Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Page 15

Morgunn - 01.12.1952, Page 15
MORGUNN 93 gerðust. Hef ég við samning þessa erindis stuðzt bæði við ofannefnda skýrslu Hjartar, og frásögn annarra ábyggi- logra sjónarvotta, þar eð skýrsla Hjartar tekur aðeins yfir t>á daga, sem hann dvaldi að Hvammi, en atburðimir stóðu mikið lengur yfir. Eins og gefur að skilja, bárust fréttir af atburðum þess- Um fljótt um nærliggjandi sveitir, og tók fólk þegar að streyma að Hvammi til að forvitnast um, hvað þar væri að gerast. Eftir að hafa kynnt sér ástandið, rituðu undir skýrslu Hjartar sem hlutlausa og rétta frásögn þessir menn: Þorsteinn Þórarinsson, þá bóndi að Laxárdal. (Dvelur nú í Rvík'. Guðlögur H. Vigfússon, þá vinnum. í Laxárdal. (Nú málari í Rvík.) Jóhanna Sigfúsdóttir, þá húsfreyja í Hvammi. (Dáin.) Björn Guðmundsson, þá bóndi að Hallgilsstöðum. (Dáinn.) Halldór Beriediktsson, þá barnakennari. ((Nú hreppstjóri Sauða- neshrepps.) Valgerður Friðriksdóttir, þá vinnukona að Hallgilsstöðum. (Nú í Reykjavík.) Jóhann Tryggvason, þá verzlunarmaður, Þórshöfn. (Nú skrif- stofustjóri í Rvík.) Jóhann Gunnlögsson, þá hreppstjóri, Þórshöfn. (Dáinn.) Jóhannes Árnason, þá bóndi að Gunnarsstöðum. (Nú á sama stað.) Þorlákur Stefánsson, þá í Laxárdal. (Nú bóndi á Svalbarði.) Aðalsteinn Jónasson, þá bóndi í Hvammi. (Nú á sama stað.) Pétur Metúsalemsson, þá bóndi á Hallgilsstöðum. (Nú dáinn.) Guðrún Björnsdóttir, þá vinnukona á Hallgilsstöðum. (Nú dáin.) Árni Benediktsson, þá vinnumaður á Hallgilsstöðum. (Nú forstjóri Mjólkursamsölunnar í Rvík.) Snæbjörn Arnijótsson, þá verzlunarstjóri, Þórshöfn. (Nú dáinn.) Borghild Arnljótsson, þá verzlunarstjórafrú, Þórshöfn. (Nú dáin.) Davíð Kristjánsson, þá verzlunarmaður, Þórshöfn. (Nú kaupmaður í Reykjavík.) Stefán Guðmundsson, þá vinnumaður í Hvammi. (Nú á Raufar- höfn.) Sá atburður, sem einna fyrst vakti verulega athygli, var sá, að niðri í borðskúffu í baðstofu Jóhanns voru geymdar Þrjár skeiðar, matskeið úr nikkel, teskeið úr nikkel og te- skeið úr silfri. Þegar til átti að taka, var búið að þrísnúa

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.