Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 5

Morgunn - 01.12.1952, Page 5
MORGUNN 83 varnar gegn Þjóðverjunum, en þeir hefðu þá gripið byss- urnar og skotið á þá báða, manninn og hundinn. Lögreglu- þjónninn var afar hrærður, meðan hann flutti mál sitt, og frú Harris spurði hann, hvers vegna hann hefði ekki gefið sig fram og kannazt við lýsinguna á samkomunni. Hann svaraði: „Mér var fyllilega ljóst, að »Ég þorði ekki skilaboðin um þennan látna mann voru að tala.“ til mín, en vegna þess að ég var þarna fulltrúi lögreglustjórans, þorði ég ekki að tala. Nú þarf ég að gefa húsbónda mínum skýrslu,“ sagði hann, ,,og þegar ég segi honum frá þessari dásam- legu sönnun fyrir því, að hundurinn okkar, sem við elsk- uðum aliir, lifir enn, og frá vini okkar, sem dó hetjudauð- anum, þá veit ég, að hann mun sannfærast, eins og ég, um að það er enginn dauði til.“ Frú Harris gaf lögregluþjón- inum nú enn fleiri sannanir, sem nægðu honum, fyrir því máli, sem hún kom til að túlka í Álaborg. Að afloknu Esperantistaþinginu í Osló í sumar komu sextíu fulltrúar frá tólf löndum saman við Harðangurs- fjörðinn, til að ræða mál sín og njóta frekari samvista og kynna. Eitt kvöldið, sem þeir voru saman, flutti hr. W. H. Holmes frá Lundúnum sem umræðu- Tólf þjóða þing grundvöll útdrátt úr erindi, sem hann í Noregi. hafði flutt á þinginu í Osló um Esper- antó í þjónustu sálarrannsóknanna. Hann lýsti því, hvernig fundir væru haldnir á esperantó- máli í London fyrir fólk úr ýmsum áttum, frá ýmsum löndum, hve miðlar, sem lært hafa esperantó, ferðuðust til framandi landa og héldu fyrirstöðulaust miðilsfundi fyrir fólk, sem kynni esperantó, án þess að þurfa að nota túlk. Hr. Holmes var um margra ára skeið formaður esper- antistafélags Lundúna, og hefur einnig lengi verið áhuga- maður mikill um sálarrannsóknamálið. Rannsókn dularfullra fyrirbrigða dregur að sér athygli

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.