Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 8

Morgunn - 01.12.1952, Page 8
86 MORGUNN komum, sem finnur andann gefa sér eitthvað inn til að segja, og finnur „hið innra ljós“ lýsa sér. En hlutur þessa fámenna flokks í opinberu lífi Breta er orðinn mikill og merkilegur. Frá þeim hefur komið margt hinna merkileg- ustu manna í stjórnmálum og ekki sízt mannúðarmálum. „Vinur fanganna", hin fræga og mikilhæfa frú Elísabeth Fry, sem manna mest vann að endurbótum fangelsanna og allri meðferð fanga, var Kvekarakona. William Penn, sem stofnaði Pennsylvaníuríkið í Bandaríkjunum og gerði var eina hina merkustu tilraun, sem gerð hefur verið í heiminum til að stjórna kristnu ríki, var Kvekari. Svo var umbótamaðurinn mikli, þingskörungurinn og mælskumað- urinn John Bright. Marga mætti fleiri telja, eins og stjórn- málamanninn alkunna, William Wilberforce, sem barðist fyrir afnámi þrælasölunnar — og sigraði — og aðra. Um sálrænar gáfur George Fox eru margir vitnis- Vitranir. burðir. Auk vitrananna, sem hann fékk og stóðu í beinu sambandi við trúboð hans, sá hann stundum fyrir atburði, sem sögulega þýðingu höfðu. Hann sagði fyrir þingslitin eftir „löngu þingsetuna" brezku, sem alkunn er, tveim vikum fyrr en hún varð. Meðan hann var í fangelsi sá hann fyrir brunann mikla í London. Hann var einu sinni í dásvefni — transi — í 14 daga, svo djúp- um dásvefni, að honum blæddi ekki, og ýmsar sögur eru sagðar af andlegum lækningum hans. Kvekarar telja upp- haf hreyfingar sinnar þá, er Fox fékk vitrunina á Pendle- fjallinu, og hafa því haldið þriggja alda minningarhátíð í ár. Enginn svo fámennur trúflokkur hefur átt eins marga afburðamenn og þeir í ensku þjóðlífi, og raunar einnig fyrir vestan haf. Island og Norræni 1 ágústmánuði í sumar var haldinn spíritistafundurinn. hinn árlegi fundur norrænna spírit- ista, að þessu sinni í Danmörku. — Frúrnar Soffía Haraldsdóttir og Arnheiður Jónsdóttir sátu fundinn, og flutti frú Soffía erindi fyrir fundarmönnum

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.