Morgunn


Morgunn - 01.12.1952, Side 20

Morgunn - 01.12.1952, Side 20
98 MORGUNN Þegar ég kom aftur niður í bæinn, voru þar staddir Pétur bóndi Metúsalemsson á Hallgilsstöðum, og Árni, sem fyrr er nefndur. Hafði þá Pétur séð snældu, er var undir sperru, hátt uppi í frambaðstofunni, kastað á gólfið. Líka sá hann kastað tvinnakefli, án þess að hann gæti séð nokkurn mann í sambandi við það. Okkur Pétri var svo fært kaffi, og meðan við drukkum það, Vcdt um skattholið í frambaðstofunni. Litum við báðir jafnt fram fyrir, og var þá enginn maður þar, en Árni kom inn í því, hafði verið í göngunum, er hann heyrði skellinn. Ég skal taka það fram, að ég hafði skorðað það nokkru áður, því að gólfið undir því var dálítið óslétt, og það gerði ég í hvert skipti, er það var reist við. Hlóðarsteinum, sem þó eru allþungir, var nú velt fram á gólfið, og lágu eldsglæður um gólfið, en ekki kom ég að fyrr en þetta var búið. Einnig var kastað glerbrotum, svarðarköggli og skeifu. En ekki gerði þetta skaða. Samt var brotinn botn úr nýlegum potti, sem var á hvolfi í búrinu. Eftir miðjan þennan sama dag kom fólk frá Hallgils- stöðum. Það var Björn bóndi Guðmundsson, Guðrún dóttir hans, Árni Benediktsson og Valgerður Friðriksdóttir, ásamt tveimur drengjum. Aðalsteinn var þá ekki kominn frá Dal, kom ég því fram í bæjardyr til fólksins, og sagði því að húsfreyja bæði það að gera svo vel að koma inn. Fór ég svo með það í eldhús, því að þá var nýbúið að velta hlóðasteinunum fram á gólfið. Kom Ragnheiður þar að og bauð fólkinu til baðstofu, og gekk sjálf á undan stúlkunum, og voru þær allar komn- ar fram fyrir eldhúsdyrnar, en við Björn og Árni í eld- húsinu. Heyrðist þá afarhátt högg í þili milli búrs og eld- húss, og var enginn maður þar nærstaddur, utan þeir sem fyrr voru taldir. Allt afbæjamenn nema Ragnheiður,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.