Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 13

Morgunn - 01.12.1952, Page 13
MORGUNN 91 Hafralónsá, sem skilur sveitirnar Langanes og Þistilfjörð. Fjórbýli var í Hvammi um þessar mundir, en bæir tveir. Neðri bær, sem svo var kallaður, stóð á hól, sem gengur fram úr háum túnhjalla, og líktist mest risastóru nefi. Allur var hóllinn gróinn, að undanskildum allstórum steini, sem stóð út úr suðurhlið hans. Var okkur krökkunum sagt að steinninn væri inngangur að híbýlum álfa, sem í hóln- um byggju, og ráðlagt að halda okkur sem mest frá hon- um. Húsaskipan neðri bæjar var þannig, að tvær baðstofur sneru stöfnum saman, og voru hvor um sig í tvennu lagi. I annarri baðstofunni bjó Aðalsteinn Jónasson og kona hans, Jóhanna Sigfúsdóttir, ásamt börnum sínum, tveimur gamalmennum og fósturdóttur, Ragnheiði Vigfúsdóttur að nafni. 1 hinni baðstofunni bjó Jóhann Jónsson, ásamt foreldr- um sínum, Ólöfu Arngrímsdóttur og Jóni Samsonarsyni, heiðaskáldinu, er doktor Helgi Péturss nefndi svo, og ritaði um á sínum tíma. Nokkru framar en boðstofurnar stóð framhús, jafnlangt baðstofuhúsinu. 1 öðrum enda þess var búr Aðalsteins. Þá sameiginlegt hlóðaeldhús. Þá sameiginlegar bæjardyr, og svo búr Jóhanns í hinum endanum. Gegnum sundið milli framhúss og baðstofu lágu svo göng, sem voru sameiginlegur inngangur að baðstofunum, en í sundinu annars vegar við göngin var sameiginlegt f jós. öll voru hús þessi byggð úr torfi, en baðstofurnar þilj- aðar, með skarsúðarþaki, einnig voru búrin þiljuð innan. Á öndverðum vetri 1913 fór fólk Aðalsteins að taka eftir hví, að ýmsir hlutir fóru að týnast, eða voru færðir úr stað, án þess að hægt væri að gera sér grein fyrir orsök- Urn þess. Var það hó helzt sett í samband við svefngöng- Ur fósturdóttur þeirra hjóna, Ragnheiðar Vigfúsdóttur. Hugðist Aðalsteinn helzt taka fyrir þetta með því að tasa baðstofunni, og lét setja nýjan hengilás fyrir bað- stofudyrnar. Geymdi hann lykilinn að lásnum undir kodda

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.