Morgunn - 01.12.1952, Blaðsíða 23
MORGUNN
101
Jón Samsonarson, sem fyrr er nefndur, og var nú orð-
inn blindur, kvaðst mundi sitja á kistunni um daginn, það
yrði þá ekki farið í hana án þess að hann yrði þess var.
Leið svo fram á daginn, að ekki bar til tíðinda í sam-
bandi við leirtauið. En að áliðnum degi varð margt um
gesti, eins og jafnan meðan á þessum atburðum stóð, og
Þurfti þá að grípa til varaleirsins. En hann kom að litlu
haldi, því að þar sem diskar áttu að vera og bollapör, var
aðeins hrúga af brotum og dufti. Svo gjörsamlega var það
uialað niður. Það skal tekið fram að allan þann tíma, sem
leirtauið var í kistunni, vék Jón ekki úr sæti sínu á kistu-
lokinu.
Enn má nefna atburð, sem svipar mjög til þeirra tveggja,
er síðast voru taldir.
Eitt sinn ætlaði Aðalsteinn að veita einhverjum af gest-
Um sínum úr vínflösku, er hann átti geymda niðri í komm-
óðuskúffu, sem þó mun hafa verið ólæst.
Flaskan var í venjulegum umbúðum, með hettu yfir
stút. Þegar til átti að taka, var flaskan tóm, án þess að
Þess sæust nokkur merki, að við hettunni eða tappanum
hefði verið hreyft. Undruðust allir mjög, er sáu atburð
Þennan, og fannst hann óskiljanlegur.
Eitt sinn var yfirfrakki hreppstjórans breiddur yfir eld-
húshlóðirnar, þannig að fóðrið sneri að eldinum. Þegar að
var komið, var frakkinn óbrunninn, en orðinn mjög heitur.
Hlóðarsteinum í eldhúsi, sem eru mjög stórir, eins og
Þeir munu kannast við, sem notast við slík eldfæri, var
kastað yfir áðurnefnt þil milli eldhúss og bæjardyra, og
aha leið gegnum búrþil hinumegin bæjardyranna, eða um
3 m. leið. Einnig var þessum sömu steinum margsinnis
velt fram á eldhúsgólfið, ásamt eimyrju úr hlóðunum.
Töng hvarf úr eldhúsinu, og var hennar vant nokkra
^aga, þó að henni væri leitað.
Þá var það dag nokkurn (líklega 25. febrúar), að kona
Ur efri bænum, M. S., sem var að hjálpa Jóhönnu við að
Undirbúa veitingar handa gestum, sat framan við hlóðirnar