Morgunn - 01.12.1952, Síða 10
88
MORGUNN
kreddufasta kennimenn, hin „orþódoxu“ sjónarmið eru
hvarvetna að eiga æ erfiðara uppdráttar. Þetta er víðast
augljóst, t. d. með frændþjóð vorri, Dönum. Þar hefur
kirkjan verið æði íhaldsöm um langan aldur, miklu íhald-
samari en hugsanlegt er hér á Islandi. Og þar hefur nú
á síðari árum komið í ljós mikið fráhvarf frá kirkjunni.
Þaulkunnugir danskir kirkjumenn, sem hér voru í sumar,
sögðu átakanlegar sögur af því. Og erfiðast eiga nú upp-
dráttar þar í landi hin gömlu höfuðvígi „orþódoxíunnar",
heimatrúboðið danska og Grundtvigsstefnan. Samt streyt-
ast menn enn við að halda í þau form, sem sýnast dauða-
dæmd, þær hugmyndir, sem orðnar eru viðskila kynslóð-
inni, vegna þess að þær samrýmast ekki nýrri þekkingu.
Ber þá þetta þess vott, að trúin sé að deyja og að fram-
tíðin muni segja skilið við kristindóminn? Engan veginn,
enda væri slíkt það áfall, sem ríða mundi menningunni í
vestrænum heimi að fullu. Æ fleiri og fleiri þeirra manna,
sem sjá lengst og þyngstar áhyggjur hafa af velferð mann-
kynsins, eru að sannfærast um, að sterkari trú þurfi að
endurfæðast í kynslóðinni til þess að bjarga kynslóðinni.
Margt bendir nú á vaxandi trúarþörf nútímamannsins. En
ýmislegt sýnir berlega, að þeirri þörf verður ekki svalað
meðan haldið er áfram að klæða kristindóminn í þann
gamla búning, sem hæfði fyrri kynslóðum, en er nútíma-
manninum fjarlægur. Auðveldara væri fyrir kirkjuna að
geta haldið öllu áfram óbreyttu frá því, sem verið hefur,
en það er ekki hægt. Fráhvarfið frá hinum gömlu formum
sýnir, að það er ekki hægt. Þess vegna er vandinn mikill,
sem nú bíður kirkjunnar. Hún þarfnast djarfra siðbótar-
manna. Hún þarf nýjan Lúter, nýjan sannleiksvott, sem
varðveitir trúareldinn, en er eins óhræddur og siðbótar-
hetjan þýzka var við að varpa fyrir borð dauðum formum,
úreltum kenningum.
Nýlega hefur borizt hingað sænsk útgáfa á þrem fyrir-
lestrum próf. Haralds Níelssonar, en útgáfufyrirtækið