Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 14

Morgunn - 01.12.1952, Side 14
92 MORGUNN sínum, en varalykill, sem lásnum fylgdi, var geymdur i læstri hirzlu hjá mótbýliskonu Aðalsteins. En fljótlega hvarf lykillinn undan kodda Aðalsteins, og gat enginn gert sér grein fyrir með hverjum hætti það hafði orðið. Átti nú að grípa til varalykilsins, en hann var þá einnig horfinn úr læstri hirzlu, og þótti það jafn óskiljanlegt. 1 sambandi við lyklahvörfin vil ég geta þess, að um svipað leyti og lyklarnir hurfu, hvarf einnig lítil brjóst- næla, sem Ragnheiður átti. Skömmu síðar dreymir Ragnheiði að til hennar kemur kona, sem hana dreymdi oft, og segir við Ragnheiði að nælan skuli finnast, en lyklarnir ekki. Nælan fannst stuttu síðar, en lyklarnir aldrei. Draumkonunni, sem Ragnheiði dreymdi oft, lýsti hún þannig, að hún væri tæplega í meðallagi há, grannvaxin og fremur lagleg, klædd grænum kjól, með bláa svuntu, og glóbjart hár í tveim fléttum niður að mitti. Það þótti Ragnheiði einkennilegt, að draumkona þessi, sem kvaðst heita Aðalljós, sneri sér aldrei beint að henni, er hún ræddi við hana í draumum, heldur annarri hvorri hlið, og leit ávallt fram hjá henni. Ekki gat hjá því farið, að hin undarlegu hvörf og til- færsla hluta settu nokkum beyg að heimilisfólkinu, sem fann að hér voru að verki öfl, sem voru hvorki sýnileg eða heyranleg. öfl, sem að vísu virtust ekki beint fjandsamleg eða hættuleg, en ollu þó margháttuðum óþægindum og tjóni. Varð það því að ráði, að Aðalsteinn Jónasson, en á heimili hans gerðist flest hinna óskiljanlegu hluta, leitaði til hreppstjóra sveitarinnar, Hjartar Þorkelsosnar að Ytra- Álandi. Hjörtur var hinn merkasti maður, laus við hjátrú og hleypidóma. Varð það að samkomulagi, að Hjörtur fór með Aðal- steini að Hvammi, og dvaldi þar nokkra daga til að kynna sér ástandið. Ritaði hann skýrslu um atburðina, jafnóðum og þeir

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.