Morgunn - 01.12.1952, Qupperneq 4
82
MORGUNN
tóku á móti frúnni, forðuðust að segja henni nokkuð um
þetta. Hún kom á tilsettum tíma, aðsóknin var mikil og
samkoman hófst. Frú Harris flutti fyrst ávarp, til þess að
kynna mönnum málið, og því næst hóf hún að gefa skyggni-
lýsingar. Hún lauk skyggnilýsingum sínum með því að
segja frá manni, sem hún kvaðst sjá ganga inn eftir miðj-
um samkomusalnum, og leiddi úlf-hund við hlið sér. Frúin
sagði nafnið á þessum framliðna manni og síðar annað
nafn á honum, og því næst nafnið á hundinum. Nú brá
svo við, að enginn virtist kannast við lýsinguna af þessum
manni. Enginn gaf sig fram til þess, og þá var samkom-
unni slitið.
Um það bil fimmtíu þeirra, sem samkomuna höfðu sótt,
settust nú inn í veitingahús, sem var rétt hjá fundarstaðn-
um, til þess að rabba saman um at-
Lögregluþjónninn burði kvöldsins. Þangað fór einnig frú
fær málið. Harris. Þar sem hún sat á tali við fá-
eina fundargesti, kom maðurinn, sern
túlkað hafði mál hennar á samkomunni, til hennar og
sagði henni, að þar væri staddur maður, sem langaði til
að tala við hana. Sagði nú túlkurinn henni frá því, sem
gerzt hafði áður en samkoman fékkst haldin, og sagði
henni, að maðurinn, sem óskaði að fá að tala við hana,
væri einmitt lögregluþjónninn, sem setið hefði samkomuna
sem fulltrúi lögreglustjórans. Frúnni varð undarlega við,
en nú kom lögregluþjónninn til og sagði henni, að hann
hefði kannazt við manninn með hundinn, sem hún hefði
lýst síðast á samkomunni, nafn hans hefði verið rétt og
nafn hundsins hans líka. Framliðni maðurinn hefði verið
lögregluþjónn og mikill vinur sinn, og hefðu þeir unnið
saman, unz þýzki herinn hernam landið í styrjöldinni. Þá
greip frú Harris fram í fyrir lögregluþjóninum og sagði:
„Þessi vinur yðar var myrtur.“ Lögregluþjónninn kvað
einnig það rétt. Hann sagði, að þegar Þjóðverjar hefðu
komið til að taka manninn fastan, hefði hundurinn, —■
„einmitt þessi úlfhundur, sem þér lýstuð," — ráðizt til