Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Side 52

Morgunn - 01.06.1943, Side 52
46 MORGUNN ardaginn fyrir páska fór hún í sparifötin sín og sagði, að sín mundi verða vitjað í dag. Það var svo að skilja, að hún bjóst við að deyja um daginn. En er degi hallaði og hún var heil heilsu, sagði hún eins og við sjálfa sig: „Það verður þá ekki ég í þetta sinn, það verður þá annað hvort barnanna minna“. Þann dag drukknaði Steindór, son henn- ar, á Skerjafirði. Var sóknarprestinum, séra Sigurði Thor- arensen í Hraungerði, tilkynnt lát hans, en hann átti að segja foreldrum hans. Þá er séra Sigurður kom að Odd- geirshólum þess erindis, var Guðríður ekki við bæinn, hún hafði gengið á leið með vinkonu sinni. Var sent eftir henni og sagt, að prestur væri kominn. „Ég veit erindi hans“, segir hún og fer heim. Prestur kom á móti henni á hlað- inu og vildi heilsa henni. En hún varð fyrri til máls og spurði: „Hvort barnanna minna er dáið?“ Hann sagði henni það væri Steindór. „Ég bjóst fremur við“, sagði hún, „að það væri Sigríður, hún er heilsulítil. En ég vissi, að ég var búin að missa annað hvort þeirra“. Þá er gestir komu að Oddgeirshólum, var Guðríður vön að bera þeim mat sjálf og leifar af borði. Vissi hún jafn- an, ef einhver þeirra var feigur, þá gat hún ekki borið leifar þess manns af borði fyrir einhverri óbeit, sem hún sjálf skildi ekkert í. Þá er vinnumenn frá Oddgeirshólum fóru til vers, var Guðríður vön að ganga úr hlaði með þeim. En einu sinni, þá er vinnumaður, er Oddur hét, fór í verið, gat hún ómögulega komið sér til þess að fylgja honum úr hlaðinu fyrir einhverri ósjálfráðri óbeit. Sagði hún svo, er hann var farinn, að honum mundi ekki aftur- komu auðið. Það rættist. Hann drukknaði um veturinn. Stefán, maður Guðríðar, átti reiðhest hvítan að lit, fyrirtaks gæðing. Þótti honum mjög vænt um hann, og Guðríði eigi síður. Þar kom, að honum þótti nauðsynlegt að geta hlíft Hvítingi við og við. Samdi hann þá við Rang- æing einn, að selja sér efnilegan fola og færa sér hann á tilteknum tíma. Þenna samning gjörði Stefán án vitundar Guðríðar. Mun hann hafa hitt Rangæinginn á ferðalagi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.