Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 4

Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 4
82 MORGUNN tóku á móti frúnni, forðuðust að segja henni nokkuð um þetta. Hún kom á tilsettum tíma, aðsóknin var mikil og samkoman hófst. Frú Harris flutti fyrst ávarp, til þess að kynna mönnum málið, og því næst hóf hún að gefa skyggni- lýsingar. Hún lauk skyggnilýsingum sínum með því að segja frá manni, sem hún kvaðst sjá ganga inn eftir miðj- um samkomusalnum, og leiddi úlf-hund við hlið sér. Frúin sagði nafnið á þessum framliðna manni og síðar annað nafn á honum, og því næst nafnið á hundinum. Nú brá svo við, að enginn virtist kannast við lýsinguna af þessum manni. Enginn gaf sig fram til þess, og þá var samkom- unni slitið. Um það bil fimmtíu þeirra, sem samkomuna höfðu sótt, settust nú inn í veitingahús, sem var rétt hjá fundarstaðn- um, til þess að rabba saman um at- Lögregluþjónninn burði kvöldsins. Þangað fór einnig frú fær málið. Harris. Þar sem hún sat á tali við fá- eina fundargesti, kom maðurinn, sern túlkað hafði mál hennar á samkomunni, til hennar og sagði henni, að þar væri staddur maður, sem langaði til að tala við hana. Sagði nú túlkurinn henni frá því, sem gerzt hafði áður en samkoman fékkst haldin, og sagði henni, að maðurinn, sem óskaði að fá að tala við hana, væri einmitt lögregluþjónninn, sem setið hefði samkomuna sem fulltrúi lögreglustjórans. Frúnni varð undarlega við, en nú kom lögregluþjónninn til og sagði henni, að hann hefði kannazt við manninn með hundinn, sem hún hefði lýst síðast á samkomunni, nafn hans hefði verið rétt og nafn hundsins hans líka. Framliðni maðurinn hefði verið lögregluþjónn og mikill vinur sinn, og hefðu þeir unnið saman, unz þýzki herinn hernam landið í styrjöldinni. Þá greip frú Harris fram í fyrir lögregluþjóninum og sagði: „Þessi vinur yðar var myrtur.“ Lögregluþjónninn kvað einnig það rétt. Hann sagði, að þegar Þjóðverjar hefðu komið til að taka manninn fastan, hefði hundurinn, —■ „einmitt þessi úlfhundur, sem þér lýstuð," — ráðizt til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.