Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Síða 16

Morgunn - 01.12.1952, Síða 16
94 MORGUNN upp á skeiðarsköftin og beygja þau niður í blaðið. Var þetta svo haglega gert, að allir, sem sáu, undruðust mjög. Þá kom það fyrir um svipað leyti, að skyrámu var velt um í búri Jóhanns og flóði innihald hennar út um gólfið til leiðinda og tjóns. Svo var það morgun einn skömmu eftir að þetta gerðist, að Aðalsteinn, sem ávallt fór fyrstur á fætur á sínu heimili, gekk fram göngin, sem lágu milli baðstofu og framhússins. Sá hann þá að tunna, sem safnað var í ösku og öðru rusli, var komin upp á mjóan, sívalan bita, sem lá þvert yfir göngin. Virtist óskiljanlegt, hvernig tunnan, sem var all- þung, gat haldið jafnvægi á mjóum, sívölum bita. Þegar Aðalsteinn ætlaði að teygja sig eftir tunnunni, valt hún niður og varð það áður en hann snerti við henni. Eftir að hafa reist við tunnuna og gengið frá henni á sínum stað, hélt Aðalsteinn áfram gegn um eldhúsið og inn í búrið, en þar geymdi hann jafnan tóbak sitt, eins og síðar verður að vikið. En um leið og hann opnaði búrdyrnar, steyptist á móti honum áma, sem var hálffull af sláturblöndu, svo að inni- hald hennar féll allt að fótum Aðalsteins. Mun þá ekki örgrannt um, að honum hafi runnið í skap, enda mun það hafa verið þann dag, að hann leitaði til hreppstjórans. Ég gat þess áðan, að Aðalsteinn hefði geymt tóbak sitt í búrinu, en hann notaði ,,skraa“tóbak, sem í þann tíð fluttist í pundsbitum, er vafðir voru í þykkan, brúnleitan pappír, með krossbandi yfir. Einn morgun ætlaði Aðalsteinn að gefa mótbýlismanni sínum, sem staddur var hjá honum, tölu, eða upp í sig, eins og það var kallað. En þar eð lítið var í tóbaksdósun- um, gengu þeir inn í búrið og tók Aðalsteinn óátekinn pundsbita af „skraa“ niður úr hillu og leysir utan af hon- um krossbandið. En þegar hann rakti upp bréfið, brá þeim í brún, því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.