byrjar nú aðgerðir af kappi
og ég reyni að hjálpa honum.
Bílstjórinn spyr mig hvort ég hafi orðið nokkurs
var, er fátið kom á hann við stýrið. Ég vafð að játa
að svo hefði verið. Hann óskaði mjög eindregið að fá
að vita hvað það hefði verið. Ég var mjög á báðum átt-
um, vissi ekki nema hann yrði hræddur við það, ef við
yrðum þarna á ferð um kvöldið í dimmu, sem útlit var
íyrir að við myndum verða.
Ég afréð þó að segja honum eins og var. Ég sagði
honum nú hvað ég hefði séð, og lýsti manninum, svo