Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Síða 58

Morgunn - 01.12.1942, Síða 58
184 M O R G U N N Billings. Hugo grét af þakklæti, þegar látinn sonur hans gaf honum fullkomnar sannanir á skrifaðri frönsku, en miðillinn, sem var amerísk frú, gat hvorki talað né skrifað eitt orð á þeirri tungu“. í riti sínu um Shakespeare sagði Victor Hugo: ,,Mikið hefir verið hlegið að borðdansi og borðtali, en sá hlát- ur er ástæðulaus. Það er ósköp auðvelt að láta háð og spott koma í staðinn fyrir rannsókn, en það er ekki skynsamlegt. Frá mínu sjónarmiði sé ég ekki betur, en það sé skylda vísindanna, að rannsaka öll fyrirbrigði. Vísindin hafa oft verið barnaleg og þau hafa ekkert leyfi til að hlægja. Vísindin ættu allt af að gera ráð fyrir því, sem er óvænt. Það er þeirra hlutverk, að taka það til meðferðar, rannsaka það, vísa á bug því, sem er staðleysa, en slá því föstu, sem er staðreynd . . . Að bendla þessi fyrirbrigði (hin sálrænu) við trúgirni, er hrópleg móðgun við mannlega skynsemi". í öðru riti skrifar Hugo á þessa leið (Les Travailleurs de la mer) : „Fyrir kemur það, að hið óþekkta opin- berar sig anda mannsins í vitrun. Slíkar vitranir hafa stundum mátt til að umskapa manninn, þær hafa gert umkomulausan múlasnapilt að spámanninum Múhameð og þær gerðu sveitastúlku, sem sat hjá geitum sínum, að Jóhönnu frá Ark . . . Hinir framliðinu eru enn í ná- lægð vorri, sjálfir dvelja þeir í heimi ljóssins en sem elskuríkir vottar svífa þeir þó um í heimi myrkursins. Þótt sumir sjái það ekki, eru þeir oss ekki fjarlægir. Unaðsleg er návist þeirra, heilagt sálufélag þeirra í mæltu máli við oss . . .“. „Maðurinn er óendanlega lítil eftirmynd Guðs. Sú vegsemd nægir mér. ílg er maður, ósýnileg frumögn, dropi af hafinu, sandkorn á ströndinni. En þótt ég sé smár, finn ég að Guð er í mér, því að ég bý yfir skap- andi mætti. Ég geri bækur, sem eru sköpunarverk. Ég finn framtíðarlífið búa í mér. Ég er eins og skógur, sem hefir verið marg höggvinn niður, en nýgræðingarnir eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.